Innlent

Guðni ósáttur við innflutning á nýsjálensku lambakjöti

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson.
„Gróðrarhyggja og fíflaskapur" segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra um þá staðreynd að nú hefur fengist leyfi til að flytja inn nýsjálenskt lamakjöt til landsins. Hann segir Steingrím J. Sigfússon, bóndasoninn frá Gunnarsstöðum bera ábyrgð á þessu.

Forsaga málsins er sú að í júní síðastliðnum úthlutaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytið tollkvótum vegna innflutnings á ýmsum kjötvörum en meðal þeirra fyrirtækja sem fengu úthlutað tollkvóta var fyrirtækið Íslenskar matvörur, sem fengu úthlutað 50 tonna kvóta til innflutnings á kinda- og geitakjöti en það mun vera í fyrsta skipti sem tollum fyrir slíkt kjöt er úthlutað, lamba kjötið frá Nýja Sjálandi er þar inn. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra er mjög ósáttur við málið.

„Nú er mikið verk framundan að verja þessa auðlind sem bændur skapa okkur," sagði Guðni Ágústsson meðal annars í viðtali við fréttastofu.

En hvað heldur Guðni að mönnum gangi til með að leyfa innflutning á lambakjöti frá Nýja Sjálandi ?

„Gróðahyggja og fíflaskapur," svarar Guðni og bætir við: „Steingrímur [J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra] ber ábyrgð á þessu. Hann leyfði þetta."

Guðni segist vonsvikin yfir ákvörðun Steingríms og vísar þá til þess að Steingrímur sé sjálfur bóndasonur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×