Innlent

Gekk berserksgang inni í sjúkrabíl

Ölvuð kona var handtekinn um eitt leytið í nótt þegar hún ruddist inn í sjúkrabíl á sveitabæ í umdæmi lögreglunnar á Selfossi og gekk þar berserksgang. Sjúkrabíllinn var að sækja slasaða stúlku sem hafði ökklabrotnað.

Konan var augljóslega ölvuð en hún lét öllum illum látum inni í sjúkrabílnum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Hún vann einhverjar skemmdir á bílnum en þær munu ekki hafa verið miklar. Erfiðlega gekk að koma konunni út úr bílnum en það hafðist að lokum. Var hún þá færð á lögreglustöðina á Selfossi þar sem hún fékk að sofa úr sér. Ekki er vitað hvað konunni gekk til. Stúlkan var að lokum færð á spítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×