Innlent

Börn oft send til ofbeldisfulls foreldris - vilja betri lög

Myndin er sviðsett.
Myndin er sviðsett.
Umboðsmaður barna telur óumdeilt að ofbeldi ætti að hafa mun meira vægi þegar teknar eru afdrifaríkar ákvarðanir um aðstæður barna fyrir dómsstólum. Í ársskýrslu embættisins fyrir síðasta ár kemur meðal annars fram að dregið sé í efa að börnum sé tryggð fullnægjandi vernd gegn ofbeldi í íslenskri réttarframkvæmd.

Þá segir í skýrslunni að ekki sé kveðið á um hvaða vægi heimilisofbeldi skuli hafa þegar tekin er ákvörðun um forsjá barnsins. Ástæðan er sú að ekki er kveðið beinlínis á um slíkt í barnalögum frá árinu 2003.

Svo segir orðrétt í skýrslunni: „[...] mörg dæmi um að kveðið sé á um að barn eigi að fara í reglubundna umgengni til foreldris, jafnvel þó það eigi á hættu að verða fyrir ofbeldi. Af réttarframkvæmdinni má því draga þá ályktun að litið sé á það sem nánast afdráttarlausa meginreglu að umgengni sé barni fyrir bestu, óháð hegðun eða aðstæðum umgengnisforeldris.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×