Innlent

Ferðamenn fastir í sex daga á Norðurlandi

Skálinn í Laugafelli og bíll parsins.
Skálinn í Laugafelli og bíll parsins. Mynd / Páll Rúnar Traustason
Félagar í Ferðafélagi Akureyrar fóru í gær í eftirlitsferð í skála félagsins í Laugafelli í gær. Þeim til talsverðrar undrunar sáu þeir bíl fyrir utan skálann þegar þeir nálguðust húsnæðið. Samkvæmt fréttavefnum Vikudegi fóru þeir inni í skálann en þar fundu þeir kanadískt par sem hafði leitað þar skjóls fyrir óveðrinu í byrjun vikunnar. Parið hafðist því við í skálanum í nærri sex sólarhringa.

Um var að ræða karl og konu á fimmtugsaldri. Þau voru símalaus og gátu því ekki látið vita af sér. Bíll parsins var fastur vegna snjóþynsgla. Skálinn í Laugafelli er hlýr og í honum var að finna nokkuð af matvælum, en parið voru líka með mat í bílnum. Þau voru búin að skipta matarbirgðunum upp í þrjátíu skammta, einn skammt fyrir hvern sólarhring.

Fólkið hafði að auki reynt að vekja athygli á sér, skrifað SOS í snjóinn, sett endurskinsmerki á fánastöng og áberandi dúk á þak bílsins. Félagarnir í ferðafélagi akureyrar færðu fólkið svo til Akureyrar.

Hægt er að lesa frekar um málið á vefsíðu Vikudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×