Innlent

Tvær stúlkur og piltur handtekin fyrir líkamsárás

Tvær stúlkur og einn piltur á aldrinum 18 til 20 ára voru handtekin um tvöleytið í nótt grunuð um að hafa lamið karlmann á Hverfisgötunni nokkuð illa. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að verið væri að sparka í liggjandi mann á Hvefisgötunni.

Flytja þurfti fórnarlambið með sjúkrabíl á spítala en ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsl mannsins, sem er rúmlega tvítugur, né tilurð árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×