Innlent

Svaf af sér sáran barnsgrát

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að heimahúsi um fjögurleytið í nótt þar sem mikill barnsgrátur hafði borist þaðan lungann úr nóttinni.

Óttast var að barnið væri eitt heima þar sem enginn kom til dyra þegar barið var hraustlega að dyrum. Lögreglan fékk lásasmið því til að opna íbúðina. Þá kom í ljós að móðirin var í rúminu við hlið barnsins. Hún hafði sofið svo fast að hún rumskaði ekki fyrr en lögreglan var komin inn á gafl hjá henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×