Sálgæslu barna verður að efla 3. september 2012 04:00 Bragi telur að reynsla tilraunaverkefnis vegna heimilisofbeldis hafi sannað að sértæk sálgæsla fyrir börn í þessum kringumstæðum verði að halda áfram. Í raun segir hann það fráleitt að slík þjónusta hafi ekki verið komin til fyrir löngu.fréttablaðið/valli Aðeins í Reykjavík er bakvaktaþjónustu barnaverndarnefndar haldið úti allan sólarhringinn. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þjónustuna víða með öllu óviðunandi. Rætt er um sameiginlega bakvakt alls höfuðborgarsvæðisins. Bakvaktaþjónusta barnaverndarnefnda sveitarfélaganna er víða með öllu óviðunandi. Aðeins í Reykjavík er haldið uppi sólarhringsþjónustu. Tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis á vegum Barnaverndarstofu (BVS) lýkur um áramótin. Sálgæslu barna sem verða vitni að heimilisofbeldi, eða eru beitt ofbeldi, verður að sinna með sértækum hætti. Rætt er um sameiginlega bakvaktaþjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra BVS, í viðtali við Fréttablaðið, en tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis á vegum stofnunarinnar lýkur um áramótin að óbreyttu. Verkefnið átti að leiða fram hvort ekki væri þörf á sértækri þjónustu, þar sem börnum yrði veitt áfallahjálp á staðnum og í beinu framhaldi frekari meðferð og stuðningur. Bragi segir að farið hafi verið í verkefnið á skjön við hefðbundna verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í barnaverndarmálum. Meginreglan er sú að barnaverndarnefndir sveitarfélaganna eigi að sinna útköllum utan dagvinnutíma, ef börn eru í hættu eða búa við óviðunandi skilyrði á einhvern hátt. "Vandamálið hefur hins vegar verið að bakvaktaþjónustunni vítt og breitt um landið er ábótavant. Það er í raun aðeins eitt sveitarfélag sem hefur haldið uppi fullri sólarhringsþjónustu, og það er Reykjavík. Sums staðar er þetta algjörlega óviðunandi, jafnvel í fjölmenninu hér á höfuðborgarsvæðinu," segir Bragi. Rætt um sameinaða bakvaktBragi telur að tilraunaverkefnið hafi þegar sannað að þessi þjónusta verði að vera til staðar. Hins vegar liggi ekki fyrir hvort Barnaverndarstofa haldi áfram á sömu braut, því eins komi til greina að barnaverndarnefndir sveitarfélaganna taki við keflinu. "Ég veit til þess að rætt er um að sameina alla bakvaktaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Að mínu viti ætti það reyndar að vera komið á koppinn fyrir löngu. Ef það tekst þá er ekki þörf á því að Barnaverndarstofa haldi verkefninu áfram," segir Bragi. "En áfallastuðningur fyrir þessi börn mun halda áfram, hvernig sem það verður útfært. Það þori ég að fullyrða. Ég á mér þann draum að Barnahús annist eftirfylgdina með þessum börnum en bráðahjálpin verði á vettvangi sveitarfélaganna." Þurftarfrekir á athygliHefðbundin íhlutun barnaverndarnefnda vegna heimilisofbeldis er fólgin í því að einn starfsmaður frá barnaverndinni kemur inn á heimilið, ásamt lögreglu; reynir að sætta deiluaðila og sinna málinu að öðru leyti. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt, bæði hér og erlendis, að foreldrar sem í hlut eiga eru svo þurftarfrekir á athygli að börnin verða útundan. Í því kristallast tilraunaverkefnið sem Barnaverndarstofa hefur haldið úti í tæpt ár; eða að börnin fá sérstaka athygli. "Starfsmanni okkar [Rögnu Björgu Guðbrandsdóttur, félagsráðgjafi] var fyrst og síðast ætlað að meta líðan barnsins, fá fram upplifun þess og sjónarmið. Ef sveitarfélögin taka þetta yfir þá verður að tryggja að það verði nægur mannafli; sérfróður mannafli sem getur veitt barninu það sem það þarf." ForvarnargildiðSpurningunni um hvort þjónusta sem þessi sé mjög fjárfrek svarar Bragi neitandi. "Mér finnst að í hlutfalli við mikilvægi þjónustunnar þá sé vart um hann talandi. Við hljótum að hafa svigrúm fyrir þessa þjónustu. Eins má færa rök fyrir því að sú aðstoð sem þarna kemur til strax í byrjun, komi til með að spara einstaklingnum og samfélaginu í heild mikil fjárútlát þegar til lengri tíma er litið. Þetta verkefni hefur gífurlegt forvarnargildi," segir Bragi. "Ég vil því ítreka að þessi þjónusta verður áfram í boði, en eftir á að koma í ljós hvernig það verður útfært." FramtíðarsýnBragi segir að þrátt fyrir að höfuðborgarsvæðið sé títtnefnt í þessu samhengi sé hans draumur að hægt sé að bjóða sértæka sálgæslu fyrir börn um allt land. Það sé hins vegar flókið, enda þekkt að innviðir sveitarfélaganna eru ólíkir. "Hins vegar, í ljósi óhugnaðarins sem þessi börn upplifa, er það fráleitt að þetta skuli ekki hafa verið í viðunandi horfi í gegnum árin. Það dettur engum annað í hug en að hjálpa barni sem hefur verið beitt líkamlegu ofbeldi. Hvers vegna ættum við ekki að tryggja bráðaþjónustu til barna sem er limlest á sálinni? Málið snýst einfaldlega um geðheilsu þessara barna og framtíð þeirra alla." Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Aðeins í Reykjavík er bakvaktaþjónustu barnaverndarnefndar haldið úti allan sólarhringinn. Forstjóri Barnaverndarstofu segir þjónustuna víða með öllu óviðunandi. Rætt er um sameiginlega bakvakt alls höfuðborgarsvæðisins. Bakvaktaþjónusta barnaverndarnefnda sveitarfélaganna er víða með öllu óviðunandi. Aðeins í Reykjavík er haldið uppi sólarhringsþjónustu. Tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis á vegum Barnaverndarstofu (BVS) lýkur um áramótin. Sálgæslu barna sem verða vitni að heimilisofbeldi, eða eru beitt ofbeldi, verður að sinna með sértækum hætti. Rætt er um sameiginlega bakvaktaþjónustu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í máli Braga Guðbrandssonar, forstjóra BVS, í viðtali við Fréttablaðið, en tilraunaverkefni vegna heimilisofbeldis á vegum stofnunarinnar lýkur um áramótin að óbreyttu. Verkefnið átti að leiða fram hvort ekki væri þörf á sértækri þjónustu, þar sem börnum yrði veitt áfallahjálp á staðnum og í beinu framhaldi frekari meðferð og stuðningur. Bragi segir að farið hafi verið í verkefnið á skjön við hefðbundna verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga í barnaverndarmálum. Meginreglan er sú að barnaverndarnefndir sveitarfélaganna eigi að sinna útköllum utan dagvinnutíma, ef börn eru í hættu eða búa við óviðunandi skilyrði á einhvern hátt. "Vandamálið hefur hins vegar verið að bakvaktaþjónustunni vítt og breitt um landið er ábótavant. Það er í raun aðeins eitt sveitarfélag sem hefur haldið uppi fullri sólarhringsþjónustu, og það er Reykjavík. Sums staðar er þetta algjörlega óviðunandi, jafnvel í fjölmenninu hér á höfuðborgarsvæðinu," segir Bragi. Rætt um sameinaða bakvaktBragi telur að tilraunaverkefnið hafi þegar sannað að þessi þjónusta verði að vera til staðar. Hins vegar liggi ekki fyrir hvort Barnaverndarstofa haldi áfram á sömu braut, því eins komi til greina að barnaverndarnefndir sveitarfélaganna taki við keflinu. "Ég veit til þess að rætt er um að sameina alla bakvaktaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Að mínu viti ætti það reyndar að vera komið á koppinn fyrir löngu. Ef það tekst þá er ekki þörf á því að Barnaverndarstofa haldi verkefninu áfram," segir Bragi. "En áfallastuðningur fyrir þessi börn mun halda áfram, hvernig sem það verður útfært. Það þori ég að fullyrða. Ég á mér þann draum að Barnahús annist eftirfylgdina með þessum börnum en bráðahjálpin verði á vettvangi sveitarfélaganna." Þurftarfrekir á athygliHefðbundin íhlutun barnaverndarnefnda vegna heimilisofbeldis er fólgin í því að einn starfsmaður frá barnaverndinni kemur inn á heimilið, ásamt lögreglu; reynir að sætta deiluaðila og sinna málinu að öðru leyti. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt, bæði hér og erlendis, að foreldrar sem í hlut eiga eru svo þurftarfrekir á athygli að börnin verða útundan. Í því kristallast tilraunaverkefnið sem Barnaverndarstofa hefur haldið úti í tæpt ár; eða að börnin fá sérstaka athygli. "Starfsmanni okkar [Rögnu Björgu Guðbrandsdóttur, félagsráðgjafi] var fyrst og síðast ætlað að meta líðan barnsins, fá fram upplifun þess og sjónarmið. Ef sveitarfélögin taka þetta yfir þá verður að tryggja að það verði nægur mannafli; sérfróður mannafli sem getur veitt barninu það sem það þarf." ForvarnargildiðSpurningunni um hvort þjónusta sem þessi sé mjög fjárfrek svarar Bragi neitandi. "Mér finnst að í hlutfalli við mikilvægi þjónustunnar þá sé vart um hann talandi. Við hljótum að hafa svigrúm fyrir þessa þjónustu. Eins má færa rök fyrir því að sú aðstoð sem þarna kemur til strax í byrjun, komi til með að spara einstaklingnum og samfélaginu í heild mikil fjárútlát þegar til lengri tíma er litið. Þetta verkefni hefur gífurlegt forvarnargildi," segir Bragi. "Ég vil því ítreka að þessi þjónusta verður áfram í boði, en eftir á að koma í ljós hvernig það verður útfært." FramtíðarsýnBragi segir að þrátt fyrir að höfuðborgarsvæðið sé títtnefnt í þessu samhengi sé hans draumur að hægt sé að bjóða sértæka sálgæslu fyrir börn um allt land. Það sé hins vegar flókið, enda þekkt að innviðir sveitarfélaganna eru ólíkir. "Hins vegar, í ljósi óhugnaðarins sem þessi börn upplifa, er það fráleitt að þetta skuli ekki hafa verið í viðunandi horfi í gegnum árin. Það dettur engum annað í hug en að hjálpa barni sem hefur verið beitt líkamlegu ofbeldi. Hvers vegna ættum við ekki að tryggja bráðaþjónustu til barna sem er limlest á sálinni? Málið snýst einfaldlega um geðheilsu þessara barna og framtíð þeirra alla."
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira