Segir Íslandsbanka flæktan í "fyrirlitlegan hugmyndastuld“ 28. september 2012 10:07 Úr auglýsingunni græn lán. Jón Þorvarðarson, stærðfræðingur og rithöfundur, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann segir markaðsherferð Ergo innan Íslandsbanka stolna. Ergo sérhæfir sig í fjármögnun atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis fyrir rekstraraðila og fjármögnun bíla og ferðavagna fyrir einstaklinga. Auglýsingar á vegum fyrirtækisins hafa vakið nokkra athygli en það er leikarinn Valur Freyr Einarsson sem fer með aðalhlutverkið ásamt grænni brúðu. Slagorðið er „Reiknaðu með okkur" en Jón segir það vera stolið. Í grein sinni skrifar Jón: „Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur á bankaþingum lofað markaðsherferð Ergo í bak og fyrir. Verst er að hún skuli ekki á sama tíma halda þeirri skoðun á lofti að markaðsherferðin eigi rætur sínar að rekja til stolinnar hugmyndavinnu. Nefnilega hugmyndavinnu sem undirritaður lagði bankanum til fyrir nokkrum árum – hugmyndavinnu sem Birna rannsakaði ofan í kjölinn ásamt sínu nánasta samstarfsfólki." Jón segir svo í greininni: „Þar sem um fyrirlitlegan hugmyndastuld var að ræða að mínu mati sendi ég erindi til Birnu Einarsdóttur sem og framkvæmdastjóra Ergo, Jóns Hannesar Karlssonar, og sagði mínar farir ekki sléttar. Að undirlagi Birnu boðaði Jón Hannes mig á fund sem ég taldi að ætti að snúast um leiðréttingu á hlut bankans gagnvart mér. En það var öðru nær, því hann hafði ekki meiri manndóm í sér en að mæta til leiks vopnaður lögfræðingi bankans, sem kom mér algjörlega í opna skjöldu. Nánast frá fyrstu mínútu reyndu þeir félagarnir að verja hendur bankans með dæmafáum málatilbúnaði." Jón segist svo hafa fengið þau svör frá vel samstilltum lögfræðingum bankans að að hugmyndavinna sín hefði fallið í djúp gleymskunnar, en markaðsdeild bankans hefði aftur á móti, í samvinnu við auglýsingastofu úti í bæ, enduruppgötvað hugmynd Jóns upp á eigin spýtur. Að lokum skrifar Jón: „Eftir tiltölulega stutta fundarsetu með Jóni Hannesi, framkvæmdastjóra Ergo, sleit ég fundinum enda ljóst orðið hver ásetningur hans var. Auk þess var ég ekkert sérstaklega vel upplagður til að kynna mér þá yfirnáttúrulegu hæfileika sem markaðsbændur bankans búa yfir. Sem felast helst í því að þeir eru gæddir þeirri náðargáfu að „enduruppgötva" hugmyndavinnu annarra, sér í lagi ef þeir hafa verið fóðraðir á henni áður. Legg ég til að bankinn taki upp slagorðið „Enduruppgötvaðu með okkur" sem væri lýsandi táknmynd fyrir framúrskarandi færleika bankans á sviði enduruppgötvana. Þessi ráðlegging er algjörlega ókeypis af minni hálfu." Hægt er að lesa grein Jóns í viðhengi hér fyrir neðan og auglýsingarnar má nálgast hér. Tengdar fréttir Íslandsbanki illa flæktur í hugmyndastuld? Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur á bankaþingum lofað markaðsherferð Ergo í bak og fyrir. Verst er að hún skuli ekki á sama tíma halda þeirri skoðun á lofti að markaðsherferðin eigi rætur sínar að rekja til stolinnar hugmyndavinnu. Nefnilega hugmyndavinnu sem undirritaður lagði bankanum til fyrir nokkrum árum – hugmyndavinnu sem Birna rannsakaði ofan í kjölinn ásamt sínu nánasta samstarfsfólki. 28. september 2012 06:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Jón Þorvarðarson, stærðfræðingur og rithöfundur, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann segir markaðsherferð Ergo innan Íslandsbanka stolna. Ergo sérhæfir sig í fjármögnun atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis fyrir rekstraraðila og fjármögnun bíla og ferðavagna fyrir einstaklinga. Auglýsingar á vegum fyrirtækisins hafa vakið nokkra athygli en það er leikarinn Valur Freyr Einarsson sem fer með aðalhlutverkið ásamt grænni brúðu. Slagorðið er „Reiknaðu með okkur" en Jón segir það vera stolið. Í grein sinni skrifar Jón: „Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur á bankaþingum lofað markaðsherferð Ergo í bak og fyrir. Verst er að hún skuli ekki á sama tíma halda þeirri skoðun á lofti að markaðsherferðin eigi rætur sínar að rekja til stolinnar hugmyndavinnu. Nefnilega hugmyndavinnu sem undirritaður lagði bankanum til fyrir nokkrum árum – hugmyndavinnu sem Birna rannsakaði ofan í kjölinn ásamt sínu nánasta samstarfsfólki." Jón segir svo í greininni: „Þar sem um fyrirlitlegan hugmyndastuld var að ræða að mínu mati sendi ég erindi til Birnu Einarsdóttur sem og framkvæmdastjóra Ergo, Jóns Hannesar Karlssonar, og sagði mínar farir ekki sléttar. Að undirlagi Birnu boðaði Jón Hannes mig á fund sem ég taldi að ætti að snúast um leiðréttingu á hlut bankans gagnvart mér. En það var öðru nær, því hann hafði ekki meiri manndóm í sér en að mæta til leiks vopnaður lögfræðingi bankans, sem kom mér algjörlega í opna skjöldu. Nánast frá fyrstu mínútu reyndu þeir félagarnir að verja hendur bankans með dæmafáum málatilbúnaði." Jón segist svo hafa fengið þau svör frá vel samstilltum lögfræðingum bankans að að hugmyndavinna sín hefði fallið í djúp gleymskunnar, en markaðsdeild bankans hefði aftur á móti, í samvinnu við auglýsingastofu úti í bæ, enduruppgötvað hugmynd Jóns upp á eigin spýtur. Að lokum skrifar Jón: „Eftir tiltölulega stutta fundarsetu með Jóni Hannesi, framkvæmdastjóra Ergo, sleit ég fundinum enda ljóst orðið hver ásetningur hans var. Auk þess var ég ekkert sérstaklega vel upplagður til að kynna mér þá yfirnáttúrulegu hæfileika sem markaðsbændur bankans búa yfir. Sem felast helst í því að þeir eru gæddir þeirri náðargáfu að „enduruppgötva" hugmyndavinnu annarra, sér í lagi ef þeir hafa verið fóðraðir á henni áður. Legg ég til að bankinn taki upp slagorðið „Enduruppgötvaðu með okkur" sem væri lýsandi táknmynd fyrir framúrskarandi færleika bankans á sviði enduruppgötvana. Þessi ráðlegging er algjörlega ókeypis af minni hálfu." Hægt er að lesa grein Jóns í viðhengi hér fyrir neðan og auglýsingarnar má nálgast hér.
Tengdar fréttir Íslandsbanki illa flæktur í hugmyndastuld? Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur á bankaþingum lofað markaðsherferð Ergo í bak og fyrir. Verst er að hún skuli ekki á sama tíma halda þeirri skoðun á lofti að markaðsherferðin eigi rætur sínar að rekja til stolinnar hugmyndavinnu. Nefnilega hugmyndavinnu sem undirritaður lagði bankanum til fyrir nokkrum árum – hugmyndavinnu sem Birna rannsakaði ofan í kjölinn ásamt sínu nánasta samstarfsfólki. 28. september 2012 06:00 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Íslandsbanki illa flæktur í hugmyndastuld? Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur á bankaþingum lofað markaðsherferð Ergo í bak og fyrir. Verst er að hún skuli ekki á sama tíma halda þeirri skoðun á lofti að markaðsherferðin eigi rætur sínar að rekja til stolinnar hugmyndavinnu. Nefnilega hugmyndavinnu sem undirritaður lagði bankanum til fyrir nokkrum árum – hugmyndavinnu sem Birna rannsakaði ofan í kjölinn ásamt sínu nánasta samstarfsfólki. 28. september 2012 06:00