Innlent

Hafa endurnýtt sex þúsund farsíma

mynd/Græn framtíð
Fyrirtækið Græn framtíð hefur látið endurnýta hátt í sex þúsund gamla og ónýta farsíma á tólf mánaða tímabili. Þessum raftækjum hefði líklega verið fleygt ef ekki kæmi til söfnunarkerfi félagsins.

Framleiðsla á raftækjum hefur talsverða mengun í för með sér. Framleiðsla á einum farsíma jafngildir að losað sé sextíu kílóum af koltvísýringi út í andrúmsloftið.

Það samsvarar því að bifreið noti tuttugu og sex lítra af bensíni. Græn framtíð hefur til viðbótar endurnýtt um átján hundruð önnur smáraftæki, svo sem MP3 spilara, myndavélar, upptökuvélar, leikjavélar og fartölvur.

Yfirlýst stefna félagsins er að draga úr því magni rafeindabúnaðar sem endar á sorphaugum landsins og stuðla að endurnýtingu á slíkum búnaði í gegnum innlenda samstarfsaðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×