Sálgæslu barna verður að efla 3. september 2012 04:00 Bragi telur að reynsla tilraunaverkefnis vegna heimilisofbeldis hafi sannað að sértæk sálgæsla fyrir börn í þessum kringumstæðum verði að halda áfram. Í raun segir hann það fráleitt að slík þjónusta hafi ekki verið komin til fyrir löngu.fréttablaðið/valli Aðeins í Reykjavík er bakvaktaþjónustu barnaverndarnefndar haldið úti allan sólarhringinn. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þjónustuna víða með öllu óviðunandi. Rætt er um sameiginlega bakvakt alls höfuðborgarsvæðisins. Bakvaktaþjónusta barnaverndarnefnda sveitarfélaganna er víða með öllu óviðunandi. Aðeins í Reykjavík er haldið uppi sólarhringsþjónustu. Tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis á vegum Barnaverndarstofu (BVS) lýkur um áramótin. Sálgæslu barna sem verða vitni að heimilisofbeldi, eða eru beitt ofbeldi, verður að sinna með sértækum hætti. Rætt er um sameiginlega bakvaktaþjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra BVS, í viðtali við Fréttablaðið, en tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis á vegum stofnunarinnar lýkur um áramótin að óbreyttu. Verkefnið átti að leiða fram hvort ekki væri þörf á sértækri þjónustu, þar sem börnum yrði veitt áfallahjálp á staðnum og í beinu framhaldi frekari meðferð og stuðningur. Bragi segir að farið hafi verið í verkefnið á skjön við hefðbundna verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í barnaverndarmálum. Meginreglan er sú að barnaverndarnefndir sveitarfélaganna eigi að sinna útköllum utan dagvinnutíma, ef börn eru í hættu eða búa við óviðunandi skilyrði á einhvern hátt. "Vandamálið hefur hins vegar verið að bakvaktaþjónustunni vítt og breitt um landið er ábótavant. Það er í raun aðeins eitt sveitarfélag sem hefur haldið uppi fullri sólarhringsþjónustu, og það er Reykjavík. Sums staðar er þetta algjörlega óviðunandi, jafnvel í fjölmenninu hér á höfuðborgarsvæðinu," segir Bragi. Rætt um sameinaða bakvaktBragi telur að tilraunaverkefnið hafi þegar sannað að þessi þjónusta verði að vera til staðar. Hins vegar liggi ekki fyrir hvort Barnaverndarstofa haldi áfram á sömu braut, því eins komi til greina að barnaverndarnefndir sveitarfélaganna taki við keflinu. "Ég veit til þess að rætt er um að sameina alla bakvaktaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Að mínu viti ætti það reyndar að vera komið á koppinn fyrir löngu. Ef það tekst þá er ekki þörf á því að Barnaverndarstofa haldi verkefninu áfram," segir Bragi. "En áfallastuðningur fyrir þessi börn mun halda áfram, hvernig sem það verður útfært. Það þori ég að fullyrða. Ég á mér þann draum að Barnahús annist eftirfylgdina með þessum börnum en bráðahjálpin verði á vettvangi sveitarfélaganna." Þurftarfrekir á athygliHefðbundin íhlutun barnaverndarnefnda vegna heimilisofbeldis er fólgin í því að einn starfsmaður frá barnaverndinni kemur inn á heimilið, ásamt lögreglu; reynir að sætta deiluaðila og sinna málinu að öðru leyti. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt, bæði hér og erlendis, að foreldrar sem í hlut eiga eru svo þurftarfrekir á athygli að börnin verða útundan. Í því kristallast tilraunaverkefnið sem Barnaverndarstofa hefur haldið úti í tæpt ár; eða að börnin fá sérstaka athygli. "Starfsmanni okkar [Rögnu Björgu Guðbrandsdóttur, félagsráðgjafi] var fyrst og síðast ætlað að meta líðan barnsins, fá fram upplifun þess og sjónarmið. Ef sveitarfélögin taka þetta yfir þá verður að tryggja að það verði nægur mannafli; sérfróður mannafli sem getur veitt barninu það sem það þarf." ForvarnargildiðSpurningunni um hvort þjónusta sem þessi sé mjög fjárfrek svarar Bragi neitandi. "Mér finnst að í hlutfalli við mikilvægi þjónustunnar þá sé vart um hann talandi. Við hljótum að hafa svigrúm fyrir þessa þjónustu. Eins má færa rök fyrir því að sú aðstoð sem þarna kemur til strax í byrjun, komi til með að spara einstaklingnum og samfélaginu í heild mikil fjárútlát þegar til lengri tíma er litið. Þetta verkefni hefur gífurlegt forvarnargildi," segir Bragi. "Ég vil því ítreka að þessi þjónusta verður áfram í boði, en eftir á að koma í ljós hvernig það verður útfært." FramtíðarsýnBragi segir að þrátt fyrir að höfuðborgarsvæðið sé títtnefnt í þessu samhengi sé hans draumur að hægt sé að bjóða sértæka sálgæslu fyrir börn um allt land. Það sé hins vegar flókið, enda þekkt að innviðir sveitarfélaganna eru ólíkir. "Hins vegar, í ljósi óhugnaðarins sem þessi börn upplifa, er það fráleitt að þetta skuli ekki hafa verið í viðunandi horfi í gegnum árin. Það dettur engum annað í hug en að hjálpa barni sem hefur verið beitt líkamlegu ofbeldi. Hvers vegna ættum við ekki að tryggja bráðaþjónustu til barna sem er limlest á sálinni? Málið snýst einfaldlega um geðheilsu þessara barna og framtíð þeirra alla." Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Aðeins í Reykjavík er bakvaktaþjónustu barnaverndarnefndar haldið úti allan sólarhringinn. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þjónustuna víða með öllu óviðunandi. Rætt er um sameiginlega bakvakt alls höfuðborgarsvæðisins. Bakvaktaþjónusta barnaverndarnefnda sveitarfélaganna er víða með öllu óviðunandi. Aðeins í Reykjavík er haldið uppi sólarhringsþjónustu. Tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis á vegum Barnaverndarstofu (BVS) lýkur um áramótin. Sálgæslu barna sem verða vitni að heimilisofbeldi, eða eru beitt ofbeldi, verður að sinna með sértækum hætti. Rætt er um sameiginlega bakvaktaþjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra BVS, í viðtali við Fréttablaðið, en tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis á vegum stofnunarinnar lýkur um áramótin að óbreyttu. Verkefnið átti að leiða fram hvort ekki væri þörf á sértækri þjónustu, þar sem börnum yrði veitt áfallahjálp á staðnum og í beinu framhaldi frekari meðferð og stuðningur. Bragi segir að farið hafi verið í verkefnið á skjön við hefðbundna verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í barnaverndarmálum. Meginreglan er sú að barnaverndarnefndir sveitarfélaganna eigi að sinna útköllum utan dagvinnutíma, ef börn eru í hættu eða búa við óviðunandi skilyrði á einhvern hátt. "Vandamálið hefur hins vegar verið að bakvaktaþjónustunni vítt og breitt um landið er ábótavant. Það er í raun aðeins eitt sveitarfélag sem hefur haldið uppi fullri sólarhringsþjónustu, og það er Reykjavík. Sums staðar er þetta algjörlega óviðunandi, jafnvel í fjölmenninu hér á höfuðborgarsvæðinu," segir Bragi. Rætt um sameinaða bakvaktBragi telur að tilraunaverkefnið hafi þegar sannað að þessi þjónusta verði að vera til staðar. Hins vegar liggi ekki fyrir hvort Barnaverndarstofa haldi áfram á sömu braut, því eins komi til greina að barnaverndarnefndir sveitarfélaganna taki við keflinu. "Ég veit til þess að rætt er um að sameina alla bakvaktaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Að mínu viti ætti það reyndar að vera komið á koppinn fyrir löngu. Ef það tekst þá er ekki þörf á því að Barnaverndarstofa haldi verkefninu áfram," segir Bragi. "En áfallastuðningur fyrir þessi börn mun halda áfram, hvernig sem það verður útfært. Það þori ég að fullyrða. Ég á mér þann draum að Barnahús annist eftirfylgdina með þessum börnum en bráðahjálpin verði á vettvangi sveitarfélaganna." Þurftarfrekir á athygliHefðbundin íhlutun barnaverndarnefnda vegna heimilisofbeldis er fólgin í því að einn starfsmaður frá barnaverndinni kemur inn á heimilið, ásamt lögreglu; reynir að sætta deiluaðila og sinna málinu að öðru leyti. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt, bæði hér og erlendis, að foreldrar sem í hlut eiga eru svo þurftarfrekir á athygli að börnin verða útundan. Í því kristallast tilraunaverkefnið sem Barnaverndarstofa hefur haldið úti í tæpt ár; eða að börnin fá sérstaka athygli. "Starfsmanni okkar [Rögnu Björgu Guðbrandsdóttur, félagsráðgjafi] var fyrst og síðast ætlað að meta líðan barnsins, fá fram upplifun þess og sjónarmið. Ef sveitarfélögin taka þetta yfir þá verður að tryggja að það verði nægur mannafli; sérfróður mannafli sem getur veitt barninu það sem það þarf." ForvarnargildiðSpurningunni um hvort þjónusta sem þessi sé mjög fjárfrek svarar Bragi neitandi. "Mér finnst að í hlutfalli við mikilvægi þjónustunnar þá sé vart um hann talandi. Við hljótum að hafa svigrúm fyrir þessa þjónustu. Eins má færa rök fyrir því að sú aðstoð sem þarna kemur til strax í byrjun, komi til með að spara einstaklingnum og samfélaginu í heild mikil fjárútlát þegar til lengri tíma er litið. Þetta verkefni hefur gífurlegt forvarnargildi," segir Bragi. "Ég vil því ítreka að þessi þjónusta verður áfram í boði, en eftir á að koma í ljós hvernig það verður útfært." FramtíðarsýnBragi segir að þrátt fyrir að höfuðborgarsvæðið sé títtnefnt í þessu samhengi sé hans draumur að hægt sé að bjóða sértæka sálgæslu fyrir börn um allt land. Það sé hins vegar flókið, enda þekkt að innviðir sveitarfélaganna eru ólíkir. "Hins vegar, í ljósi óhugnaðarins sem þessi börn upplifa, er það fráleitt að þetta skuli ekki hafa verið í viðunandi horfi í gegnum árin. Það dettur engum annað í hug en að hjálpa barni sem hefur verið beitt líkamlegu ofbeldi. Hvers vegna ættum við ekki að tryggja bráðaþjónustu til barna sem er limlest á sálinni? Málið snýst einfaldlega um geðheilsu þessara barna og framtíð þeirra alla."
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira