Fleiri fréttir Dæmi um að börn þori ekki út vegna óvæginnar umfjöllunar á netinu Umboðsmanni barna bárust margar ábendingar um umfjöllun fjölmiðla og birtingu mynda og upplýsinga um börn og hagi þeirra að því er fram kemur í ársskýrslu Umboðsmanns barna sem birtist í dag. Umboðsmaður telur að fjölmiðlar, og stundum foreldrar, gangi of langt með umfjöllun um einkamálefni barna sem ættu í raun að njóta friðhelgi. 3.9.2012 14:56 Klettamyndanir á botni Eystrasaltsins - ekki geimskip Fyrirbærið sem hafrannsóknarmenn fundu á botni Eystrasaltsins í maí árið 2011 hefur heillað marga. Sumir halda því fram að aldagamalt geimskip liggi þar á hafsbotni meðan aðrir telja hlutinn vera leynivopn nasista frá seinni heimsstyrjöld. Hluturinn, sem er disklaga, er á stærð við Boeing 747 breiðþotu. 3.9.2012 14:52 Börn oft send til ofbeldisfulls foreldris - vilja betri lög Umboðsmaður barna telur óumdeilt að ofbeldi ætti að hafa mun meira vægi þegar teknar eru afdrifaríkar ákvarðanir um aðstæður barna fyrir dómsstólum. Í ársskýrslu embættisins fyrir síðasta ár kemur meðal annars fram að dregið sé í efa að börnum sé tryggð fullnægjandi vernd gegn ofbeldi í íslenskri réttarframkvæmd. 3.9.2012 14:29 Lést í sjóslysi á leið frá Íslandi Tæplega sjötugur karlmaður lést eftir að hann féll af skútu sinni vestur af strönd Nýfundnalands á laugardag. Maðurinn, sem var skurðlæknir og prófessor við Harvard háskóla, var á siglingu frá Íslandi til Bandaríkjanna þegar slysið varð, að því er fram kemur á vef CBC fréttastofunnar. Stormur og mikill öldugangur var þegar slysið varð. Fjölskylda mannsins, sem hét Ned Cabot, segir að hann hafi verið vanur siglingamaður og hafi oft ferðast milli Norður Ameríku og Evrópu og hafi þekkt strendur Nýfundnalands og Labrador mjög vel. 3.9.2012 14:01 Russell Crowe bjargað af strandgæslunni Strandgæsla Bandaríkjanna kom Íslandsvininum Russell Crowe til bjargar um helgina. Leikarinn var á kajaksiglingu ásamt félaga sínum við Long Island í New York þegar þeir villtust af leið. 3.9.2012 13:48 Sífellt fleiri konur greinast með leghálskrabbamein Sífellt fleiri konur greinast með leghálskrabbamein á alvarlegra stigi en áður. Þannig þurfa tvöfalt fleiri konur að fara í geisla- eða lyfjameðferð vegna krabbameinsins nú en fyrir áratug. Yfirlæknir segir ástæðuna þá að færri konur mæti reglulega í krabbameinsleit. 3.9.2012 13:16 Átök harðna í Sýrlandi Að koma á friði milli stríðandi fylkinga í Sýrlandi er gífurlega erfitt verkefni. Þetta segir Lakhdar Brahimi, nýr erindreki Sameinuðu Þjóðanna og Arabandalagsins í Sýrlandi. Hann heimsækir landið á næstu dögum mun þá reyna að miðla málum milli uppreisnarmanna og stjórnvalda í Sýrlandi. 3.9.2012 13:09 Drengurinn ekki beinbrotinn heldur alvarlega tognaður Drengurinn sem ráðist var á í Bökkunum í Breiðholti um helgina er ekki jafn illa slasaður og í fyrstu var talið. Fjórir piltar á aldrinum 12 - 13 ára réðust á hann á fótboltavelli þar sem þeir ætluðu að taka af honum fótbolta. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að drengurinn hefði beinbrotnað í árásinni. Í ljós hefur komið að drengurinn tognaði alvarlega á hendi og fékk að auki miklar blóðnasir. 3.9.2012 13:01 Þór Saari segist hafa verið skilinn útundan Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar segir formann atvinnuveganefndar Alþingis hafa skilið sig útundan í störfum trúnaðarmannahóps um fiskveiðifrumvarpið með því að boða hann ekki á fundi hópsins í ágúst. Formaður nefndarinnar segir Þór Saari hafa gefið í skyn að hann vildi ekki mæta á fundina. 3.9.2012 12:18 Bruce Willis íhugar málshöfðun gegn Apple Bandaríski stórleikarinn Bruce Willis íhugar nú að höfða mál á hendur tæknirisanum Apple og vefversluninni iTunes. Willis, sem er mikill tónlistarunnandi, krefst þess að hann fái að ánafna fjölskyldu sinni tónlistarsafni sínu þegar hann geispar loks golunni. 3.9.2012 11:23 Wessman og félagar náðu öðru sætinu í hálfum Járnkarli Lið þeirra Steins Jóhannssonar, Róberts Wessmans og Friðleifs Friðleifssonar náði 2. sæti af 41 í liðakeppni í hálfum Járnkarli í Þríþrautarkeppninni í Köln í gær að því er fram kemur í tilkynningu. 3.9.2012 10:36 Of Monsters and Men beint í þriðja sæti breska vinsældalistans Platan My Head is an Animal með íslensku hljómsveitinni Of Monsters and Men fór beint í þriðja sæti breska vinsældalistans á BBC en listinn var gerðir opinber í gærkvöldi. 3.9.2012 07:52 Barnavernd skoði mál piltanna þriggja sem réðust á litla drenginn "Við erum búin að vera að ræða þetta hér," segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, um mál piltanna þriggja sem réðust á sex ára gamlan dreng um helgina og beinbrutu hann. Piltarnir eru tólf til þrettán ára gamlir en þeir viltu ná í bolta sem litli drengurinn var með. 3.9.2012 12:04 Átta á hraðferð og einn valt Átta ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Vestfjörðum í liðinni viku, þar af var einn stöðvaður í nágrenni Patreksfjarðar en sjö á Djúpvegi. 3.9.2012 11:58 Harry Bretaprins og súludansmeyjan í Las Vegas Enn eru að berast fréttir úr hinni villtu veislu Harry Bretaprins á lúxushóteli í Las Vegas nýlega. Nú hefur rúmlega þrítug súludansmey stigið fram og segir að hún hafi eytt 15 til 20 mínutum með Harry í svefnherbergi hans á hótelinu. 3.9.2012 10:27 Grímuklæddur Jón Gnarr býður góðan daginn Grímuklæddur Jón Gnarr borgarstjóri birtist landsmönnum í nýju myndskeiði sem sett hefur verið inn á vef Reykjavíkurborgar til þess að minna á að í dag er "Góðan daginn" dagurinn. 3.9.2012 10:11 Tafir vegna mynda Stillers Tímabundnar tafir eru á umferð yfir Borgarfjarðarbrú vegna töku á kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá íslenska kvikmynda- og þjónustufyrirtækinu True North, sem Skessuhorn greinir frá í dag. Auk þess verður aðreinin sem liggur frá Geirabakarí að þjóðveg eitt norðanmegin við brúna lokuð umferð. 3.9.2012 09:42 Foreldrar reyna að ná sáttum í fólskulegu líkamsárásarmáli Unnið er að því að finna lausn á alvarlegu líkamsárásarmáli á milli foreldra barna sem í hlut eiga, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að fjórir 12- 13 ára piltar hafi gengið í skrokk á sex ára dreng um helgina, með þeim afleiðingum að hann handleggs- og kinnbeinsbrotnaði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi hefur málið ekki borist embættinu enn þá. 3.9.2012 09:42 Reyndi aftur að brjótast inn í ráðherrabústaðinn Boð barst frá þjófavarnakerfi ráðherrabústaðarins við Tjarnargötu í gærkvöldi og hélt lögregla þegar á vettvang. 3.9.2012 07:09 Þriggja pilta leitað eftir hrottalega árás á barn "Þetta var alveg hræðilegt. Þegar ég kom á svæðið liggur drengurinn blóðugur á jörðinni og þeir hlupu í burtu," segir Þórarinn Engilbertsson knattspyrnuþjálfari. Hann varð vitni að fólskulegri árás fjögurra 12 til 13 ára pilta á sex ára dreng. 3.9.2012 07:00 Hjólhýsi fuku í miklu hvassvirði í borginni Verulega hvessti víða á höfuðborgarsvæðinu um og upp úr miðnætti og hlaust sumstaðar tjón af, en hvergi stórtjón. 3.9.2012 06:55 Stálin stinn mætast á makrílfundinum í London Áhrifamenn í norskum sjávarútvegi og starfsbræður þeirra í Evrópusambandinu leggja hart að samningamönnum sínum að gefa Íslendingum og Færeyingum ekkert eftir í makríldeilunni, en deilendur koma saman til fundar í London í dag. 3.9.2012 06:46 Skriðdreki í björtu báli í Grafarvoginum Eftirlíking af skriðdreka stóð í björtu báli þegar slökkkviliðið kom á vettvgang í skemmtigarðinum við Gylfaflöt í Grafarvogi í nótt. 3.9.2012 06:43 Sænskur knattspyrnumaður lést í miðjum leik Victor Brännström, 29 ára gamall knattspyrnumaður, lést eftir að hafa hnigið niður í leik með sænska neðrideildarliðinu Piteå. 3.9.2012 22:45 Gráösp valin tré ársins Skógræktarfélag Íslands útnefnir gráösp Tré ársins 2012 við hátíðlega athöfn að Brekkugötu 8 á Akureyri um daginn. Tréð er í eigu Sigríðar Maríu Hammer og Páls Steindórs Steindórssonar. 3.9.2012 17:30 Fær þakkir frá fólki úti á götu Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hefur verið iðinn við kolann að benda á það sem betur mætti fara í málfari fjölmiðla. 3.9.2012 17:00 Ritstjóri Ekstra Bladet segist standa einn í forinni Poul Madsen aðalritstjóri Ekstra Bladet í Danmörku viðurkennir að blaðið hafi gert mistök í að birta upplýsingarnar um skattamál Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra landsins. 3.9.2012 07:21 Sviku loforð um að frysta eignir Mubaraksfjölskyldunnar Bresk stjórnvöld hafa svikið loforð sín um að frysta eigur Mubarak fyrrum forseta Egyptalands og fjölskyldu hans í Bretlandi. 3.9.2012 07:16 Sun Myung Moon er látinn Sun Myung Moon leiðtogi Einingarkirkjunnar í Suður Kóreu er látinn 92 ára að aldri. Banamein hans var lungnabólga. 3.9.2012 07:13 Nýr sendifulltrúi í Sýrlandi segir verkefni sitt nær ómögulegt Lakhdar Brahimi hinn nýi sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi segir að verkefni sitt sé nánast ómögulegt. 3.9.2012 07:11 Grindhvölum bjargað af skoskri strönd Mikill fjöldi fólks fylgdist með björgun grindhvala við austurströnd Skotlands í gærdag. 3.9.2012 07:00 Handtóku þekktan ungverskan glæpaforingja á Spáni Spænska lögreglan segir að hún hafi handtekið hinn rúmlega fertuga Robert Magyar leiðtoga ungversku glæpasamtakanna Fekete Sereg eða Svarta hersins. 3.9.2012 06:53 Björguðu mönnum sem voru fastir í bíl í Laxá á Ásum Björgunarsveit Landsbjargar á Blönduósi var kölluð út í gær til koma mönnum til hjálpar sem höfðu fest bíl sinn út í Laxá á Ásum. 3.9.2012 06:51 Smærri lönd líka með Verkefnið Almannarómur, samstarf tæknirisans Google, Háskólans í Reykjavík (HR) og Máltækniseturs, var frumraun samstarfs sem gerir fólki á smáum málsvæðum kleift að nýta sér raddleit Google (e. Voice Search) í snjallsímum. Íslenska er meðal þrettán nýrra tungumála sem bætt var við raddleitina um miðjan ágúst. 3.9.2012 06:00 Aðstæðurnar góðar á Íslandi "Sjósport er vaxandi jaðaríþrótt á Íslandi," segir ofurhuginn Janis Kozlovskis sem hélt sér í flugdreka og stóð á brimbretti við Seltjarnarnes. 3.9.2012 06:00 Sáning á birkifræi hefur gefið góða raun Vegna góðs fræárs hjá birkitrjám biðla Hekluskógar til einstaklinga, skóla eða félagasamtaka um að safna birkifræi á höfuðborgarsvæðinu og víðar um sunnan- og vestanvert landið. Að sögn Hreins Óskarssonar, verkefnisstjóra Hekluskóga, hefur verið samið við Endurvinnsluna um að taka við fræinu síðustu vikuna í september. 3.9.2012 05:00 Sálgæslu barna verður að efla Aðeins í Reykjavík er bakvaktaþjónustu barnaverndarnefndar haldið úti allan sólarhringinn. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þjónustuna víða með öllu óviðunandi. Rætt er um sameiginlega bakvakt alls höfuðborgarsvæðisins. 3.9.2012 04:00 Ríkisstjórnin bundin af samþykkt Alþingis 3.9.2012 03:00 Gormlaga dýr fannst í sjónum Leiðangursmenn frá Hafrannsóknastofnun urðu margs vísari eftir að hafa nýtt neðansjávarmyndavélina á allt að 730 metra dýpi fyrr í sumar. Í leiðangrinum tókst meðal annars að mynda svokallaðan þyrnikóral í fyrsta skipti hér við land, segir Steinunn Hilma Ólafsdóttir leiðangursstjóri. 3.9.2012 02:00 Bæjarstjórinn biður undirmanni vægðar Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði, vill að starfsmaður sveitarfélagsins sem sendur var í leyfi vegna gríðarlegrar umframeyðslu bæjarsjóðs í tengslum við gerð sjónvarpsþátta fái að snúa aftur. 3.9.2012 01:00 Frábært hvað börn eru klár Eva María Jónsdóttir situr ekki aðgerðalaus þó hún hafi horfið af skjáum landsmanna og öldum ljósvakans um sinn. Fram undan er fyrsta verkefnið í tvö ár utan heimilis og það snýst um börn. Börn eru alltumlykjandi í lífi hennar núna, þar sem hún og sambýlismaður hennar eiga samtals sjö, á aldrinum tveggja til þrettán ára. Gunnþóra Gunnarsdóttir hitti samt á Evu Maríu eina heima. 2.9.2012 21:30 Íslendingar í fangelsi vegna innflutnings á e-töflum Tveir íslenskir karlmenn hafa verið dæmdir í fangelsi í Danmörku fyrir innflutning á 25 þúsund e-töflum. Þeir sátu í gæsluvarðhaldi síðasta hálfa árið. 2.9.2012 18:30 Sjö ráðherrar brotið jafnréttislög Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segist ekki hafa íhugað að segja af sér vegna brota hans á jafnréttislögum. Sjö ráðherrar hafa í gegnum tíðina gerst brotlegir við lögin vegna ráðningar karls í stað konu. 2.9.2012 18:45 Strætó keyrir út á land Strætó bs. stækkaði í dag þjónustusvæði sitt þegar akstur hófst til Stykkishólms, Búðardals, Hólmavíkur og Reykhóla. 2.9.2012 17:37 Það gerist varla krúttlegra - tvíburar slá í gegn á netinu Þessi ellefu mánaða gömlu tvíburar eru aðeins of krúttlegir. Myndskeið af þeim dansa við gítarspila föður síns tröllríður nú internetinu. Yfir sjö milljónir hafa horft á þá á tæplega mánuði. Sjón er sögu ríkari, eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. 2.9.2012 13:58 Sjá næstu 50 fréttir
Dæmi um að börn þori ekki út vegna óvæginnar umfjöllunar á netinu Umboðsmanni barna bárust margar ábendingar um umfjöllun fjölmiðla og birtingu mynda og upplýsinga um börn og hagi þeirra að því er fram kemur í ársskýrslu Umboðsmanns barna sem birtist í dag. Umboðsmaður telur að fjölmiðlar, og stundum foreldrar, gangi of langt með umfjöllun um einkamálefni barna sem ættu í raun að njóta friðhelgi. 3.9.2012 14:56
Klettamyndanir á botni Eystrasaltsins - ekki geimskip Fyrirbærið sem hafrannsóknarmenn fundu á botni Eystrasaltsins í maí árið 2011 hefur heillað marga. Sumir halda því fram að aldagamalt geimskip liggi þar á hafsbotni meðan aðrir telja hlutinn vera leynivopn nasista frá seinni heimsstyrjöld. Hluturinn, sem er disklaga, er á stærð við Boeing 747 breiðþotu. 3.9.2012 14:52
Börn oft send til ofbeldisfulls foreldris - vilja betri lög Umboðsmaður barna telur óumdeilt að ofbeldi ætti að hafa mun meira vægi þegar teknar eru afdrifaríkar ákvarðanir um aðstæður barna fyrir dómsstólum. Í ársskýrslu embættisins fyrir síðasta ár kemur meðal annars fram að dregið sé í efa að börnum sé tryggð fullnægjandi vernd gegn ofbeldi í íslenskri réttarframkvæmd. 3.9.2012 14:29
Lést í sjóslysi á leið frá Íslandi Tæplega sjötugur karlmaður lést eftir að hann féll af skútu sinni vestur af strönd Nýfundnalands á laugardag. Maðurinn, sem var skurðlæknir og prófessor við Harvard háskóla, var á siglingu frá Íslandi til Bandaríkjanna þegar slysið varð, að því er fram kemur á vef CBC fréttastofunnar. Stormur og mikill öldugangur var þegar slysið varð. Fjölskylda mannsins, sem hét Ned Cabot, segir að hann hafi verið vanur siglingamaður og hafi oft ferðast milli Norður Ameríku og Evrópu og hafi þekkt strendur Nýfundnalands og Labrador mjög vel. 3.9.2012 14:01
Russell Crowe bjargað af strandgæslunni Strandgæsla Bandaríkjanna kom Íslandsvininum Russell Crowe til bjargar um helgina. Leikarinn var á kajaksiglingu ásamt félaga sínum við Long Island í New York þegar þeir villtust af leið. 3.9.2012 13:48
Sífellt fleiri konur greinast með leghálskrabbamein Sífellt fleiri konur greinast með leghálskrabbamein á alvarlegra stigi en áður. Þannig þurfa tvöfalt fleiri konur að fara í geisla- eða lyfjameðferð vegna krabbameinsins nú en fyrir áratug. Yfirlæknir segir ástæðuna þá að færri konur mæti reglulega í krabbameinsleit. 3.9.2012 13:16
Átök harðna í Sýrlandi Að koma á friði milli stríðandi fylkinga í Sýrlandi er gífurlega erfitt verkefni. Þetta segir Lakhdar Brahimi, nýr erindreki Sameinuðu Þjóðanna og Arabandalagsins í Sýrlandi. Hann heimsækir landið á næstu dögum mun þá reyna að miðla málum milli uppreisnarmanna og stjórnvalda í Sýrlandi. 3.9.2012 13:09
Drengurinn ekki beinbrotinn heldur alvarlega tognaður Drengurinn sem ráðist var á í Bökkunum í Breiðholti um helgina er ekki jafn illa slasaður og í fyrstu var talið. Fjórir piltar á aldrinum 12 - 13 ára réðust á hann á fótboltavelli þar sem þeir ætluðu að taka af honum fótbolta. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að drengurinn hefði beinbrotnað í árásinni. Í ljós hefur komið að drengurinn tognaði alvarlega á hendi og fékk að auki miklar blóðnasir. 3.9.2012 13:01
Þór Saari segist hafa verið skilinn útundan Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar segir formann atvinnuveganefndar Alþingis hafa skilið sig útundan í störfum trúnaðarmannahóps um fiskveiðifrumvarpið með því að boða hann ekki á fundi hópsins í ágúst. Formaður nefndarinnar segir Þór Saari hafa gefið í skyn að hann vildi ekki mæta á fundina. 3.9.2012 12:18
Bruce Willis íhugar málshöfðun gegn Apple Bandaríski stórleikarinn Bruce Willis íhugar nú að höfða mál á hendur tæknirisanum Apple og vefversluninni iTunes. Willis, sem er mikill tónlistarunnandi, krefst þess að hann fái að ánafna fjölskyldu sinni tónlistarsafni sínu þegar hann geispar loks golunni. 3.9.2012 11:23
Wessman og félagar náðu öðru sætinu í hálfum Járnkarli Lið þeirra Steins Jóhannssonar, Róberts Wessmans og Friðleifs Friðleifssonar náði 2. sæti af 41 í liðakeppni í hálfum Járnkarli í Þríþrautarkeppninni í Köln í gær að því er fram kemur í tilkynningu. 3.9.2012 10:36
Of Monsters and Men beint í þriðja sæti breska vinsældalistans Platan My Head is an Animal með íslensku hljómsveitinni Of Monsters and Men fór beint í þriðja sæti breska vinsældalistans á BBC en listinn var gerðir opinber í gærkvöldi. 3.9.2012 07:52
Barnavernd skoði mál piltanna þriggja sem réðust á litla drenginn "Við erum búin að vera að ræða þetta hér," segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, um mál piltanna þriggja sem réðust á sex ára gamlan dreng um helgina og beinbrutu hann. Piltarnir eru tólf til þrettán ára gamlir en þeir viltu ná í bolta sem litli drengurinn var með. 3.9.2012 12:04
Átta á hraðferð og einn valt Átta ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Vestfjörðum í liðinni viku, þar af var einn stöðvaður í nágrenni Patreksfjarðar en sjö á Djúpvegi. 3.9.2012 11:58
Harry Bretaprins og súludansmeyjan í Las Vegas Enn eru að berast fréttir úr hinni villtu veislu Harry Bretaprins á lúxushóteli í Las Vegas nýlega. Nú hefur rúmlega þrítug súludansmey stigið fram og segir að hún hafi eytt 15 til 20 mínutum með Harry í svefnherbergi hans á hótelinu. 3.9.2012 10:27
Grímuklæddur Jón Gnarr býður góðan daginn Grímuklæddur Jón Gnarr borgarstjóri birtist landsmönnum í nýju myndskeiði sem sett hefur verið inn á vef Reykjavíkurborgar til þess að minna á að í dag er "Góðan daginn" dagurinn. 3.9.2012 10:11
Tafir vegna mynda Stillers Tímabundnar tafir eru á umferð yfir Borgarfjarðarbrú vegna töku á kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá íslenska kvikmynda- og þjónustufyrirtækinu True North, sem Skessuhorn greinir frá í dag. Auk þess verður aðreinin sem liggur frá Geirabakarí að þjóðveg eitt norðanmegin við brúna lokuð umferð. 3.9.2012 09:42
Foreldrar reyna að ná sáttum í fólskulegu líkamsárásarmáli Unnið er að því að finna lausn á alvarlegu líkamsárásarmáli á milli foreldra barna sem í hlut eiga, en Fréttablaðið greindi frá því í morgun að fjórir 12- 13 ára piltar hafi gengið í skrokk á sex ára dreng um helgina, með þeim afleiðingum að hann handleggs- og kinnbeinsbrotnaði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi hefur málið ekki borist embættinu enn þá. 3.9.2012 09:42
Reyndi aftur að brjótast inn í ráðherrabústaðinn Boð barst frá þjófavarnakerfi ráðherrabústaðarins við Tjarnargötu í gærkvöldi og hélt lögregla þegar á vettvang. 3.9.2012 07:09
Þriggja pilta leitað eftir hrottalega árás á barn "Þetta var alveg hræðilegt. Þegar ég kom á svæðið liggur drengurinn blóðugur á jörðinni og þeir hlupu í burtu," segir Þórarinn Engilbertsson knattspyrnuþjálfari. Hann varð vitni að fólskulegri árás fjögurra 12 til 13 ára pilta á sex ára dreng. 3.9.2012 07:00
Hjólhýsi fuku í miklu hvassvirði í borginni Verulega hvessti víða á höfuðborgarsvæðinu um og upp úr miðnætti og hlaust sumstaðar tjón af, en hvergi stórtjón. 3.9.2012 06:55
Stálin stinn mætast á makrílfundinum í London Áhrifamenn í norskum sjávarútvegi og starfsbræður þeirra í Evrópusambandinu leggja hart að samningamönnum sínum að gefa Íslendingum og Færeyingum ekkert eftir í makríldeilunni, en deilendur koma saman til fundar í London í dag. 3.9.2012 06:46
Skriðdreki í björtu báli í Grafarvoginum Eftirlíking af skriðdreka stóð í björtu báli þegar slökkkviliðið kom á vettvgang í skemmtigarðinum við Gylfaflöt í Grafarvogi í nótt. 3.9.2012 06:43
Sænskur knattspyrnumaður lést í miðjum leik Victor Brännström, 29 ára gamall knattspyrnumaður, lést eftir að hafa hnigið niður í leik með sænska neðrideildarliðinu Piteå. 3.9.2012 22:45
Gráösp valin tré ársins Skógræktarfélag Íslands útnefnir gráösp Tré ársins 2012 við hátíðlega athöfn að Brekkugötu 8 á Akureyri um daginn. Tréð er í eigu Sigríðar Maríu Hammer og Páls Steindórs Steindórssonar. 3.9.2012 17:30
Fær þakkir frá fólki úti á götu Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hefur verið iðinn við kolann að benda á það sem betur mætti fara í málfari fjölmiðla. 3.9.2012 17:00
Ritstjóri Ekstra Bladet segist standa einn í forinni Poul Madsen aðalritstjóri Ekstra Bladet í Danmörku viðurkennir að blaðið hafi gert mistök í að birta upplýsingarnar um skattamál Helle Thorning Schmidt forsætisráðherra landsins. 3.9.2012 07:21
Sviku loforð um að frysta eignir Mubaraksfjölskyldunnar Bresk stjórnvöld hafa svikið loforð sín um að frysta eigur Mubarak fyrrum forseta Egyptalands og fjölskyldu hans í Bretlandi. 3.9.2012 07:16
Sun Myung Moon er látinn Sun Myung Moon leiðtogi Einingarkirkjunnar í Suður Kóreu er látinn 92 ára að aldri. Banamein hans var lungnabólga. 3.9.2012 07:13
Nýr sendifulltrúi í Sýrlandi segir verkefni sitt nær ómögulegt Lakhdar Brahimi hinn nýi sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi segir að verkefni sitt sé nánast ómögulegt. 3.9.2012 07:11
Grindhvölum bjargað af skoskri strönd Mikill fjöldi fólks fylgdist með björgun grindhvala við austurströnd Skotlands í gærdag. 3.9.2012 07:00
Handtóku þekktan ungverskan glæpaforingja á Spáni Spænska lögreglan segir að hún hafi handtekið hinn rúmlega fertuga Robert Magyar leiðtoga ungversku glæpasamtakanna Fekete Sereg eða Svarta hersins. 3.9.2012 06:53
Björguðu mönnum sem voru fastir í bíl í Laxá á Ásum Björgunarsveit Landsbjargar á Blönduósi var kölluð út í gær til koma mönnum til hjálpar sem höfðu fest bíl sinn út í Laxá á Ásum. 3.9.2012 06:51
Smærri lönd líka með Verkefnið Almannarómur, samstarf tæknirisans Google, Háskólans í Reykjavík (HR) og Máltækniseturs, var frumraun samstarfs sem gerir fólki á smáum málsvæðum kleift að nýta sér raddleit Google (e. Voice Search) í snjallsímum. Íslenska er meðal þrettán nýrra tungumála sem bætt var við raddleitina um miðjan ágúst. 3.9.2012 06:00
Aðstæðurnar góðar á Íslandi "Sjósport er vaxandi jaðaríþrótt á Íslandi," segir ofurhuginn Janis Kozlovskis sem hélt sér í flugdreka og stóð á brimbretti við Seltjarnarnes. 3.9.2012 06:00
Sáning á birkifræi hefur gefið góða raun Vegna góðs fræárs hjá birkitrjám biðla Hekluskógar til einstaklinga, skóla eða félagasamtaka um að safna birkifræi á höfuðborgarsvæðinu og víðar um sunnan- og vestanvert landið. Að sögn Hreins Óskarssonar, verkefnisstjóra Hekluskóga, hefur verið samið við Endurvinnsluna um að taka við fræinu síðustu vikuna í september. 3.9.2012 05:00
Sálgæslu barna verður að efla Aðeins í Reykjavík er bakvaktaþjónustu barnaverndarnefndar haldið úti allan sólarhringinn. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þjónustuna víða með öllu óviðunandi. Rætt er um sameiginlega bakvakt alls höfuðborgarsvæðisins. 3.9.2012 04:00
Gormlaga dýr fannst í sjónum Leiðangursmenn frá Hafrannsóknastofnun urðu margs vísari eftir að hafa nýtt neðansjávarmyndavélina á allt að 730 metra dýpi fyrr í sumar. Í leiðangrinum tókst meðal annars að mynda svokallaðan þyrnikóral í fyrsta skipti hér við land, segir Steinunn Hilma Ólafsdóttir leiðangursstjóri. 3.9.2012 02:00
Bæjarstjórinn biður undirmanni vægðar Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði, vill að starfsmaður sveitarfélagsins sem sendur var í leyfi vegna gríðarlegrar umframeyðslu bæjarsjóðs í tengslum við gerð sjónvarpsþátta fái að snúa aftur. 3.9.2012 01:00
Frábært hvað börn eru klár Eva María Jónsdóttir situr ekki aðgerðalaus þó hún hafi horfið af skjáum landsmanna og öldum ljósvakans um sinn. Fram undan er fyrsta verkefnið í tvö ár utan heimilis og það snýst um börn. Börn eru alltumlykjandi í lífi hennar núna, þar sem hún og sambýlismaður hennar eiga samtals sjö, á aldrinum tveggja til þrettán ára. Gunnþóra Gunnarsdóttir hitti samt á Evu Maríu eina heima. 2.9.2012 21:30
Íslendingar í fangelsi vegna innflutnings á e-töflum Tveir íslenskir karlmenn hafa verið dæmdir í fangelsi í Danmörku fyrir innflutning á 25 þúsund e-töflum. Þeir sátu í gæsluvarðhaldi síðasta hálfa árið. 2.9.2012 18:30
Sjö ráðherrar brotið jafnréttislög Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segist ekki hafa íhugað að segja af sér vegna brota hans á jafnréttislögum. Sjö ráðherrar hafa í gegnum tíðina gerst brotlegir við lögin vegna ráðningar karls í stað konu. 2.9.2012 18:45
Strætó keyrir út á land Strætó bs. stækkaði í dag þjónustusvæði sitt þegar akstur hófst til Stykkishólms, Búðardals, Hólmavíkur og Reykhóla. 2.9.2012 17:37
Það gerist varla krúttlegra - tvíburar slá í gegn á netinu Þessi ellefu mánaða gömlu tvíburar eru aðeins of krúttlegir. Myndskeið af þeim dansa við gítarspila föður síns tröllríður nú internetinu. Yfir sjö milljónir hafa horft á þá á tæplega mánuði. Sjón er sögu ríkari, eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. 2.9.2012 13:58