Innlent

250 börn skráð tll leiks á risaskákmót - 40 ár frá einvígi aldarinnar

Robert Fischer horfir á borðið í einvígi aldarinnar.
Robert Fischer horfir á borðið í einvígi aldarinnar.
Í dag, laugardaginn 15. september, fer fram málþing og risaskákmót í Laugardalshöll til að minnast þess að 40 ára eru frá Einvígi aldarinnar þegar Boris Spassky og Robert Fischer tefldu um heimsmeistaratitilinn.

Klukkan 11 verður málþing í Laugardalshöll. Þar verður farið yfir einvígið frá mörgum hliðum. Kjartan Magnússon formaður undirbúningsnefndar hátíðarinnar setur málþingið, en síðan flytur Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hátíðarávarp.

Stórmeistararnir Friðrik Ólafsson og Helgi Ólafsson fjalla um einvígið og meistarana, sem þeir kynntust afar vel. Eric Green staðgengill sendiherra Bandaríkjanna og Andrei Melnikov sendiráðsritari í rússneska sendiráðinu flytja ávörp, og í lokin flytur Óttarr Proppé samantekt um málþingið.

Klukkan 13 hefst svo risaskákmót fyrir börn á grunnskólaaldri og skákmenn, 60 ára og eldri. Keppt verður í 4 aldursflokkum barna og fá allir keppendur sérhannaðan bol í tilefni dagsins. Nú þegar eru um 250 börn skráð til leiks. Fimm efstu í hverjum flokki frá verðlaun og auk þess verður haldið happdrætti með fjölda vinninga, þar sem m.a. eru flugseðlar í verðlaun.

Ýmsir munir úr einvíginu verða til sýnis og lifandi myndir sýndar frá hinum sögulegu dögum í Reykjavík 1972. Þátttaka í hátíðinni er ókeypis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×