Erlent

Eftirsótt Biblía og óumbeðnar nærbuxur

Elvis Presley
Elvis Presley
Biblía sem áður tilheyrði Elvis Presley, konungi rokksins, var slegin hæstbjóðanda á fimmtíu og níu þúsund pund, eða sem samsvarar ellefu og hálfri milljón íslenskra króna á Elvis-uppboði í Manchester í gær.

Biblíuna fékk Elvis í jólagjöf frá frænda sínum og frænku fyrstu jólin sem hann dvaldi á Graceland búgarði sínum árið 1957.

Í biblíunni má finna athugasemdir sem söngvarinn sjálfur skrifaði í hana. Á uppboðinu voru einnig boðnar upp skítugar nærbuxur af rokkgoðinu en þær vöktu lítinn áhuga og vildi enginn bjóða meira en fimm þúsund pund í þær en lágmarksverð var sjö þúsund pund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×