Fleiri fréttir Biskup Íslands segir upplýsingavef ekki áróðursvef Biskupsstofa opnar síðar í þessum mánuði sérstakan upplýsingavef vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar þar sem kjósendur taka afstöðu til þess hvort ákvæði um þjóðkirkju eigi að vera í stjórnarskrá Íslands. Biskup Íslands segir þetta ekki verða áróðursvef heldur til að auðvelda almenningi aðgang að upplýsingum. 2.9.2012 13:06 Ögmundur ætlar ekki að biðjast afsökunar Ögmundur Jónasson segist í góðri trú hafa ráðið karl í embætti sýslumanns á Húsavík þó niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sé að hann hafi brotið jafnréttislög. Þrátt fyrir harða gagnrýni sér Ögmundur ekki ástæðu til að biðjast afsökunar. 2.9.2012 12:09 Guðbjartur í Lundúnum: Ólympíumótið stórkostleg upplifun "Mér finnst skipta máli að sýna þessu áhuga ekki síður en hinum Ólympíuleikunum. Þetta eru að mínu mati stórkostlegri Ólympíuleikar- það er alveg makalaust að fylgjast með því hvað fólk getur," segir Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, sem er nú staddur í Lundúnum að fylgjast með Ólympíumóti fatlaðra. 2.9.2012 11:10 Draga ætti Bush og Blair fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn Draga ætti Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Brertlands, og George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag vegna innrásar Breta og Bandaríkjamanna í Írak. 2.9.2012 10:35 Engin mótmæli vegna Ísaks Vegna fellibylsins Ísaks urðu mótmælin sem skipulögð voru fyrir utan landsþing Repúblikanaflokksins í Tampa í Flórída aldrei að veruleika. Á landsþingi Demókrataflokksins í Charlotte sem hefst í þessari viku er hins vegar búist við miklum mótmælum. 2.9.2012 10:33 Bílsprengja í Damaskus Fimmtán létust þegar bílsprengja sprakk í nágrenni við palestínskar flóttamannabúðir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, seint í gærkvöldi. Nokkrir eru særðir eftir sprenginguna en hún olli miklum skemmdum á byggingum. Ríkisfréttastöð landsins segir vopnaða hryðjuverkamenn hafa verið að verki og vísar þar til andstæðinga Bashar Assad Sýrlandsforseta. 2.9.2012 10:29 Stúlka slegin í miðborginni Karlmaður var fluttur með höfuðáverka á slysadeild eftir slagsmál í miðborginni rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Ekki er vitað hversu alvarlegir áverkarnir eru á þessari stundu en lögregla hefur ekki haft hendur í hári árásarmannsins. 2.9.2012 09:30 20 þúsund á flugeldasýningu Um tuttugu þúsund gestir Ljósanætur í Reykjanesbæ fylgdust með flugeldasýningu í gærkvöldi sem markaði lok hátíðarinnar. 2.9.2012 09:28 Sóknargjöld verða hækkuð á ný Kirkjuþing samþykkti ályktun þar sem þess er krafist að sóknargjöld verði hækkuð að nýju. Í ályktuninni segir að leiðrétting sóknargjalda sé nauðsynleg og að sóknir landsins hafi tekið á sig skerðingu sem sé 25% umfram aðrar stofnanir sem heyra undir innanríkisráðuneytið. 2.9.2012 09:40 Spá útgáfuhrinu erótískra bóka Fimmtíu gráir skuggar er íslenskt heiti erótísku skáldsögunnar Fifty Shades of Grey kemur út í íslenskri þýðingu í næstu viku. Upplagið er þrefalt samkvæmt upplýsingum útgefanda bókarinnar, Forlagsins, sem verst fregna um nákvæmar upplagstölur. 1.9.2012 21:15 Ögmundur fyrir 8 árum: "Ráðherrar fari á skólabekk til að læra jafnréttislög" Formaður Jafnréttisráðs segir það meira en sérkennilegt að Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. Í nágrannalöndum hefði honum verið gert að segja af sér samdægurs. 1.9.2012 19:46 Fjórðungur kennara hefur ekki trú á skóla án aðgreiningar Fjórðungur íslenskra grunnskólakennara hefur ekki trú á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, en aðeins 42 prósent eru jákvæð gagnvart henni samkvæmt nýrri könnun meðal kennara. Þá telja 77 prósent kennara að álag í kennslu hafi aukist mjög mikið á undanförnum fimm árum. 1.9.2012 18:30 Erró heiðursborgari Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. 1.9.2012 17:05 Stríðsbrúðurin líklega komin í leitirnar Dóttir íslenskrar konu, sem hvarf sporlaust á sjötta áratugnum, segist ekki hafa vitað um þann hrylling sem móðir hennar gekk í gegnum í fyrra hjónabandi sínu. Svo virðist sem Ragna Esther Gavin sé komin í leitirnar eftir sextíu ár. 1.9.2012 20:10 Kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Eldur kom upp í bifreið í Mosfellsbæ eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu var bíllinn kyrrstæður þegar eldurinn kom upp. Eigandi hans var búinn að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Ekki er grunur um íkveikju. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni. Enginn slasaðist. 1.9.2012 14:34 Handtekin fjórum sinnum eftir að hafa hlustað á AC/DC Bandarísk kona var handtekin fjórum sinnum á rúmlega sólarhring eftir að mikill hávaði barst frá íbúð hennar í bænum Epping í New Hampshire á dögunum. Það var ekki vegna partýhalda sem lögreglan var kölluð á heimili hennar heldur var konan, sem heitir Joyce Coffey, að hlusta á lagið Highway To Hell með hljómsveitinni AC/DC í öll skiptin. Eftir þrjár heimsóknir handtók lögreglan hana en sleppti henni fljótlega. Stuttu síðar barst tilkynning um að nú væru lög með hljómsveitinni Guns N' Roses byrjuð að hljóma. Hún var svo handtekin eftir að frændi hennar reyndi að nálgast eigur sínar í íbúðinni en var laminn með pönnu í höfuðið. Hún var þá handtekin. Coffey ku hafa verið undir áhrifum áfengis. Dómari ráðlagði henni að nota heyrnatól næst þegar hún hlustaði á rokkið. Málið hennar verður tekið fyrir 15. október næstkomandi. 1.9.2012 14:17 Ráðist á heimasíðu Útlendingastofnunar "Við erum búin að kæra þetta til lögreglu og þetta er komið í ferli þar,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Ráðist var á heimasíðu stofnunarinnar í morgun en þetta er í annað skiptið á tæpri viku sem það gerist. 1.9.2012 13:46 Getnaðarvarnar- og hjartalyf í skolpi hér á landi Getnaðarvarnar- og hjartalyf eru á meðal efna sem mælast í skolpi á Íslandi, þetta sýnir ný norræn rannsókn. 1.9.2012 12:56 Mun ræða Clint Eastwood hjálpa Mitt Romney? Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér hvernig ræða leikstjórans Clint Eastwood, á flokksþingi Repúblikana á dögunum, falli í kramið hjá kjósendum. 1.9.2012 11:31 Ráðuneytið skoðar málið Verið er að fara yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála í innanríkisráðuneytinu, eftir að nefndin úrskurðaði að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um framhaldið. 1.9.2012 10:00 Hamraborgarhátíð í Kópavogi Fjölmargir hafa lagt leið sína á Hamraborgarhátíðina í Kópavogi í dag en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin. Hamraborginni hefur verið breytt í göngugötu þar sem m.a. er hægt að gera góð kaup á svokölluðum skottmarkaði þar sem bæjarbúar selja gömul föt og notaði muni beint úr skottinu á bílnum sínum. 1.9.2012 15:29 Harður árekstur strætisvagna Að minnsta kosti tuttugu og níu létust þegar tveir strætisvagnar skullu saman á þjóðvegi í norðausturhluta Nígeríu í gærkvöldi. Eldur kom upp í strætisvögnunum og brunnu margir farþeganna inni. Þjóðvegir í Nígeríu eru á meðal þeirra hættulegustu í heimi, samkvæmt alþjóðlegu heilbrigðisstofnuninni. Lögreglan rannsakar nú áreksturinn, en ekki hefur verið hægt að bera kennsl á alla þá látnu. 1.9.2012 14:38 Boðað til kirkjuþings vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskránna Ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá er umræðuefni aukakirkjuþings sem stendur yfir í dag. Til þingsins var boðað vegna komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um endurskoðun stjórnarskrárinnar. 1.9.2012 13:04 Vill fund vegna fjárframlaga til stjórnmálaflokka Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur óskað eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fái ríkisendurskoðenda á fund sinn hið fyrsta til að ræða fjárframlög fyrirtækja sem telja má tengda aðila til stjórnmálaflokka. 1.9.2012 12:24 Vöffluilmur eftir undirskrift kjarasamnings Vöffluilminn lagði frá Karphúsinu í gærkvöldi, venju samkvæmt, eftir að skrifað var undir kjarasamning milli Framsýnar- stéttarfélags og Landssambands smábátaeigenda vegna sjómanna á smábátum að 15 brúttótonnum. 1.9.2012 10:33 Henti glerflösku í gegnum rúðu á skemmtistað Dyraverðir á skemmtistað í miðborginni óskuðu eftir aðstoð lögreglu um eittleytið í nótt eftir að maður henti glerflösku í gegnum rúðu á staðnum. Þeim tókst að halda honum þar til aðstoðin barst en maðurinn var mjög æstur og streittist á móti handtöku þegar lögreglu bar að garði. Hann gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður í dag. 1.9.2012 09:29 Ætlaði að ná fram hefndum - ruddist inn í vitlausa íbúð Maður á fimmtugsaldri ruddist inn í íbúð á Akureyri um þrjúleytið í nótt og hafði þaðan á brott með sér tölvu. Húsráðanda var verulega brugðið og kallaði til lögreglu sem hafði upp á hinum seka og endurheimti þýfið. Svo virðist sem maðurinn hafi ætlað að jafna sakir við annan mann með athæfinu en fór inn í ranga íbúð. Hann var undir áhrifum áfengis en málið telst nú upplýst. 1.9.2012 09:26 Biluð dæla brýtur á höfundarrétti Rúríar "Enginn listamaður er sáttur við að verk hans séu sýnd í öðru en sínu rétta formi enda kveða lög á um að sé listaverk haft til sýnis í skemmdu eða biluðu ástandi, sé það brot á sæmdarrétti,“ segir myndlistarkonan Rúrí. 1.9.2012 09:00 Barði í lögreglubifreið og lýsti vanþóknun sinni á störfum lögreglu Mjög ölvaður karlmaður barði í lögreglubifreið og var með óspektir og alls kyns fúkyrði gagnvart lögreglu um fimmleytið í morgun. Honum var skellt í járn en maðurinn hélt áfram að lýsa vanþóknun sinni á störfum lögreglu, sem fann á honum fíkniefni við leit. 1.9.2012 09:45 Lenti í "venjulegum útistöðum" Maður var sleginn um í úthverfi Reykjavíkur um þrjúleytið og var árásarmaðurinn handtekinn en sá hafði einnig brotið rúðu í fyrirtæki skammt frá. Við yfirheyrslur bar hann því við að hafa lent í "venjulegum útistöðum" en hann fær að útskýra mál sitt frekar fyrir lögreglu þegar af honum rennur. 1.9.2012 09:32 Kirkjuþing hófst í morgun Auka-kirkjuþing hófst með helgistund klukkan níu í morgun. Þá tók við umræða um þjóðaratkvæðagreiðslu um endurskoðun stjórnarskrárinnar og ákvæðis um þjóðkirkjuna. Reglulegt kirkjuþing fer fram í nóvember en til þessa þings var sérstaklega boðað vegna atkvæðagreiðslunnar. Á dagskrá þingsins er einnig tillaga til þingsályktunar um hækkun sóknargjalda. Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki í dag. 1.9.2012 09:24 Hyggjast selja þyrluna hérlendis Matthias Vogt, þyrlueigandi og flugmaður, ætlar að selja fisþyrlu sína hérlendis. Hann flaug henni ásamt Markusi Nescher, félaga sínum, hingað til lands í lok júlí og hafa þeir ferðast um landið síðan. 1.9.2012 08:00 Sífellt fleiri í karlaklippingu Í fyrra gekkst 581 undir ófrjósemisaðgerð hér á landi, 424 karlar og 157 konur, samkvæmt samantekt embættis Landlæknis. Það eru heldur færri aðgerðir en 2010, en nokkuð fleiri en 2004 til 2009. 1.9.2012 07:30 ÍLS vill auðvelda gjaldfellingu Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS), segir allt of marga lánþega sjóðsins hafa danglað í lánafrystingu í upp undir þrjú ár án þess að gera nokkuð í sínum málum. Ef menn ekki leiti til umboðsmanns skuldara þurfi að einfalda og stytta ferlið til gjaldfellingar lána. 1.9.2012 07:30 Foreldrar fá að ráða hvort barnið sé busað Foreldrar nýnema við Menntaskólann í Reykjavík (MR) verða að samþykkja bréflega að barn þeirra sé tollerað í busaviku skólans. 1.9.2012 07:00 Sjómælingabátur við eftirlit Eftirlits- og sjómælingabáturinn Baldur hefur í sumar verið notaður við sameiginlegt fiskveiðieftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu. Eftirlitinu er þannig háttað að eftirlitsmenn Fiskistofu fara um borð í bátana, fara yfir veiðarfæri, afla, lögskráningu, samsetningu afla og afladagbækur. Hjá grásleppubátum er einnig kannaður netafjöldi, sem má vera 100 net á hvern lögskráðan skipverja um borð. 1.9.2012 06:30 Fyllingin norðan Hörpu fjarlægð Enn standa yfir framkvæmdir á lóð Hörpu, tónlistarhússins við höfnina í Reykjavík. 1.9.2012 06:00 Skipt um áhöfn á sex herþotum Flugsveit portúgalska flughersins hefur nú í tvær vikur annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Um helgina verður skipt um áhöfn Portúgala hér á landi en verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. 1.9.2012 05:30 Sumarið skilaði 11.500 tonnum Búið er að frysta um 11.500 tonn af afurðum í uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði frá því í sumarbyrjun. Uppistaðan, eða 8.700 tonn, er makríll. Nú í vikunni brá svo við í fyrsta skipti að gera varð hlé á vinnslunni vegna hráefnisskorts, en fyrstu haustbrælunum er um að kenna, segir í frétt á heimasíðu fyrirtækisins. 1.9.2012 04:30 Ekkert mark tekið á Berezovskíj í London "Mér þykir fyrir því að segja það en niðurstaða greiningar minnar á trúverðugleika herra Berezovskíjs er að hann myndi segja nánast hvað sem er til að styðja mál sitt,“ sagði Elizabeth Gloster, dómari í London, þegar hún kvað upp dóm í deilumáli tveggja rússneskra auðkýfinga. 1.9.2012 01:00 25 milljónir manna án atvinnu Atvinnuleysi eykst lítillega í ríkjum Evrópusambandsins, samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Evrópusambandsins. Rúmlega 25 milljónir manna voru án atvinnu í júlí. 1.9.2012 00:00 Sjá næstu 50 fréttir
Biskup Íslands segir upplýsingavef ekki áróðursvef Biskupsstofa opnar síðar í þessum mánuði sérstakan upplýsingavef vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar þar sem kjósendur taka afstöðu til þess hvort ákvæði um þjóðkirkju eigi að vera í stjórnarskrá Íslands. Biskup Íslands segir þetta ekki verða áróðursvef heldur til að auðvelda almenningi aðgang að upplýsingum. 2.9.2012 13:06
Ögmundur ætlar ekki að biðjast afsökunar Ögmundur Jónasson segist í góðri trú hafa ráðið karl í embætti sýslumanns á Húsavík þó niðurstaða kærunefndar jafnréttismála sé að hann hafi brotið jafnréttislög. Þrátt fyrir harða gagnrýni sér Ögmundur ekki ástæðu til að biðjast afsökunar. 2.9.2012 12:09
Guðbjartur í Lundúnum: Ólympíumótið stórkostleg upplifun "Mér finnst skipta máli að sýna þessu áhuga ekki síður en hinum Ólympíuleikunum. Þetta eru að mínu mati stórkostlegri Ólympíuleikar- það er alveg makalaust að fylgjast með því hvað fólk getur," segir Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, sem er nú staddur í Lundúnum að fylgjast með Ólympíumóti fatlaðra. 2.9.2012 11:10
Draga ætti Bush og Blair fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn Draga ætti Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Brertlands, og George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag vegna innrásar Breta og Bandaríkjamanna í Írak. 2.9.2012 10:35
Engin mótmæli vegna Ísaks Vegna fellibylsins Ísaks urðu mótmælin sem skipulögð voru fyrir utan landsþing Repúblikanaflokksins í Tampa í Flórída aldrei að veruleika. Á landsþingi Demókrataflokksins í Charlotte sem hefst í þessari viku er hins vegar búist við miklum mótmælum. 2.9.2012 10:33
Bílsprengja í Damaskus Fimmtán létust þegar bílsprengja sprakk í nágrenni við palestínskar flóttamannabúðir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, seint í gærkvöldi. Nokkrir eru særðir eftir sprenginguna en hún olli miklum skemmdum á byggingum. Ríkisfréttastöð landsins segir vopnaða hryðjuverkamenn hafa verið að verki og vísar þar til andstæðinga Bashar Assad Sýrlandsforseta. 2.9.2012 10:29
Stúlka slegin í miðborginni Karlmaður var fluttur með höfuðáverka á slysadeild eftir slagsmál í miðborginni rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Ekki er vitað hversu alvarlegir áverkarnir eru á þessari stundu en lögregla hefur ekki haft hendur í hári árásarmannsins. 2.9.2012 09:30
20 þúsund á flugeldasýningu Um tuttugu þúsund gestir Ljósanætur í Reykjanesbæ fylgdust með flugeldasýningu í gærkvöldi sem markaði lok hátíðarinnar. 2.9.2012 09:28
Sóknargjöld verða hækkuð á ný Kirkjuþing samþykkti ályktun þar sem þess er krafist að sóknargjöld verði hækkuð að nýju. Í ályktuninni segir að leiðrétting sóknargjalda sé nauðsynleg og að sóknir landsins hafi tekið á sig skerðingu sem sé 25% umfram aðrar stofnanir sem heyra undir innanríkisráðuneytið. 2.9.2012 09:40
Spá útgáfuhrinu erótískra bóka Fimmtíu gráir skuggar er íslenskt heiti erótísku skáldsögunnar Fifty Shades of Grey kemur út í íslenskri þýðingu í næstu viku. Upplagið er þrefalt samkvæmt upplýsingum útgefanda bókarinnar, Forlagsins, sem verst fregna um nákvæmar upplagstölur. 1.9.2012 21:15
Ögmundur fyrir 8 árum: "Ráðherrar fari á skólabekk til að læra jafnréttislög" Formaður Jafnréttisráðs segir það meira en sérkennilegt að Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. Í nágrannalöndum hefði honum verið gert að segja af sér samdægurs. 1.9.2012 19:46
Fjórðungur kennara hefur ekki trú á skóla án aðgreiningar Fjórðungur íslenskra grunnskólakennara hefur ekki trú á hugmyndafræði skóla án aðgreiningar, en aðeins 42 prósent eru jákvæð gagnvart henni samkvæmt nýrri könnun meðal kennara. Þá telja 77 prósent kennara að álag í kennslu hafi aukist mjög mikið á undanförnum fimm árum. 1.9.2012 18:30
Erró heiðursborgari Reykjavíkur Borgarráð samþykkti á fundi sínum, fimmtudaginn 30. ágúst, að gera listamanninn Erróað heiðursborgara Reykjavíkur. Jón Gnarr borgarstjóri tilkynnti þetta við hátíðlega athöfn við opnun sýningar á verkum listamannsins í Listasafni Reykjavíkur í dag. 1.9.2012 17:05
Stríðsbrúðurin líklega komin í leitirnar Dóttir íslenskrar konu, sem hvarf sporlaust á sjötta áratugnum, segist ekki hafa vitað um þann hrylling sem móðir hennar gekk í gegnum í fyrra hjónabandi sínu. Svo virðist sem Ragna Esther Gavin sé komin í leitirnar eftir sextíu ár. 1.9.2012 20:10
Kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Eldur kom upp í bifreið í Mosfellsbæ eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu var bíllinn kyrrstæður þegar eldurinn kom upp. Eigandi hans var búinn að slökkva eldinn þegar slökkvilið kom á vettvang. Ekki er grunur um íkveikju. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni. Enginn slasaðist. 1.9.2012 14:34
Handtekin fjórum sinnum eftir að hafa hlustað á AC/DC Bandarísk kona var handtekin fjórum sinnum á rúmlega sólarhring eftir að mikill hávaði barst frá íbúð hennar í bænum Epping í New Hampshire á dögunum. Það var ekki vegna partýhalda sem lögreglan var kölluð á heimili hennar heldur var konan, sem heitir Joyce Coffey, að hlusta á lagið Highway To Hell með hljómsveitinni AC/DC í öll skiptin. Eftir þrjár heimsóknir handtók lögreglan hana en sleppti henni fljótlega. Stuttu síðar barst tilkynning um að nú væru lög með hljómsveitinni Guns N' Roses byrjuð að hljóma. Hún var svo handtekin eftir að frændi hennar reyndi að nálgast eigur sínar í íbúðinni en var laminn með pönnu í höfuðið. Hún var þá handtekin. Coffey ku hafa verið undir áhrifum áfengis. Dómari ráðlagði henni að nota heyrnatól næst þegar hún hlustaði á rokkið. Málið hennar verður tekið fyrir 15. október næstkomandi. 1.9.2012 14:17
Ráðist á heimasíðu Útlendingastofnunar "Við erum búin að kæra þetta til lögreglu og þetta er komið í ferli þar,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Ráðist var á heimasíðu stofnunarinnar í morgun en þetta er í annað skiptið á tæpri viku sem það gerist. 1.9.2012 13:46
Getnaðarvarnar- og hjartalyf í skolpi hér á landi Getnaðarvarnar- og hjartalyf eru á meðal efna sem mælast í skolpi á Íslandi, þetta sýnir ný norræn rannsókn. 1.9.2012 12:56
Mun ræða Clint Eastwood hjálpa Mitt Romney? Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér hvernig ræða leikstjórans Clint Eastwood, á flokksþingi Repúblikana á dögunum, falli í kramið hjá kjósendum. 1.9.2012 11:31
Ráðuneytið skoðar málið Verið er að fara yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála í innanríkisráðuneytinu, eftir að nefndin úrskurðaði að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um framhaldið. 1.9.2012 10:00
Hamraborgarhátíð í Kópavogi Fjölmargir hafa lagt leið sína á Hamraborgarhátíðina í Kópavogi í dag en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin. Hamraborginni hefur verið breytt í göngugötu þar sem m.a. er hægt að gera góð kaup á svokölluðum skottmarkaði þar sem bæjarbúar selja gömul föt og notaði muni beint úr skottinu á bílnum sínum. 1.9.2012 15:29
Harður árekstur strætisvagna Að minnsta kosti tuttugu og níu létust þegar tveir strætisvagnar skullu saman á þjóðvegi í norðausturhluta Nígeríu í gærkvöldi. Eldur kom upp í strætisvögnunum og brunnu margir farþeganna inni. Þjóðvegir í Nígeríu eru á meðal þeirra hættulegustu í heimi, samkvæmt alþjóðlegu heilbrigðisstofnuninni. Lögreglan rannsakar nú áreksturinn, en ekki hefur verið hægt að bera kennsl á alla þá látnu. 1.9.2012 14:38
Boðað til kirkjuþings vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskránna Ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá er umræðuefni aukakirkjuþings sem stendur yfir í dag. Til þingsins var boðað vegna komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um endurskoðun stjórnarskrárinnar. 1.9.2012 13:04
Vill fund vegna fjárframlaga til stjórnmálaflokka Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur óskað eftir því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fái ríkisendurskoðenda á fund sinn hið fyrsta til að ræða fjárframlög fyrirtækja sem telja má tengda aðila til stjórnmálaflokka. 1.9.2012 12:24
Vöffluilmur eftir undirskrift kjarasamnings Vöffluilminn lagði frá Karphúsinu í gærkvöldi, venju samkvæmt, eftir að skrifað var undir kjarasamning milli Framsýnar- stéttarfélags og Landssambands smábátaeigenda vegna sjómanna á smábátum að 15 brúttótonnum. 1.9.2012 10:33
Henti glerflösku í gegnum rúðu á skemmtistað Dyraverðir á skemmtistað í miðborginni óskuðu eftir aðstoð lögreglu um eittleytið í nótt eftir að maður henti glerflösku í gegnum rúðu á staðnum. Þeim tókst að halda honum þar til aðstoðin barst en maðurinn var mjög æstur og streittist á móti handtöku þegar lögreglu bar að garði. Hann gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður í dag. 1.9.2012 09:29
Ætlaði að ná fram hefndum - ruddist inn í vitlausa íbúð Maður á fimmtugsaldri ruddist inn í íbúð á Akureyri um þrjúleytið í nótt og hafði þaðan á brott með sér tölvu. Húsráðanda var verulega brugðið og kallaði til lögreglu sem hafði upp á hinum seka og endurheimti þýfið. Svo virðist sem maðurinn hafi ætlað að jafna sakir við annan mann með athæfinu en fór inn í ranga íbúð. Hann var undir áhrifum áfengis en málið telst nú upplýst. 1.9.2012 09:26
Biluð dæla brýtur á höfundarrétti Rúríar "Enginn listamaður er sáttur við að verk hans séu sýnd í öðru en sínu rétta formi enda kveða lög á um að sé listaverk haft til sýnis í skemmdu eða biluðu ástandi, sé það brot á sæmdarrétti,“ segir myndlistarkonan Rúrí. 1.9.2012 09:00
Barði í lögreglubifreið og lýsti vanþóknun sinni á störfum lögreglu Mjög ölvaður karlmaður barði í lögreglubifreið og var með óspektir og alls kyns fúkyrði gagnvart lögreglu um fimmleytið í morgun. Honum var skellt í járn en maðurinn hélt áfram að lýsa vanþóknun sinni á störfum lögreglu, sem fann á honum fíkniefni við leit. 1.9.2012 09:45
Lenti í "venjulegum útistöðum" Maður var sleginn um í úthverfi Reykjavíkur um þrjúleytið og var árásarmaðurinn handtekinn en sá hafði einnig brotið rúðu í fyrirtæki skammt frá. Við yfirheyrslur bar hann því við að hafa lent í "venjulegum útistöðum" en hann fær að útskýra mál sitt frekar fyrir lögreglu þegar af honum rennur. 1.9.2012 09:32
Kirkjuþing hófst í morgun Auka-kirkjuþing hófst með helgistund klukkan níu í morgun. Þá tók við umræða um þjóðaratkvæðagreiðslu um endurskoðun stjórnarskrárinnar og ákvæðis um þjóðkirkjuna. Reglulegt kirkjuþing fer fram í nóvember en til þessa þings var sérstaklega boðað vegna atkvæðagreiðslunnar. Á dagskrá þingsins er einnig tillaga til þingsályktunar um hækkun sóknargjalda. Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki í dag. 1.9.2012 09:24
Hyggjast selja þyrluna hérlendis Matthias Vogt, þyrlueigandi og flugmaður, ætlar að selja fisþyrlu sína hérlendis. Hann flaug henni ásamt Markusi Nescher, félaga sínum, hingað til lands í lok júlí og hafa þeir ferðast um landið síðan. 1.9.2012 08:00
Sífellt fleiri í karlaklippingu Í fyrra gekkst 581 undir ófrjósemisaðgerð hér á landi, 424 karlar og 157 konur, samkvæmt samantekt embættis Landlæknis. Það eru heldur færri aðgerðir en 2010, en nokkuð fleiri en 2004 til 2009. 1.9.2012 07:30
ÍLS vill auðvelda gjaldfellingu Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS), segir allt of marga lánþega sjóðsins hafa danglað í lánafrystingu í upp undir þrjú ár án þess að gera nokkuð í sínum málum. Ef menn ekki leiti til umboðsmanns skuldara þurfi að einfalda og stytta ferlið til gjaldfellingar lána. 1.9.2012 07:30
Foreldrar fá að ráða hvort barnið sé busað Foreldrar nýnema við Menntaskólann í Reykjavík (MR) verða að samþykkja bréflega að barn þeirra sé tollerað í busaviku skólans. 1.9.2012 07:00
Sjómælingabátur við eftirlit Eftirlits- og sjómælingabáturinn Baldur hefur í sumar verið notaður við sameiginlegt fiskveiðieftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu. Eftirlitinu er þannig háttað að eftirlitsmenn Fiskistofu fara um borð í bátana, fara yfir veiðarfæri, afla, lögskráningu, samsetningu afla og afladagbækur. Hjá grásleppubátum er einnig kannaður netafjöldi, sem má vera 100 net á hvern lögskráðan skipverja um borð. 1.9.2012 06:30
Fyllingin norðan Hörpu fjarlægð Enn standa yfir framkvæmdir á lóð Hörpu, tónlistarhússins við höfnina í Reykjavík. 1.9.2012 06:00
Skipt um áhöfn á sex herþotum Flugsveit portúgalska flughersins hefur nú í tvær vikur annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Um helgina verður skipt um áhöfn Portúgala hér á landi en verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. 1.9.2012 05:30
Sumarið skilaði 11.500 tonnum Búið er að frysta um 11.500 tonn af afurðum í uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði frá því í sumarbyrjun. Uppistaðan, eða 8.700 tonn, er makríll. Nú í vikunni brá svo við í fyrsta skipti að gera varð hlé á vinnslunni vegna hráefnisskorts, en fyrstu haustbrælunum er um að kenna, segir í frétt á heimasíðu fyrirtækisins. 1.9.2012 04:30
Ekkert mark tekið á Berezovskíj í London "Mér þykir fyrir því að segja það en niðurstaða greiningar minnar á trúverðugleika herra Berezovskíjs er að hann myndi segja nánast hvað sem er til að styðja mál sitt,“ sagði Elizabeth Gloster, dómari í London, þegar hún kvað upp dóm í deilumáli tveggja rússneskra auðkýfinga. 1.9.2012 01:00
25 milljónir manna án atvinnu Atvinnuleysi eykst lítillega í ríkjum Evrópusambandsins, samkvæmt nýjum tölum frá hagstofu Evrópusambandsins. Rúmlega 25 milljónir manna voru án atvinnu í júlí. 1.9.2012 00:00