Innlent

Illugi vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík áfram

Magnús Halldórsson skrifar
Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti þingmaður flokksins í Reykjavík, hyggst bjóða sig fram til forystu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir næstu þingkosningar.

Þetta staðfesti Illugi við fréttastofu í morgun. Þar með er orðið ljóst að í það minnsta tveir vilja leiða flokkinn í Reykjavík í næstu þingkosningum, þar sem Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur einnig tilkynnt um sækist eftir því að leiða flokkinn í Reykjavík í næstu kosningum.

„Ég hlaut umboð til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík vorið 2009, við erfiðar aðstæður. Á kjörtímabilinu höfum við Sjálfstæðismenn náð að snúa vörn í sókn, og ég hyggst sækjast eftir því að fá að leiða flokkinn í Reykjavík," sagði Illugi í morgun.

Illugi segist fagna því fleiri sækist eftir því að leiða flokkinn í Reykjavík, en Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur þegar tilkynnt um að hún sækist eftir því að leiða flokkinn í Reykjavík í næstu kosningum, sem fara fram næsta vor.

„Nú eru að nálgast prófkjör, og þá er eðlilegt að það komi fram yfirlýsingar frá þeim sem vilja umboð til þingstarfa. Ég fagna því sérstaklega að fá sem flesta fram, það er gott fyrir flokkinn," sagði Illugi.

Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram, en reikna má með því að það verði á tímibilinu frá október til janú ár á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×