Innlent

Grímuklæddur Jón Gnarr býður góðan daginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Grímuklæddur Jón Gnarr borgarstjóri birtist landsmönnum í nýju myndskeiði sem sett hefur verið inn á vef Reykjavíkurborgar til þess að minna á að í dag er „Góðan daginn" dagurinn.

Þetta er í þriðja sinn sem „Góðan daginn" dagurinn er haldinn, en þann daginn vilja borgarbúar vera sérlega alúðlegir við alla sem við hittum og byrja náttúrulega á þeirri sjálfsögðu íslensku kurteisi að bjóða góðan daginn.

Í myndskeiðinu kennir Jón Gnarr hundinum Tobba að bjóða góðan daginn, en hann bregst nú bara við með vinalegu gelti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×