Fleiri fréttir

Manninum haldið sofandi eftir sprengingu

Maðurinn, sem var staddur í íbúðinni í Ofanleiti í morgun þegar öflug sprenging varð, er haldið sofandi í öndunarvél. Ástand hans er alvarlegt en maðurinn er í lífshættu samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni. Hann er með mikil brunasár en ekki var hægt að fá nánari upplýsingar um ástand mannsins. Maðurinn gat gengið skömmu eftir sprenginguna en sjónarvottur sá manninn fyrir utan logandi íbúðina þegar sjúkraflutningamenn komu að og fluttu manninn á spítala.

Kærðu tengdasoninn fyrir að nauðga önd

Tyrkneska dagblaðið Habertürk greindi frá því um helgina að karlmaður hefði verið handtekinn í Marmara-héraðinu grunaður um að hafa nauðgað önd. Það voru tengdaforeldrar mannsins sem kærðu hann til lögreglu eftir að þau fundu blóð og fjaðrir í rúmi mannsins. Maðurinn gisti hjá tengdaforeldrunum yfir nóttina.

Ráðherra verðlaunar flokksbróður og blaðamann Morgunblaðsins

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, Rúnari Pálmasyni, blaðamanni á Morgunblaðinu, Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hún Hjörleifi Guttormssyni, fyrrverandi ráðherra og félaga í Vg, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Tilnefndir til Fjölmiðlaverðlaunanna voru:

Slasaður smali fluttur á spítala

Karlmaður á fertugsaldri var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í gær en hann hafði fótbrotnað við smalamennsku á Fellsströnd í Dalasýslu samkvæmt fréttavefnum Skessuhorni.

Kandíska ferðafólkið skrifar þakkarbréf til bjargvættanna

Kanadíska ferðafólkið sem var innlyksa í Laugafelli í sex sólarhringa hefur sent þeim Páli Rúnari Traustasyni og Einari Hjartarsyni þakkarbréf sem birtist á vef Vikudags í dag. Fólkið segir hárrétt hafi verið að bíða í skálanum eftir hjálp og þeim er mjög létt, enda veðurteppt í tæpa viku við erfiðar aðstæður.

Kjötsúpa á hverjum bæ í Biskupstungum í dag

Réttað var í dag í Tungnaréttum í Biskupstungum í blíðaskaparveðri. Um 6.000 fjár voru í réttunum og stemmingin gríðarlega góð á meðal þeirra þúsunda gesta sem mættu í réttirnar.

John Major gagnrýnir myndbirtingu

Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, John Major, gagnrýnir franska blaðið Closer sem og írska tímaritið Irish Daily harðlega fyrir að birta myndir af hertogaynjunni Kate Middelton berbrjósta.

Mesta sprenging sem sést hefur í langan tíma

Það er mjög erfitt að átta sig á því hvar í íbúðinni sprengingin varð í Ofanleiti í morgun, segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. "Það er eiginlega ekki hægt að átta sig á því fyrr en maður er búinn að rannsaka vettvang. Það er mjög öflug sprenging sem á sér stað þarna,“ segir Jón Viðar.

Illugi vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík áfram

Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður flokksins í Reykjavík, hyggst bjóða sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir næstu þingkosningar.

Hinn slasaði gekk sjálfur út

Sjónarvottur sem Vísir ræddi við segir að hann hafi komið fljótlega að húsinu í Ofanleiti eftir að sprengingin varð í morgun. Sprengingin var svo öflug að hann taldi í fyrstu að flugvél hefði hrapað í íbúðarhverfið.

Hélt að sprengingin væri jarðskjálfti

Einn maður er alvarlega slasaður eftir að sprenging varð í búð í fjölbýlishúsi í Ofanleitinu um klukkan ellefu í morgun. Nágranni sem fréttastofa ræddi við, og býr um 40 metrum frá í fjölbýlishúsi, segir sprenginguna hafa verið svo öfluga að hann taldi í fyrstu að jarðskjálfta hefði verið að ræða.

Sprenging í Ofanleiti - einn mikið slasaður

Sprenging varð í Ofanleiti í Reykjavík um klukkan ellefu. Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni logar eldur og slys urðu á fólki. Einn hefur verið fluttur á slysadeild.

Hátt í 40 skjálftar frá miðnætti

Hátt í fjörutíu jarðskjálftar hafa riðið yfir á Reykjaneshrygg frá miðnætti í nótt. Flestir voru þeir um og yfir tvö stig en þó eru tveir sem ná yfir þrjú stig, sá stærri mælist 3, 6 stig að því er fram kemur á heimasíðu Veðurstofunnar.

Stunginn í handlegginn með bitvopni

Karlmaður var stunginn í handlegginni í Breiðholti í gærkvöldi með bitvopni. Þrír voru handteknir vegna málsins en lögreglan rannsakar það. Mikil ölvun var í miðbænum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og erill eftir því.

Svaf af sér sáran barnsgrát

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimahúsi um fjögurleytið í nótt þar sem mikill barnsgrátur hafði borist þaðan lungann úr nóttinni.

Ferðamenn fastir í sex daga á Norðurlandi

Félagar í Ferðafélagi Akureyrar fóru í gær í eftirlitsferð í skála félagsins í Laugafelli í gær. Þeim til talsverðrar undrunar sáu þeir bíl fyrir utan skálann þegar þeir nálguðust húsnæðið. Samkvæmt fréttavefnum Vikudegi fóru þeir inni í skálann en þar fundu þeir kanadískt par sem hafði leitað þar skjóls fyrir óveðrinu í byrjun vikunnar. Parið hafðist því við í skálanum í nærri sex sólarhringa.

Ætluðu að safna fé fyrir klíkuforingja

Hætt hefur verið við fjársöfnun fyrir leiðtoga hinnar alræmdu New York-klíku, Bloods, eftir að það fréttist að gengið ætlaði að safna fé fyrir leiðtogann. Foringinn, Ronald Herron, er almennt álitinn leiðtogi klíkunnar sem hefur fjölmörg líf á samviskunni í gegnum árin. Herron sætir nú ákærum fyrir morð, skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefnasölu.

Matthías Villhjálmsson enn einu sinni á skotskónum

Íslendingurinn Matthías Vilhjálmsson virðist ekki geta hætt að skora fyrir Start í norsku 1. deildinni í knattspyrnu en hann gerði enn eitt markið fyrir félagið í dag þegar Start bar sigur úr býtum gegn HamKam 2-1.

Fíkniefni og fjármuni fundust á heimili Outlaws-konu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á nokkra tugi gramma af því sem talið er vera amfetamín við húsleit í umdæminu á föstudagskvöldinu. Á sama stað var einnig að finna töluvert af peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu.

Fjórir hermenn drepnir í Afganistan

Fjórir hermenn úr fjölþjóðaliði NATÓ í Afganistan voru drepnir í árás á varðstöð í Zabul héraði. Afganskir lögreglumenn sem störfuðu með hermönnunum í varðstöðinni eru grunaðir um verknaðinn.

Skemmdi bíl í Hveragerði

Karlmaður um tvítugt var handtekinn í Hveragerði í nótt þar sem hann var að skemma bíl fyrir utan íbúðarhús. Lögreglan var kölluð til en maðurinn var enn á vettvangi þegar lögregluþjónar mættu á staðinn. Hann var handtekinn og færður í fangageymslur lögreglunnar þar sem hann sefur úr sér.

Með ólíkindum hvað íslenska kindin þolir

Kindur geta lifað grafnar í fönn jafnvel svo vikum skipti án matar. Þetta segir ráðunautur hjá Bændasamtökunum enda sé íslenska sauðkindin með harðgerðustu kindum í heimi.

Einum umbunað fyrir það sem hinir hafa gert

Starfsfólk Landspítalans finnst að með launahækkun forstjórans sé verið að umbuna einum fyrir það sem allir hinir hafa gert. Þetta segir hjúkrunarfræðingur á spítalanum en töluverð óánægja kraumar meðal starfsmanna vegna launahækkunarinnar.

Öðrum forstjórum hafnað

Þeim forstöðumönnum ríkisstofnanna sem reynt hafa að sækja sér sambærilegar launahækkanir og forstjóri Landspítalans fékk nýlega hefur verið hafnað. Þetta segir formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnanna og að ófaglegt sé hvernig staðið var að hækkuninni.

Lögreglan í Vestmannaeyjum leitar vitna vegna íkveikju

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í Vestmannaeyjum rétt fyrir klukkan sjö í morgun þegar íbúð eyðilagðist í eldi. Lögreglan í Vestmannaeyjum lýsir eftir vitnum sem geta gefið upplýsingar um málið en talið er að brennuvargur hafi kveikt í húsinu um klukkan sex í morgun.

Sá aðeins einn skotmann

Franska lögreglan er búin að taka skýrslu af sjö ára gamalli stúlku sem komst lífs af ásamt fjögurra ára gamalli systur sinni þegar fjölskylda þeirra var myrt með köldu blóði í frönsku ölpunum fyrir um einni og hálfri viku síðan.

UVG fagna nýrri mosku í Reykjavík

Aðalfundur Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu var haldinn í gærkvöldi en þar var því sérstaklega fagnað í ályktun á fundinum að Félag múslima á Íslandi (FMÍ) gæti loks reist mosku í Reykjavík. Félaginu var óskað til hamingju með áfangann á sama tíma og fundarmenn vonist til þess að "FMÍ gangi sem best í komandi framtíð og muni í tíð og tíma fella þá ógeðfelldu múra fordóma og staðalímynda sem umræðan um byggingu mosku í Reykjavík hefur sýnt að eru því miður enn ríkjandi í íslensku samfélagi“.

Gekk berserksgang inni í sjúkrabíl

Ölvuð kona var handtekinn um eitt leytið í nótt þegar hún ruddist inn í sjúkrabíl á sveitabæ í umdæmi lögreglunnar á Selfossi og gekk þar berserksgang. Sjúkrabíllinn var að sækja slasaða stúlku sem hafði ökklabrotnað.

Tugir þúsunda mótmæltu í Moskvu í dag

Tugir þúsunda kröfðust þess í Moskvu í dag að Vladimat Pútin, forsætisráðherra Rússlands, segði af sér. Þetta eru fyrstu stóru mótmælin í Moskvu í þrjá mánuði. Um sjö þúsund lögregluþjónar fylgdust með mótmælunum sem samanstóðu af afar ólíkum hópum. Þannig tók samkynhneigðir aðgerðarsinnar þátt í mótmælunum sem og þjóðernissinnar auk fjölda kennara og stúdenta.

500 lögreglumenn gerðu vopn námuverkamanna upptæk

Um fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í umfangsmiklum húsleitum í húsakynnum námuverkamanna í Marikana í Suður-Afríku í morgun. Tólf voru handteknir og gríðarlegt magn vopna, þó aðallega sveðjur og önnur eggvopn, voru haldlögð. Fimm af þeim tólf sem voru handteknir reyndust vera með fíkniefni á sér samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins.

Guðni ósáttur við innflutning á nýsjálensku lambakjöti

"Gróðrarhyggja og fíflaskapur" segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra um þá staðreynd að nú hefur fengist leyfi til að flytja inn nýsjálenskt lamakjöt til landsins. Hann segir Steingrím J. Sigfússon, bóndasoninn frá Gunnarsstöðum bera ábyrgð á þessu.

Biðtími hælisleitenda lengist í tvö ár án aukinna framlaga

Biðtími hælisleitenda eftir að fá mál sín afgreidd hjá Útlendingastofnun lengist í allt að tvö ár ef framlög til stofnunarinnar verða ekki aukin. Þetta segir forstjóri stofnunarinnar og að það séu vonbrigði að í nýju fjárlagafrumvarpi sé gert sé ráð fyrir nær óbreyttum fjárframlögum til stofnunarinnar.

Konan ekki alvarlega slösuð

Konan sem var beitt miklu ofbeldi af hálfu sambýlismanns síns er ekki alvarlega slösuð samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á Landspítalanum.

Drukkinn og dópaður olli árekstri

Um klukkan níu í morgun varð árekstur í Kópavogi þar sem ökumaðurinn var grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einn farþegi var fluttur í sjúkrabifreið á slysadeild og bifreiðin flutt af vettvangi með kranabifreið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Brutust inn í herstöð í Afganistan

Uppreisnarmenn réðust á Camp Bastion-herstöðina í suðurhluta Afganistan í nótt. Tveir bandarískir hermenn létust í árásinni.

Bílvelta við Litlu Kaffistofuna

Bílvelta varð við Litlu Kaffistofuna um klukkan tvö í nótt. Sjúkrabíll frá höfuðborgarsvæðinu var kallaður á vettvang en þegar á staðinn var komið kom í ljóst að ökumaður hafði ekki slasast mikið í veltunni. Honum var ekið á spítala þar sem hlúð var að sárum hans.

Tvær stúlkur og piltur handtekin fyrir líkamsárás

Tvær stúlkur og einn piltur á aldrinum 18 til 20 ára voru handtekin um tvöleytið í nótt grunuð um að hafa lamið karlmann á Hverfisgötunni nokkuð illa. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að verið væri að sparka í liggjandi mann á Hvefisgötunni.

Nauðgunarrannsókn sigld í strand

Rannsókn lögreglunnar á Selfossi á nauðgun á Þjóðhátíð í Eyjum er svo gott sem sigld í strand eftir að lögreglunni var neitað um upplýsingar um farsímanotendur í Vestmannaeyjum. Þetta segir Þorgrímur Óli Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Sjá næstu 50 fréttir