Innlent

Óheppnir lottó-spilarar töpuðu hálfum milljarði

Óheppnir Lottó-spilarar glötuðu alls tæplega hálfum milljarði króna í New York á síðasta ári en það er heildarupphæð vinningar sem enginn sótti árið 2011.

Hæsti vinningurinn var 250 þúsund dollarar, eða þrjátíu milljónir króna. Líklegar ástæður fyrir því að vinningarnir voru aldrei sóttir eru meðal annars þær að spilarar hentu miðunum eða týndu þeim án þess að kanna hvort þeir hefðu fengið vinning.

Svo er mikill fjöldi sem kann hreinlega ekki að lesa rétt á miðana að sögn verslunareiganda sem dagblaðið New York Post ræddi við. Upphæðin bætist við næstu útdrætti og er því lítið annað í stöðunni en að reyna aftur, þrátt fyrir hverfandi líkur á sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×