Erlent

Bók J.K. Rowling ekkert meistaraverk en þó ekki svo slæm

Bókin er ekkert meistaraverk en þó ekki svo slæm, segja gagnrýnendur nýjustu bókar metsöluhöfundarins J.K. Rowling, Casual Vacancy, sem kom út í Bretlandi í gær.

Þetta er hennar fyrsta bók í fimm ár og sú fyrsta sem hún skrifar eftir að Harry Potter bókaröðinni lauk. Þetta er líka í fyrsta sinn sem hún skrifar bók sem er einkum ætluð fullorðnum en í bókinni er nóg af kynlífi, dóp og blótsyrðum, eitthvað sem Harry Potter hefði aldrei leyft sér.

Gagnrýnendur segja hana eiga traustan aðdáendahóp, fólk á þrítugsaldri, jafnvel eldra, enda eru þau börn sem alist hafa upp með Harry Potter orðin fullorðin í dag. En þó líklegt sé að bókin muni seljast vel mun hún aldrei toppa 400 milljóna markið sem Harry Potter gerði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×