Innlent

Bilun í tvílyftum strætisvagni

Frá Miklubraut í morgun.
Frá Miklubraut í morgun. mynd/fréttastofa
Bilun varð í tveggja hæða rútu fyrirtækisins Reykjavík City Sightseeing í morgun. Þrífa þurfti upp olíu sem lak úr bifreiðinni. Atvikið átti sér stað á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar.

Slökkvilið sá um hreinsistarfið. Hreinsibíll var kallaður á staðinn. Ekki þurfti að loka Miklubrautinni vegna atviksins.

„Þetta er smá subbugangur," sagði slökkviliðsmaður í samtali við fréttastofu. „En þeir eru að ganga frá þessu núna og hreinsibíllinn sér um rest."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×