Erlent

Hús hrundu og vegir lokuðust

Fólk tók til fótanna þegar hrynja tók úr hlíðinni.nordicphotos/AFP
Fólk tók til fótanna þegar hrynja tók úr hlíðinni.nordicphotos/AFP
Nokkrir sterkir jarðskjálftar riðu yfir afskekkt fjallahérað í suðvestanverðu Kína í gær. Fyrsti skjálftinn mældist 5,6 stig og honum fylgdu tugir eftirskjálfta.

Fjöldi húsa hrundi til grunna og skriðuföll ollu einnig miklu tjóni. Tugir manna létu lífið. Víða lokuðust vegir.

Harðast úti varð Yiliang-sýsla, þar sem flest dauðsföllin urðu. Meira en 700 manns urðu þar fyrir meiðslum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×