Innlent

Harma brot á lögum um jafna stöðu karla og kvenna

Endurtekin brot ráðherra á lögum um jafna stöðu kvenna og karla eru hörmuð í nýrri yfirlýsingu frá stjórn Kvenréttindaféalgs Íslands.

Í yfirlýsingunni segir einnig að áhuga- og aðgerðaleysi virðist einkenna afstöðu ríkisstjórnarinnar til svo alvarlegra mála.

Hætta sé á að jafnrétti kynjanna færist sem málaflokkur, áratugi aftur í tímann, sé framkvæmd jafnréttislaga aðeins orðin tóm.

Þá er bent á að stjórn þingflokks Sjálfstæðisflokksins sé eingöngu skipuð körlum eftir að Ragnheiði Elínu Árnadóttur var vikið úr stjórninni í vikunni. Hvetur stjórn Kvenréttindafélagsins stjórnmálaflokka til að fara yfir stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×