Lokatörn kosningabaráttunnar 8. september 2012 10:00 Mitt Romney. Innan við tveir mánuðir eru nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Skoðanakannanir sýna að úrslitin gætu farið á hvorn veginn sem er, þótt Obama hafi lengi mælst með svolítið forskot á Romney. Baráttan verður einkum háð í átta til tólf af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Í þessum átta ríkjum er nefnilega afar mjótt á mununum og nokkuð ljóst að forsetaembætti fellur í hlut þess sem nær að tryggja sér sigur í fleiri af þessum átta barátturíkjum en hinn. Í flestum hinum ríkjunum geta þeir leyft sér að slaka á, því úrslitin þar þykja nánast ráðin fyrir fram. Þeir Barack Obama og Mitt Romney munu því eyða næstu vikum í ferðalög um þessi átta barátturíki, koma fram á kosningafundum og heimsækja bæjarfélög og stofnanir og fyrirtæki. Taka í höndina á sem flestum, lyfta upp litlum börnum og brosa eins oft og þeir geta framan í sjónvarpsvélarnar sem fylgja þeim hvert fótmál. ValkostirBarack ObamaLandsfundir Demókrataflokksins í þessari viku og Repúblikanaflokksins í síðustu viku marka að venju upphafið að lokatörn kosningabaráttunnar, með ræðum forsetaefnanna og helstu stuðningsmanna þeirra. Í ræðu sinni á fimmtudagskvöld bað Obama þjóðina um að sýna sér þolinmæði og kjósa sig aftur, þótt ekki hafi allt gengið upp á fyrsta kjörtímabilinu. Hann sagði Bandaríkjamenn að þessu sinni eiga óvenju skýrt val á milli ólíkra hugmynda demókrata annars vegar og repúblikana hins vegar, einkum um hlutverk ríkisvaldsins. Demókratar sjá ekkert athugavert við að nota ríkisvaldið til þess að laga það sem aflaga fór í efnahagslífinu, en repúblikanar megar vart til þess hugsa. Sjálfur hafi hann óhikað notað ríkisfé til þess að bjarga til dæmis bifreiðaframleiðendum frá því að fara á hausinn í kreppunni, og þar með komið í veg fyrir að þúsundir manna misstu vinnuna. Romney var á móti þessari notkun ríkisfjármuna, og Obama gerði óspart grín að þeirri trú repúblikana að skattalækkanir geti læknað öll mein: „Ertu með afgang á ríkisfjárlögum? Reyndu skattalækkun. Fjárlagahallinn of hár? Prófaðu aðra. Ertu kannski að fá kvef? Taktu tvær skattalækkanir, felldu niður nokkrar reglugerðir og hringdu svo í okkur í fyrramálið." VonbrigðiMynd/FréttablaðiðÍ ræðu sinni á landsþingi repúblikana í síðustu viku sagði Romney Bandaríkjamenn hins vegar búna að fá meira en nóg af Obama, þótt þeir hafi haft trú á honum fyrir fjórum árum. Hann sagði Bandaríkjamenn trúa á frelsið og framtíðina, þar á meðal frelsið til að segja hug sinn og búa sér í haginn í lífinu: „Og já, líka frelsið til að byggja upp fyrirtæki. Af eigin rammleik." Hann sagði vonleysið vera farið að ná tökum á þjóðinni, en sjálfur gæti hann snúið þessari þróun við, og vitnaði til reynslu sinnar af því að byggja upp fyrirtæki, sem stundum hafi gengið vel en stundum illa: „Þetta er það sem þessi forseti virðist ekki skilja. Að fyrirtæki og fleiri störf snúast um að taka áhættu, mistakast stundum en takast stundum vel upp, en alltaf að reyna. Þetta snýst um drauma." EfnahagsmálinBáðir leggja þannig mikla áherslu á efnahagsmálin. Obama beinir athyglinni að þeirri erfiðu stöðu sem hann fékk í arf frá forvera sínum, repúblikananum George W. Bush. Kreppan hafi verið það illviðráðanleg að hann þurfi meiri tíma til að gera það sem gera þurfi. Romney beinir hins vegar athyglinni að því að hve hægt hafi gengið að ná upp hagvexti. Atvinnuleysið hafi til dæmis ekki komist niður og þess vegna eigi Obama ekki skilið að sitja lengur að embættinu. Úrslitin ráðast svo þriðjudaginn 6. nóvember, þegar gengið verður til atkvæða. Snýst um atkvæði 538 kjörmannaForseti Bandaríkjanna er formlega kosinn á kjörmannasamkomu, sem kölluð er saman eftir að eiginlegum forsetakosningum meðal almennings er lokið. Kjörmennirnir eru alls 538, sem þýðir að til sigurs þarf atkvæði að minnsta kosti 270 kjörmanna á samkomunni. Hvert ríki hefur misjafnlega marga fulltrúa á kjörmannasamkomunni, og fer kjörmannafjöldinn í grófum dráttum eftir íbúafjölda hvers ríkis. Fyrir forsetaefnin munar því mestu um að tryggja sér sigur í fjölmennustu ríkjunum, en á síðustu vikunum snýst kosningabaráttan einkum um að tryggja sér sigur í þeim ríkjum, þar sem skoðanakannanir sýna að minnstu munar á frambjóðendum. Í forsetakosningunum 2008 tókst Barack Obama að tryggja sér sigur í öllum barátturíkjunum, og þar með hreppti hann embættið. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Innan við tveir mánuðir eru nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Skoðanakannanir sýna að úrslitin gætu farið á hvorn veginn sem er, þótt Obama hafi lengi mælst með svolítið forskot á Romney. Baráttan verður einkum háð í átta til tólf af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna. Í þessum átta ríkjum er nefnilega afar mjótt á mununum og nokkuð ljóst að forsetaembætti fellur í hlut þess sem nær að tryggja sér sigur í fleiri af þessum átta barátturíkjum en hinn. Í flestum hinum ríkjunum geta þeir leyft sér að slaka á, því úrslitin þar þykja nánast ráðin fyrir fram. Þeir Barack Obama og Mitt Romney munu því eyða næstu vikum í ferðalög um þessi átta barátturíki, koma fram á kosningafundum og heimsækja bæjarfélög og stofnanir og fyrirtæki. Taka í höndina á sem flestum, lyfta upp litlum börnum og brosa eins oft og þeir geta framan í sjónvarpsvélarnar sem fylgja þeim hvert fótmál. ValkostirBarack ObamaLandsfundir Demókrataflokksins í þessari viku og Repúblikanaflokksins í síðustu viku marka að venju upphafið að lokatörn kosningabaráttunnar, með ræðum forsetaefnanna og helstu stuðningsmanna þeirra. Í ræðu sinni á fimmtudagskvöld bað Obama þjóðina um að sýna sér þolinmæði og kjósa sig aftur, þótt ekki hafi allt gengið upp á fyrsta kjörtímabilinu. Hann sagði Bandaríkjamenn að þessu sinni eiga óvenju skýrt val á milli ólíkra hugmynda demókrata annars vegar og repúblikana hins vegar, einkum um hlutverk ríkisvaldsins. Demókratar sjá ekkert athugavert við að nota ríkisvaldið til þess að laga það sem aflaga fór í efnahagslífinu, en repúblikanar megar vart til þess hugsa. Sjálfur hafi hann óhikað notað ríkisfé til þess að bjarga til dæmis bifreiðaframleiðendum frá því að fara á hausinn í kreppunni, og þar með komið í veg fyrir að þúsundir manna misstu vinnuna. Romney var á móti þessari notkun ríkisfjármuna, og Obama gerði óspart grín að þeirri trú repúblikana að skattalækkanir geti læknað öll mein: „Ertu með afgang á ríkisfjárlögum? Reyndu skattalækkun. Fjárlagahallinn of hár? Prófaðu aðra. Ertu kannski að fá kvef? Taktu tvær skattalækkanir, felldu niður nokkrar reglugerðir og hringdu svo í okkur í fyrramálið." VonbrigðiMynd/FréttablaðiðÍ ræðu sinni á landsþingi repúblikana í síðustu viku sagði Romney Bandaríkjamenn hins vegar búna að fá meira en nóg af Obama, þótt þeir hafi haft trú á honum fyrir fjórum árum. Hann sagði Bandaríkjamenn trúa á frelsið og framtíðina, þar á meðal frelsið til að segja hug sinn og búa sér í haginn í lífinu: „Og já, líka frelsið til að byggja upp fyrirtæki. Af eigin rammleik." Hann sagði vonleysið vera farið að ná tökum á þjóðinni, en sjálfur gæti hann snúið þessari þróun við, og vitnaði til reynslu sinnar af því að byggja upp fyrirtæki, sem stundum hafi gengið vel en stundum illa: „Þetta er það sem þessi forseti virðist ekki skilja. Að fyrirtæki og fleiri störf snúast um að taka áhættu, mistakast stundum en takast stundum vel upp, en alltaf að reyna. Þetta snýst um drauma." EfnahagsmálinBáðir leggja þannig mikla áherslu á efnahagsmálin. Obama beinir athyglinni að þeirri erfiðu stöðu sem hann fékk í arf frá forvera sínum, repúblikananum George W. Bush. Kreppan hafi verið það illviðráðanleg að hann þurfi meiri tíma til að gera það sem gera þurfi. Romney beinir hins vegar athyglinni að því að hve hægt hafi gengið að ná upp hagvexti. Atvinnuleysið hafi til dæmis ekki komist niður og þess vegna eigi Obama ekki skilið að sitja lengur að embættinu. Úrslitin ráðast svo þriðjudaginn 6. nóvember, þegar gengið verður til atkvæða. Snýst um atkvæði 538 kjörmannaForseti Bandaríkjanna er formlega kosinn á kjörmannasamkomu, sem kölluð er saman eftir að eiginlegum forsetakosningum meðal almennings er lokið. Kjörmennirnir eru alls 538, sem þýðir að til sigurs þarf atkvæði að minnsta kosti 270 kjörmanna á samkomunni. Hvert ríki hefur misjafnlega marga fulltrúa á kjörmannasamkomunni, og fer kjörmannafjöldinn í grófum dráttum eftir íbúafjölda hvers ríkis. Fyrir forsetaefnin munar því mestu um að tryggja sér sigur í fjölmennustu ríkjunum, en á síðustu vikunum snýst kosningabaráttan einkum um að tryggja sér sigur í þeim ríkjum, þar sem skoðanakannanir sýna að minnstu munar á frambjóðendum. Í forsetakosningunum 2008 tókst Barack Obama að tryggja sér sigur í öllum barátturíkjunum, og þar með hreppti hann embættið.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira