Innlent

Kringlan 25 ára - Tilboð og skemmtidagskrá

Kringlan fagnar 25 ára afmæli sínu um helgina.
Kringlan fagnar 25 ára afmæli sínu um helgina. mynd/Kringlan
Kringlan fagnar 25 ára afmæli sínu um helgina. Verslunarmiðstöðin opnaði dyr sínar 13. ágúst árið 1987. Þá klippti Pálmi Jónsson, aðalhvatamaður að byggingu Kringlunnar á borða og lýsti verslunarmiðstöðina opna.

„Tuttugu og fimm ára afmæli eru alltaf skemmtileg tímamót," segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Kringlan eldist vel hefur vaxið í gegnum árin og er fremst á sínu sviði. Framundan hjá okkur er fjölbreytt afmælishelgi með skemmtilegum uppákomum, verslanir og fyrirtæki bjóða viðskiptavinum sínum upp á vegleg afmælistilboð."

Sérstök afmælishelgi stendur nú yfir í Kringlunni en boðið verður upp á fjölbreytta skemmtidagskrá bæði í dag og á morgun. Verslanir verða með afmælistilboð og opið verður til klukkan 1 eftir miðbætti í kvöld, laugardag.

Kringlan.mynd/wikipedia
Fjöldi heimsókna í Kringluna frá opnun telur nú um 123.778.353. Það lætur því nærri að hver einasti núlifandi Íslendingur hafi komið í Kringluna 388 sinnum frá opnun. Þegar Kringlan opnaði fyrst voru 64 verslanir með starfsemi sínu í húsinu. Af þeim eru 20 enn í Kringlunni. Í dag eru hins vegar 128 verslanir og veitingastaðir í Kringlunni og ef allir rekstraraðilar eru taldir með eru 178 fyrirtæki með starfsemi í Kringlunni.

„Eins og heimsóknatölur sýna okkur þá finnst gestum gott að koma hér og fyrirtæki sem hér starfa búa til afar ánægjulegt og skapandi umhverfi sem einfaldlega er gaman að versla í," segir Sigurjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×