UVG fagna nýrri mosku í Reykjavík 15. september 2012 15:23 Lóðin sem ætluð er Félags múslima á Íslandi. Aðalfundur Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu var haldinn í gærkvöldi en þar var því sérstaklega fagnað í ályktun á fundinum að Félag múslima á Íslandi (FMÍ) gæti loks reist mosku í Reykjavík. Félaginu var óskað til hamingju með áfangann á sama tíma og fundarmenn vonist til þess að „FMÍ gangi sem best í komandi framtíð og muni í tíð og tíma fella þá ógeðfelldu múra fordóma og staðalímynda sem umræðan um byggingu mosku í Reykjavík hefur sýnt að eru því miður enn ríkjandi í íslensku samfélagi". Stjórnsýsla Reykjavíkurborgar var svo harðlega gagnrýnd í þessu samhengi. Þannig segir í ályktun fundarins: „Aðalfundur óskar FMÍ til hamingju með lóðina sem þau hafa loks fengið úthlutað eftir fáránlega margar hindranir á svo til áratugslöngum vegi sem verða stjórnsýslu Reykjavíkurborgar til ævarandi skammar. " Ný stjórn var kosinn í félagið í gær. Formaður er Helgi Hrafn Ólafsson. Aðrir í stjórn eru: Helgi Hrafn Ólafsson, Tinna Ingólfsdóttir, Jónas Roy Bjarnason, Rakel Guðmundsdóttir og Bergljót María Sigurðardóttir. Hér fyrir neðan má lesa ályktanir sem samþykktar voru á fundinum.Endurskipulagning húsnæðiskerfisinsAðalfundur Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu, haldinn að Suðurgötu 3 þann 14. september 2012, harmar að umræðan sem hófst síðasta haust um almennan leigumarkað og aðstæður leigjenda hafi dáið út. Opinberar umræður um málefni leigjenda hafa lengi einkennst af djúpstæðum doða sem komið hefur í veg fyrir umleitanir lausna á leigumarkaði. Mikill skortur er á leiguhúsnæði og það húsnæði sem er í boði er verðlagt út fyrir öll skynsamleg mörk, þá sérstaklega það húsnæði sem er miðsvæðis og hentar námsmönnum.Sjálfseignarstefna Íslendinga gengur út frá því að fólk búi í leiguhúsnæði þegar það fer að heiman en eignist svo eigið húsnæði síðar á lífsleiðinni. Mörgum eða flestum reynist það hins vegar mjög erfitt að leggja peninga til hliðar fyrir húsnæðiskaupum á meðan þau eru á leigumarkaði. Þannig myndast aðstæður sem annað hvort festa fólk á leigumarkaði eða neyða það til að skuldbinda sig lánastofnunum til lengri tíma, jafnvel áratuga. Hugsunin á bak við þetta kerfi er að auki í öllum grundvallaratriðum stórgölluð: kerfið byggist á því að ríkir einkaaðilar sem hafa efni umfram þarfir okri á fátækara fólki fyrir afnot af húsnæði sem það sjálft hefur ekki þörf fyrir, í stað þess að útgangspunkturinn á bak við leigukerfið sé að það sé almannaþjónusta. Samastaður er ein af grunnþörfum sérhverrar manneskju og þess vegna verður húsnæðiskerfið að taka mið af því og hugsast út frá þjónustusjónarmiði en ekki markaðssjónarmiðum. Stóraukin aðkoma ríkis og sveitarfélaga að leigumarkaði myndi því ekki einungis fjölga kostum leigjenda á leiguhúsnæði á betri kjörum, heldur einnig ýta á einkaaðila að lækka verð á því húsnæði sem þeir bjóða upp á.Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu ítreka að aukin eftirspurn eftir leiguhúsnæði bjóði upp á að endurskoða húsaleigukerfið frá grunni. Nú er lag að skapa regluverk og grundvöll fyrir öflugan leigumarkað sem hentar öllum og stuðla með því að fráhvarfi frá hinni allsráðandi sjálfseignarstefnu sem er svo rík meðal Íslendinga. Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu skora á stjórnvöld að nýta tækifærið.Frekar af almennilegum almenningssamgöngumAðalfundur Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu, haldinn að Suðurgötu 3 þann 14. september 2012, ítrekar þá kröfu hreyfingarinnar að farið verði í róttækar grundvallarbreytingar á almenningssamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Ótækt er að grundvallarþjónusta eins og Strætó bs. sé rekin með hagnaðarkröfu á bakinu en búi á sama tíma við langvarandi skort á opinberum framlögum.Borgarbúar hafa ekki valið einkabílinn. Borgaryfirvöld hafa einfaldlega tekið valkostina frá þeim með rangri stefnu í samgöngumálum. Viðvarandi ofnotkun einkabíla er gríðarlega skaðleg fyrir skipulag þéttbýlissvæða og loftslag jarðarinnar. Skilvirkt strætisvagnakerfi er besti möguleikinn í dag til að vega á móti hinni gríðarlegu notkun einkabíla á höfuðborgarsvæðinuBest væri ef almenningssamgöngur á höfuðborgasvæðinu væru ókeypis, í það minnsta fyrir þá samfélagshópa sem hafa ekki miklar ráðstöfunartekjur, t.d. stúdenta, öryrkja, atvinnulausa, aldraða og börn. Þetta verður þó að haldast í hendur við hagkvæmt, skilvirkt og notendavænt skipulag sem miðar að því að veita þjónustu en ekki græða.Því hvetja Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu Strætó bs. til að nýta tækifærið, nú þegar óskaplega óhagkvæmt er að reka einkabíl, til að koma af stað þróun í átt að aukinni notkun almenningssamganga til frambúðar með bættri og ódýrari þjónustu.Greinargerð:Það eru sjálfsögð réttindi fólks að geta komist leiða sinna og því er nauðsynlegt að hið opinbera reki ábyrgar og nothæfar almenningssamgöngur. Á höfuðborgarsvæðinu búa tveir þriðjungar þjóðarinnar og auk þess þjónar strætisvagnakerfið fleiri bæjarfélögum úti á landi og því löngu orðið augljóst að sé kerfið rekið rétt geti það þjónað meirihluta þjóðarinnar, og dregið þar með úr ofnotkun einkabílsins á Íslandi með tilheyrandi skipulagsvandamálum og náttúruspillandi notkun mengandi eldsneytisgjafa.Því skora Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu á Strætó bs. að axla ábyrgð sína í skipulags- og umhverfismálum með því að bjóða upp á nægilega góðar og ódýrar almenningssamgöngur til að hinn almenni Íslendingur fáist til þess að leggja einkabílnum og taka upp umhverfisvænni lífsstíl.Hinn stóri galli í strætisvagnakerfinu er aðallega tvíþættur: leiðakerfið er of tímafrekt og óhagkvæmt fyrir notendur sína, sem væri sök sér ef ekki kæmi til hversu dýrt það er. Þeir samfélagshópar sem einmitt hafa brýnustu þörfina fyrir sterkt almenningssamgöngukerfi eru þeir sem hafa sem minnsta fjármuni á milli handanna því hinir virðast frekar kjósa að vera á einkabíl. Breytinga er þörf varðandi hvort tveggja.Verðhækkun á námsmannakortum er þróun í andstæða átt, auk þess sem það er fáránlegt að réttur til kaups á slíkum kortum fari eftir lögheimili en ekki búsetu. Nemar eru ekki þekktir fyrir að hafa mikil fjárráð og hafa treyst á viðráðanlega verðlagningu á nemakortum Strætó síðastliðin ár. Þar sem nemar eru stærsti notendahópurinn er mikil hætta á að, sé kerfið ófullnægjandi, þeir nýti sér óumhverfisvænni samgöngumáta.Af byggingu moskuAðalfundur Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu, haldinn að Suðurgötu 3 þann 14. september 2012, fagnar því að nú er loks eftir langa baráttu útlit fyrir að Félag múslima á Íslandi geti reist mosku í Reykjavík. Aðalfundur óskar FMÍ til hamingju með lóðina sem þau hafa loks fengið úthlutað eftir fáránlega margar hindranir á svo til áratugslöngum vegi sem verða stjórnsýslu Reykjavíkurborgar til ævarandi skammar. Aðalfundur óskar FMÍ velfarnaðar í byggingu moskunnar og vonar að hún gangi sem best og hraðast. Aðalfundur vonar að starf FMÍ gangi sem best í komandi framtíð og muni í tíð og tíma fella þá ógeðfelldu múra fordóma og staðalímynda sem umræðan um byggingu mosku í Reykjavík hefur sýnt að eru því miður enn ríkjandi í íslensku samfélagi. Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu vona enn fremur að þessi ályktun verði sú síðasta sem þau muni sjá sér þarft að gefa út vegna mismununar trúfélaga í boði stjórnsýslunnar.Að lokum leggja Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu til að Ríki og Kirkja verði aðskilin.„Á ég að gera það?" Aðalfundur Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu, haldinn að Suðurgötu 3 þann 14. september 2012, lýsir yfir ánægju sinni með framlag borgarstjóra Reykjavíkurborgar, Jóns Gnarr, á vogarskálar mannréttindabaráttu undanfarnar vikur. Jón Gnarr hefur sýnt í orði sem og á borði að honum standi ekki á sama um ástand mannréttinda, og þá sérstaklega tjáningarfrelsis, í Rússlandi sem og stutt mannréttindabaráttu samkynhneigðra bæði hér og í Færeyjum með ráði og dáð. Framganga Jóns í máli Pussy Riot og á Gay Pride er lofsverð og er honum, sem og öllum Reykvíkingum, mikill sómi að.Á sama tíma lýsa Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu yfir vissri óánægju með starf borgarstjórans á öðrum sviðum. Augljóst er að Jón Gnarr gæti beitt sér af sama afli og eldmóði í öllum málum sem farið hafa miður eða ekki fengið athygli á kjörtímabilinu. Samhliða launahækkunum í stjórnsýslunni hefur ekki verið farið í nauðsynlegar aðgerðir hvað varðar almenningssamgöngur, umhverfismál, húsnæðisvanda, málefni útigangsfólks og margt annað sem brýn þörf er fyrir. UVGh skora því á borgarstjórann að sinna starfi sínu í borginni af sama dugnaði og hann sýnir í öðrum mikilvægum málum. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Aðalfundur Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu var haldinn í gærkvöldi en þar var því sérstaklega fagnað í ályktun á fundinum að Félag múslima á Íslandi (FMÍ) gæti loks reist mosku í Reykjavík. Félaginu var óskað til hamingju með áfangann á sama tíma og fundarmenn vonist til þess að „FMÍ gangi sem best í komandi framtíð og muni í tíð og tíma fella þá ógeðfelldu múra fordóma og staðalímynda sem umræðan um byggingu mosku í Reykjavík hefur sýnt að eru því miður enn ríkjandi í íslensku samfélagi". Stjórnsýsla Reykjavíkurborgar var svo harðlega gagnrýnd í þessu samhengi. Þannig segir í ályktun fundarins: „Aðalfundur óskar FMÍ til hamingju með lóðina sem þau hafa loks fengið úthlutað eftir fáránlega margar hindranir á svo til áratugslöngum vegi sem verða stjórnsýslu Reykjavíkurborgar til ævarandi skammar. " Ný stjórn var kosinn í félagið í gær. Formaður er Helgi Hrafn Ólafsson. Aðrir í stjórn eru: Helgi Hrafn Ólafsson, Tinna Ingólfsdóttir, Jónas Roy Bjarnason, Rakel Guðmundsdóttir og Bergljót María Sigurðardóttir. Hér fyrir neðan má lesa ályktanir sem samþykktar voru á fundinum.Endurskipulagning húsnæðiskerfisinsAðalfundur Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu, haldinn að Suðurgötu 3 þann 14. september 2012, harmar að umræðan sem hófst síðasta haust um almennan leigumarkað og aðstæður leigjenda hafi dáið út. Opinberar umræður um málefni leigjenda hafa lengi einkennst af djúpstæðum doða sem komið hefur í veg fyrir umleitanir lausna á leigumarkaði. Mikill skortur er á leiguhúsnæði og það húsnæði sem er í boði er verðlagt út fyrir öll skynsamleg mörk, þá sérstaklega það húsnæði sem er miðsvæðis og hentar námsmönnum.Sjálfseignarstefna Íslendinga gengur út frá því að fólk búi í leiguhúsnæði þegar það fer að heiman en eignist svo eigið húsnæði síðar á lífsleiðinni. Mörgum eða flestum reynist það hins vegar mjög erfitt að leggja peninga til hliðar fyrir húsnæðiskaupum á meðan þau eru á leigumarkaði. Þannig myndast aðstæður sem annað hvort festa fólk á leigumarkaði eða neyða það til að skuldbinda sig lánastofnunum til lengri tíma, jafnvel áratuga. Hugsunin á bak við þetta kerfi er að auki í öllum grundvallaratriðum stórgölluð: kerfið byggist á því að ríkir einkaaðilar sem hafa efni umfram þarfir okri á fátækara fólki fyrir afnot af húsnæði sem það sjálft hefur ekki þörf fyrir, í stað þess að útgangspunkturinn á bak við leigukerfið sé að það sé almannaþjónusta. Samastaður er ein af grunnþörfum sérhverrar manneskju og þess vegna verður húsnæðiskerfið að taka mið af því og hugsast út frá þjónustusjónarmiði en ekki markaðssjónarmiðum. Stóraukin aðkoma ríkis og sveitarfélaga að leigumarkaði myndi því ekki einungis fjölga kostum leigjenda á leiguhúsnæði á betri kjörum, heldur einnig ýta á einkaaðila að lækka verð á því húsnæði sem þeir bjóða upp á.Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu ítreka að aukin eftirspurn eftir leiguhúsnæði bjóði upp á að endurskoða húsaleigukerfið frá grunni. Nú er lag að skapa regluverk og grundvöll fyrir öflugan leigumarkað sem hentar öllum og stuðla með því að fráhvarfi frá hinni allsráðandi sjálfseignarstefnu sem er svo rík meðal Íslendinga. Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu skora á stjórnvöld að nýta tækifærið.Frekar af almennilegum almenningssamgöngumAðalfundur Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu, haldinn að Suðurgötu 3 þann 14. september 2012, ítrekar þá kröfu hreyfingarinnar að farið verði í róttækar grundvallarbreytingar á almenningssamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Ótækt er að grundvallarþjónusta eins og Strætó bs. sé rekin með hagnaðarkröfu á bakinu en búi á sama tíma við langvarandi skort á opinberum framlögum.Borgarbúar hafa ekki valið einkabílinn. Borgaryfirvöld hafa einfaldlega tekið valkostina frá þeim með rangri stefnu í samgöngumálum. Viðvarandi ofnotkun einkabíla er gríðarlega skaðleg fyrir skipulag þéttbýlissvæða og loftslag jarðarinnar. Skilvirkt strætisvagnakerfi er besti möguleikinn í dag til að vega á móti hinni gríðarlegu notkun einkabíla á höfuðborgarsvæðinuBest væri ef almenningssamgöngur á höfuðborgasvæðinu væru ókeypis, í það minnsta fyrir þá samfélagshópa sem hafa ekki miklar ráðstöfunartekjur, t.d. stúdenta, öryrkja, atvinnulausa, aldraða og börn. Þetta verður þó að haldast í hendur við hagkvæmt, skilvirkt og notendavænt skipulag sem miðar að því að veita þjónustu en ekki græða.Því hvetja Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu Strætó bs. til að nýta tækifærið, nú þegar óskaplega óhagkvæmt er að reka einkabíl, til að koma af stað þróun í átt að aukinni notkun almenningssamganga til frambúðar með bættri og ódýrari þjónustu.Greinargerð:Það eru sjálfsögð réttindi fólks að geta komist leiða sinna og því er nauðsynlegt að hið opinbera reki ábyrgar og nothæfar almenningssamgöngur. Á höfuðborgarsvæðinu búa tveir þriðjungar þjóðarinnar og auk þess þjónar strætisvagnakerfið fleiri bæjarfélögum úti á landi og því löngu orðið augljóst að sé kerfið rekið rétt geti það þjónað meirihluta þjóðarinnar, og dregið þar með úr ofnotkun einkabílsins á Íslandi með tilheyrandi skipulagsvandamálum og náttúruspillandi notkun mengandi eldsneytisgjafa.Því skora Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu á Strætó bs. að axla ábyrgð sína í skipulags- og umhverfismálum með því að bjóða upp á nægilega góðar og ódýrar almenningssamgöngur til að hinn almenni Íslendingur fáist til þess að leggja einkabílnum og taka upp umhverfisvænni lífsstíl.Hinn stóri galli í strætisvagnakerfinu er aðallega tvíþættur: leiðakerfið er of tímafrekt og óhagkvæmt fyrir notendur sína, sem væri sök sér ef ekki kæmi til hversu dýrt það er. Þeir samfélagshópar sem einmitt hafa brýnustu þörfina fyrir sterkt almenningssamgöngukerfi eru þeir sem hafa sem minnsta fjármuni á milli handanna því hinir virðast frekar kjósa að vera á einkabíl. Breytinga er þörf varðandi hvort tveggja.Verðhækkun á námsmannakortum er þróun í andstæða átt, auk þess sem það er fáránlegt að réttur til kaups á slíkum kortum fari eftir lögheimili en ekki búsetu. Nemar eru ekki þekktir fyrir að hafa mikil fjárráð og hafa treyst á viðráðanlega verðlagningu á nemakortum Strætó síðastliðin ár. Þar sem nemar eru stærsti notendahópurinn er mikil hætta á að, sé kerfið ófullnægjandi, þeir nýti sér óumhverfisvænni samgöngumáta.Af byggingu moskuAðalfundur Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu, haldinn að Suðurgötu 3 þann 14. september 2012, fagnar því að nú er loks eftir langa baráttu útlit fyrir að Félag múslima á Íslandi geti reist mosku í Reykjavík. Aðalfundur óskar FMÍ til hamingju með lóðina sem þau hafa loks fengið úthlutað eftir fáránlega margar hindranir á svo til áratugslöngum vegi sem verða stjórnsýslu Reykjavíkurborgar til ævarandi skammar. Aðalfundur óskar FMÍ velfarnaðar í byggingu moskunnar og vonar að hún gangi sem best og hraðast. Aðalfundur vonar að starf FMÍ gangi sem best í komandi framtíð og muni í tíð og tíma fella þá ógeðfelldu múra fordóma og staðalímynda sem umræðan um byggingu mosku í Reykjavík hefur sýnt að eru því miður enn ríkjandi í íslensku samfélagi. Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu vona enn fremur að þessi ályktun verði sú síðasta sem þau muni sjá sér þarft að gefa út vegna mismununar trúfélaga í boði stjórnsýslunnar.Að lokum leggja Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu til að Ríki og Kirkja verði aðskilin.„Á ég að gera það?" Aðalfundur Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu, haldinn að Suðurgötu 3 þann 14. september 2012, lýsir yfir ánægju sinni með framlag borgarstjóra Reykjavíkurborgar, Jóns Gnarr, á vogarskálar mannréttindabaráttu undanfarnar vikur. Jón Gnarr hefur sýnt í orði sem og á borði að honum standi ekki á sama um ástand mannréttinda, og þá sérstaklega tjáningarfrelsis, í Rússlandi sem og stutt mannréttindabaráttu samkynhneigðra bæði hér og í Færeyjum með ráði og dáð. Framganga Jóns í máli Pussy Riot og á Gay Pride er lofsverð og er honum, sem og öllum Reykvíkingum, mikill sómi að.Á sama tíma lýsa Ung vinstri græn á höfuðborgarsvæðinu yfir vissri óánægju með starf borgarstjórans á öðrum sviðum. Augljóst er að Jón Gnarr gæti beitt sér af sama afli og eldmóði í öllum málum sem farið hafa miður eða ekki fengið athygli á kjörtímabilinu. Samhliða launahækkunum í stjórnsýslunni hefur ekki verið farið í nauðsynlegar aðgerðir hvað varðar almenningssamgöngur, umhverfismál, húsnæðisvanda, málefni útigangsfólks og margt annað sem brýn þörf er fyrir. UVGh skora því á borgarstjórann að sinna starfi sínu í borginni af sama dugnaði og hann sýnir í öðrum mikilvægum málum.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira