Innlent

Matthías Villhjálmsson enn einu sinni á skotskónum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íslendingurinn Matthías Vilhjálmsson virðist ekki geta hætt að skora fyrir Start í norsku 1. deildinni í knattspyrnu en hann gerði enn eitt markið fyrir félagið í dag þegar Start bar sigur úr býtum gegn HamKam 2-1.

Matthías hefur gert 15 mörk á tímabilinu og er því markahæsti leikmaður deildarinnar. Matthías kom Start yfir strax á 2. mínútu leiksins og lagði gruninn að góðum sigri.

Guðmundur Kristjánsson kom einnig við sögu fyrir Start í dag og lék nánast allan leikinn.

Það getur fátt komið í veg fyrir það að Start fari upp í úrvalsdeildina en liðið er með 48 stig í efsta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×