Innlent

Tryllt kona rústaði skemmtistað

Miðborg Reykjavíkur.
Miðborg Reykjavíkur.
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þó nokkur ölvun var í miðborginni og þurfti lögreglan að sinna mörgum hávaðaútköllum í heimahús.

Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot á skemmtistað í Austurborginni. Þegar lögregla kom á vettvang var búið að brjóta þar allt og bramla.

Ein kona var á staðnum og var hún í annarlegu ástandi samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Hún sagði að starfsmenn skemmtistaðarins hafi ekki vitað af henni þegar þeir lokuðu staðnum og var hún því læst inni.

Konan var handtekin og gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrð í dag.

Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um annaðhvort akstur undir áhrifum áfengis eða ólöglegra fíkniefna.

Í einum bíl, sem stöðvaður var í Austurborginni, fannst eggvopn sem lögreglan lagði hald á. Þá var ökumaður stöðvaður á fyrsta tímanum í nótt. Farþegi í bílnum reyndist vera með vopn og fíkniefni í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×