Erlent

Fjórir hermenn drepnir í Afganistan

Mynd / AP
Fjórir hermenn úr fjölþjóðaliði NATÓ í Afganistan voru drepnir í árás á varðstöð í Zabul héraði. Afganskir lögreglumenn sem störfuðu með hermönnunum í varðstöðinni eru grunaðir um verknaðinn.

Fimm þeirra eru horfnir og einn fannst skotinn til bana í stöðinni. Þetta er önnur árásin á einum sólarhring en í gær voru tveir breskir hermenn skotnir til bana af manni í lögreglubúning.

Frá áramótum hefur fimmtíu og einn NATO hermaður verið felldur í árásum þar sem talið er að lögreglumenn eða afganskir hermenn hafi staðið þar að baki. Þá gerðu Talíbanar árás á herstöð NATO í suðurhluta landsins á föstudag. Þar féllu tveir bandarískir hermenn og tókst Talíbönunum að eyðileggja sex herþotur af Harrier gerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×