Innlent

Segir vitnisburð Gunnlaugs byggðan á misskilningi

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, þvertekur fyrir að Morgunblaðið hafi dregið í land með umfjöllun sína um Kögunarmálið svokallaða á sínum tíma.

Í grein sem birtist í Sunnudagsmogganum í dag segir Styrmir að Morgunblaðið hafi haldið áfram með umfjöllun sína um eignarhald Kögunar þrátt fyrir athugasemdir Gunnlaugs Sigmundssonar.

Tilefni pistilsins er vitnisburður Gunnlaugs í vikunni en hann hefur höfðað meiðyrðamál á hendur Teiti Atlasyni, pistlahöfund, sem rifjaði upp umfjöllun Morgunblaðsins um Kögun.

Í vitnisburði sínum sagði Gunnlaugur að Styrmir og Mattíhas Johannessen, annar ritstjóri Morgunblaðsins, hafi beðist afsökunar á umfjöllun blaðsins og ákveðið að birta opnuviðtað við sig í kjölfarið.

Styrmir ber til baka vitnisburð Gunnlaugs. Hann segir Gunnlaug hafa haft greiðan aðgang að Morgunblaðið og að hann hafi getað komið gagnrýni sinni á framfæri. Það sé hins vegar af og frá að blaðið hafi afsakað umfjöllun sína um Kögun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×