Innlent

Öðrum forstjórum hafnað

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Guðbjartur Hannesson hækkaði laun forstjórans til þess að missa hann ekki í aðra vinnu.
Guðbjartur Hannesson hækkaði laun forstjórans til þess að missa hann ekki í aðra vinnu.
Þeim forstöðumönnum ríkisstofnanna sem reynt hafa að sækja sér sambærilegar launahækkanir og forstjóri Landspítalans fékk nýlega hefur verið hafnað. Þetta segir formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnanna og að ófaglegt sé hvernig staðið var að hækkuninni.

Ákvörðun velferðarráðherra um að hækka mánaðarlaun forstjóra Landspítalans í ágúst um hátt í hálfa milljón hefur verið nokkuð umdeild. Aðrir forstöðumenn ríkisstofnanna hafa ekki fengið sambærilegar launahækkanir. Þeir hafa því ályktað um málið.

„Þetta er fyrst og fremst ófaglegt hvernig að þessu er staðið, það er fyrst og fremst þannig. Það vantar meira gegnsæi í ákvarðanir sem eru teknar um laun forstöðumanna og þetta er fyrst og fremst ófaglegt," segir Magnús Guðmundsson.

Hann segir mikilvægt að sömu reglum sé fylgt þegar laun eru ákvörðuð hjá forstöðumönnum sama um hvern ræðir.

„Við viljum bara sjá kerfi þar sem það eru ákveðnar viðmiðanir sem eru skýrar hvernig launin eru ákvörðuð og að eftir því sé farið óháð því hvort að það sé forstjóri Landspítalans eða einhver annar," segir Magnús. Þá segir Magnús fleiri forstöðumenn en Björn hafa reynt að sækja sér launahækkanir.

„Ég veit um forstjóra sem hafa reynt að fá sambærilegar hækkanir en fengið höfnun á því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×