Segir Íslandsbanka flæktan í "fyrirlitlegan hugmyndastuld“ 28. september 2012 10:07 Úr auglýsingunni græn lán. Jón Þorvarðarson, stærðfræðingur og rithöfundur, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann segir markaðsherferð Ergo innan Íslandsbanka stolna. Ergo sérhæfir sig í fjármögnun atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis fyrir rekstraraðila og fjármögnun bíla og ferðavagna fyrir einstaklinga. Auglýsingar á vegum fyrirtækisins hafa vakið nokkra athygli en það er leikarinn Valur Freyr Einarsson sem fer með aðalhlutverkið ásamt grænni brúðu. Slagorðið er „Reiknaðu með okkur" en Jón segir það vera stolið. Í grein sinni skrifar Jón: „Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur á bankaþingum lofað markaðsherferð Ergo í bak og fyrir. Verst er að hún skuli ekki á sama tíma halda þeirri skoðun á lofti að markaðsherferðin eigi rætur sínar að rekja til stolinnar hugmyndavinnu. Nefnilega hugmyndavinnu sem undirritaður lagði bankanum til fyrir nokkrum árum – hugmyndavinnu sem Birna rannsakaði ofan í kjölinn ásamt sínu nánasta samstarfsfólki." Jón segir svo í greininni: „Þar sem um fyrirlitlegan hugmyndastuld var að ræða að mínu mati sendi ég erindi til Birnu Einarsdóttur sem og framkvæmdastjóra Ergo, Jóns Hannesar Karlssonar, og sagði mínar farir ekki sléttar. Að undirlagi Birnu boðaði Jón Hannes mig á fund sem ég taldi að ætti að snúast um leiðréttingu á hlut bankans gagnvart mér. En það var öðru nær, því hann hafði ekki meiri manndóm í sér en að mæta til leiks vopnaður lögfræðingi bankans, sem kom mér algjörlega í opna skjöldu. Nánast frá fyrstu mínútu reyndu þeir félagarnir að verja hendur bankans með dæmafáum málatilbúnaði." Jón segist svo hafa fengið þau svör frá vel samstilltum lögfræðingum bankans að að hugmyndavinna sín hefði fallið í djúp gleymskunnar, en markaðsdeild bankans hefði aftur á móti, í samvinnu við auglýsingastofu úti í bæ, enduruppgötvað hugmynd Jóns upp á eigin spýtur. Að lokum skrifar Jón: „Eftir tiltölulega stutta fundarsetu með Jóni Hannesi, framkvæmdastjóra Ergo, sleit ég fundinum enda ljóst orðið hver ásetningur hans var. Auk þess var ég ekkert sérstaklega vel upplagður til að kynna mér þá yfirnáttúrulegu hæfileika sem markaðsbændur bankans búa yfir. Sem felast helst í því að þeir eru gæddir þeirri náðargáfu að „enduruppgötva" hugmyndavinnu annarra, sér í lagi ef þeir hafa verið fóðraðir á henni áður. Legg ég til að bankinn taki upp slagorðið „Enduruppgötvaðu með okkur" sem væri lýsandi táknmynd fyrir framúrskarandi færleika bankans á sviði enduruppgötvana. Þessi ráðlegging er algjörlega ókeypis af minni hálfu." Hægt er að lesa grein Jóns í viðhengi hér fyrir neðan og auglýsingarnar má nálgast hér. Tengdar fréttir Íslandsbanki illa flæktur í hugmyndastuld? Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur á bankaþingum lofað markaðsherferð Ergo í bak og fyrir. Verst er að hún skuli ekki á sama tíma halda þeirri skoðun á lofti að markaðsherferðin eigi rætur sínar að rekja til stolinnar hugmyndavinnu. Nefnilega hugmyndavinnu sem undirritaður lagði bankanum til fyrir nokkrum árum – hugmyndavinnu sem Birna rannsakaði ofan í kjölinn ásamt sínu nánasta samstarfsfólki. 28. september 2012 06:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Jón Þorvarðarson, stærðfræðingur og rithöfundur, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann segir markaðsherferð Ergo innan Íslandsbanka stolna. Ergo sérhæfir sig í fjármögnun atvinnutækja og atvinnuhúsnæðis fyrir rekstraraðila og fjármögnun bíla og ferðavagna fyrir einstaklinga. Auglýsingar á vegum fyrirtækisins hafa vakið nokkra athygli en það er leikarinn Valur Freyr Einarsson sem fer með aðalhlutverkið ásamt grænni brúðu. Slagorðið er „Reiknaðu með okkur" en Jón segir það vera stolið. Í grein sinni skrifar Jón: „Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur á bankaþingum lofað markaðsherferð Ergo í bak og fyrir. Verst er að hún skuli ekki á sama tíma halda þeirri skoðun á lofti að markaðsherferðin eigi rætur sínar að rekja til stolinnar hugmyndavinnu. Nefnilega hugmyndavinnu sem undirritaður lagði bankanum til fyrir nokkrum árum – hugmyndavinnu sem Birna rannsakaði ofan í kjölinn ásamt sínu nánasta samstarfsfólki." Jón segir svo í greininni: „Þar sem um fyrirlitlegan hugmyndastuld var að ræða að mínu mati sendi ég erindi til Birnu Einarsdóttur sem og framkvæmdastjóra Ergo, Jóns Hannesar Karlssonar, og sagði mínar farir ekki sléttar. Að undirlagi Birnu boðaði Jón Hannes mig á fund sem ég taldi að ætti að snúast um leiðréttingu á hlut bankans gagnvart mér. En það var öðru nær, því hann hafði ekki meiri manndóm í sér en að mæta til leiks vopnaður lögfræðingi bankans, sem kom mér algjörlega í opna skjöldu. Nánast frá fyrstu mínútu reyndu þeir félagarnir að verja hendur bankans með dæmafáum málatilbúnaði." Jón segist svo hafa fengið þau svör frá vel samstilltum lögfræðingum bankans að að hugmyndavinna sín hefði fallið í djúp gleymskunnar, en markaðsdeild bankans hefði aftur á móti, í samvinnu við auglýsingastofu úti í bæ, enduruppgötvað hugmynd Jóns upp á eigin spýtur. Að lokum skrifar Jón: „Eftir tiltölulega stutta fundarsetu með Jóni Hannesi, framkvæmdastjóra Ergo, sleit ég fundinum enda ljóst orðið hver ásetningur hans var. Auk þess var ég ekkert sérstaklega vel upplagður til að kynna mér þá yfirnáttúrulegu hæfileika sem markaðsbændur bankans búa yfir. Sem felast helst í því að þeir eru gæddir þeirri náðargáfu að „enduruppgötva" hugmyndavinnu annarra, sér í lagi ef þeir hafa verið fóðraðir á henni áður. Legg ég til að bankinn taki upp slagorðið „Enduruppgötvaðu með okkur" sem væri lýsandi táknmynd fyrir framúrskarandi færleika bankans á sviði enduruppgötvana. Þessi ráðlegging er algjörlega ókeypis af minni hálfu." Hægt er að lesa grein Jóns í viðhengi hér fyrir neðan og auglýsingarnar má nálgast hér.
Tengdar fréttir Íslandsbanki illa flæktur í hugmyndastuld? Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur á bankaþingum lofað markaðsherferð Ergo í bak og fyrir. Verst er að hún skuli ekki á sama tíma halda þeirri skoðun á lofti að markaðsherferðin eigi rætur sínar að rekja til stolinnar hugmyndavinnu. Nefnilega hugmyndavinnu sem undirritaður lagði bankanum til fyrir nokkrum árum – hugmyndavinnu sem Birna rannsakaði ofan í kjölinn ásamt sínu nánasta samstarfsfólki. 28. september 2012 06:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Íslandsbanki illa flæktur í hugmyndastuld? Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur á bankaþingum lofað markaðsherferð Ergo í bak og fyrir. Verst er að hún skuli ekki á sama tíma halda þeirri skoðun á lofti að markaðsherferðin eigi rætur sínar að rekja til stolinnar hugmyndavinnu. Nefnilega hugmyndavinnu sem undirritaður lagði bankanum til fyrir nokkrum árum – hugmyndavinnu sem Birna rannsakaði ofan í kjölinn ásamt sínu nánasta samstarfsfólki. 28. september 2012 06:00