Erlent

Lamdi tólf ára vin sonar síns

Fertugur maður í Noregi var í gær sakfelldur fyrir að leggja hendur á tólf ára vin sonar síns og hóta honum öllu illu.

Maðurinn hafði frétt af því að viðkomandi drengur hefði ráðist á son hans. Hann fór að heimili drengsins sem var einn heima. Þar ærðist maðurinn, skemmdi bíl og braut rúðu í íbúðinni.

Þá tuktaði maðurinn drenginn til, til að fá hann til að játa að hafa slegið son hans, og hótaði svo að brenna húsið til grunna. Neyðarhróp drengsins drógu hins vegar að nærstadda sem gátu skakkað leikinn. Dómurinn yfir manninum var 90 stundir í samfélagsvinnu og greiðsla skaðabóta.

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×