Fleiri fréttir Enn loga eldar Enn loga eldar í Laugardal í Súðavíkurhreppi en átta dagar eru síðan þar var fyrst varts elds í jarðvegi. Slökkviliðið á Ísafirði vann að slökkvistarfi í gær og í nótt en vaktaskipti voru í morgun við Slökkviliðið á Súðavík. 11.8.2012 09:52 Harmleikur í Indlandi Hátt í fjörutíu fórust í rútuslysi í norður Indlandi í nótt. Atvikið átti sér stað á fjallvegi í Himachal Pradash-héraðinu. 11.8.2012 09:49 Sleginn með billjardkjuða Maður á fimmtugsaldri varð fyrir líkamsárás í austurborginni á tíunda tímanum í gærkvöld. Árásin átti sér tað á billjardstofu og hafði hann verið sleginn í andlitið með billjardkjuða. 11.8.2012 09:45 Harður jarðskjálfti í Íran Snarpur jarðskjálfti reið yfir norðvesturhluta Íran í dag. Skjálftinn var að stærðinni 6.2 en upptök hans voru í 60 kílómetra fjarlægð frá borginni Tabriz. 11.8.2012 15:16 Gagnrýnir skipulag Hörpu Taka hefði átt upp skipulag Hörpu miklu fyrr að mati Þórunnar Sigurðardóttur sem skipuð var stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu, af menntamálaráðherra vorið 2009. Þórunn segir að breyta hefði þurft öllu uppleggi Hörpu, ekki síst hvað fjölda félaga varðar. 11.8.2012 07:00 Stjórnarformaður útilokar ekki afsögn „Ég hef haft miklar efasemdir um að þetta mundi ganga svona áfram. Hins vegar má segja að við sem erum hér í stjórnum berum auðvitað ábyrgð. Á meðan maður segir ekki af sér, þá ber maður náttúrulega ábyrgð.“ Þetta segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu. Áætlað er að tap Hörpu í ár nemi 407 milljónum króna. En hyggur Þórunn á afsögn? 11.8.2012 06:30 Búast við 500 þúsund gestum á tíu árum Gert er ráð fyrir að tæplega hálf milljón gesta geti heimsótt Þríhnúkagíg á næsta áratug. Ljóst er að byggja þarf upp aðstöðu fyrir þennan fjölda. Frummatsskýrsla VSÓ gerir ráð fyrir útsýnispöllum og þjónustubyggingu í hellinum og betra aðgengi fyrir ferðamenn. 11.8.2012 06:15 60 látnir eftir flóð í Maníla Talið er að sextíu manns hið minnsta hafi týnt lífinu í flóðunum í Maníla, höfuðborg Filippseyja, í vikunni. Öllum þeim rúmlega 360 þúsund manns sem höfðu leitað í neyðarskýli var leyft að snúa til síns heima í gær. 11.8.2012 06:00 Dreginn tvisvar á stuttum tíma Þorlákur ÍS var dreginn til hafnar í Bolungarvík á fimmtudag af togaranum Páli Pálssyni, en Þorlákur hafði fengið veiðarfærin í skrúfuna þegar báturinn var að makrílveiðum, samkvæmt frétt á vikari.is. 11.8.2012 05:45 Tekið tillit til vanda framhaldsskólanna Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sérstakt tillit verði tekið til framhaldsskólanna í fjárlagavinnu næsta árs. Eigi það bæði við um skólana í heild, en einnig einstaka skóla sem standa illa. Niðurskurður í rekstri skólanna hafi verið mikill og ýmsir framhaldsskólar eigi mjög erfitt. 11.8.2012 05:30 Töskugámur rakst í flugvél Töskugámur rakst í flugvél við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær og var lögreglan kölluð út í kjölfarið. 11.8.2012 05:30 Taka upp netin vegna laxleysis Hópur netaveiðirétthafa í Ölfusá og Hvítá mælast til þess að netaveiðibændur dragi úr veiðisókn eða taki upp netin á vatnasvæðinu það sem eftir lifir veiðitíma í sumar. Þetta er gert vegna lítillar laxveiði á svæðinu það sem af er veiðitímans. 11.8.2012 05:30 Einn vinsælasti ætisveppurinn Kóngssveppur, eða ætilubbi (Boletus edulis), er algengastur á Vesturlandi og Vestfjörðum, en er einnig að finna í Borgarfirðinum og víðar. Hann er líkur kúalubba í útliti (Leccinum scabrum) en getur orðið mun stærri. Kóngssveppurinn sem Raimundas fann er með þeim stærstu sem fundist hafa hér á landi. Sveppurinn er kenndur við Karl Jóhann Svíakonung og er einn af vinsælustu ætisveppum hér á landi. 11.8.2012 04:45 Umfangsmiklar framkvæmdir 11.8.2012 04:30 Missti aðgang að Facebook-síðu Schjetne Lögreglan í Noregi komst inn á Facebook-aðgang Sigrid Giskegjerde Schjetne, sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt sunnudagsins. 11.8.2012 04:15 Röng dánarorsök oft gefin Læknar á Bretlandi gefa ófullnægjandi upplýsingar um dánarorsök í fjórðungi tilfella. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var innan breska heilbrigðiskerfisins. Þar kemur einnig fram að í tíu prósentum tilfella sé röng dánarorsök skráð. Guardian segir frá þessu. 11.8.2012 04:00 Óvinur Gaddafi kjörinn forseti Hið nýstofnaða líbíska þing kaus bráðabirgðaforseta landsins í gærmorgun. Nýr forseti heitir Mohammed el-Megarif en hann var leiðtogi stærsta og rótgrónasta stjórnarandstöðuflokksins í Líbíu á meðan Moammar Gaddafi var enn einræðisherra í Líbíu. El-Megarif hefur verið í útlegð í Bandaríkjunum síðan á níunda áratugnum. Hann mun sitja þar til ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt á næsta ári. 11.8.2012 04:00 Risavaxinn sveppur fannst í Borgarfirði „Ég held að þetta hljóti að vera stærsti sveppur á Íslandi,“ segir Raimundas Valasinavicius, reyndur sveppatínslumaður, um risavaxinn kóngssvepp sem hann fann í Borgarfirðinum í gær. Raimundas hefur tínt sveppi í meira en þrjátíu ár, bæði í föðurlandi sínu Litháen og hér á landi, hvar hann hefur nú verið búsettur í tólf ár. 11.8.2012 03:15 Nefna gíg í geimnum eftir Nínu Örnefnanefnd Alþjóðasambands stjarnvísindamanna (IAU) hefur samþykkt tillögur vísindahóps Messenger-geimfars NASA um nafngiftir á níu gígum við norðurpól Merkúríusar (Merkúr), innstu reikistjörnu sólkerfisins. Einn þessara gíga var nefndur eftir íslensku myndlistarkonunni Nínu Tryggvadóttur. 11.8.2012 03:15 Vildi sprengja ráðhús í Esbjerg Ungur Dani hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í níu mánuði eftir að hafa skipulagt að sprengja upp ráðhúsið í Esbjerg. 11.8.2012 03:00 Grand Hótel umhverfisvænt Grand Hótel hefur nú bæði fengið Svansvottun og vottun frá Túni. Svansvottuninni fylgja afar strangar reglur um notkun á vatni, orku og hreinlætisvörum. Nú notar hótelið til dæmis aðeins vottuð þvottaefni, en áður rann um eitt tonn af klóri í gegnum þvottahús hótelsins á ári. 11.8.2012 02:45 Þrír létust við brotlendingu Þrír létust þegar flugvél af gerðinni Cessna 172 brotlenti í fjallshlíð við Søvatnet í Noregi. 11.8.2012 02:30 Skoða saltfisk með segulómun Matís og Íslenskir saltfiskframleiðendur (ÍSF) standa að nýju verkefni þar sem dreifing salts og vatns um vöðva í saltfiski verður rannsökuð og hvernig mismunandi meðhöndlun hefur áhrif á gæði lokaafurðarinnar. Til verkefnisins fékkst styrkur frá AVS-rannsóknasjóði. Meðal markmiða verkefnisins er að finna ástæðu þess að gallar finnast í fiskinum og að koma í veg fyrir myndun þeirra með bættum verkunaraðferðum. Lokamarkmiðið er að bæta vöru sem flutt er á hefðbundna markaði og vinna nýja. 11.8.2012 02:15 Vopnabirgðir uppreisnarmanna þverra Sýrlenskir uppreisnarmenn eiga við vanda að etja því skotfæri þeirra eru nú af skornum skammti. Stjórnarher Bashars al-Assad gerir enn þungar árásir á virkisborgina Aleppo í norðurhluta landsins. 11.8.2012 02:00 Metþátttaka í Gleðigöngunni á morgun Það verður metþátttaka í Gleðigöngunni á morgun þegar 40 atriði af öllum stærðum og gerðum aka niður Laugaveginn. Formaður Hinsegin daga gerir sér vonir um að 80 þúsund manns leggi leið sína í miðbæinn. 10.8.2012 22:58 Ómögulegt að lifa á námslánum - 1.300 kall í mat á dag Það er gömul saga og ný að það er ómögulegt að lifa einungis á námslánum frá Lánasjóði Íslenskra námsmanna. Þetta segir Sara Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs, en í dag birtist frétt á mbl.is um að einstaklingum á námslánum séu ætlaðar 1.321 króna á dag til matar- og drykkjarkaupa. 10.8.2012 22:22 "Frekar epískt að selja Emmu Watson bíómiða“ "Það var frekar epískt að selja Emmu Watson bíómiða," segir Hildur Ólafsdóttir afgreiðslustúlka í Háskólabíó sem afgreiddi stórstjörnuna þegar hún kom að horfa á kvikmyndina To Rome with love klukkan hálf sex í dag. 10.8.2012 22:03 Myndband frá kertafleytingunni Hin árlega kertafleyting til minningar um fórnarlömb kjarnorkusprengjanna í Hírósíma og Nagasakí í ágúst 1945 var haldin við Tjörnina í Reykjavík í gækvöldi. Inosúke Hayasakí átta tíu og eins árs gamall Japani sem lifði af kjarnorkusprenginguna í Nakasakí flutti ávarp en hann var staddur í um eins kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengjan féll. Fjöldi fólks fleytti síðan kertum til minningar um fórnarlömbin eins og myndbandið sem sjá má hér að ofan ber með sér. Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður tók myndirnar í gærkvöldi. 10.8.2012 23:53 Þyrla sótti eina og sjúkrabíll aðra Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu sem féll af hestbaki í Húsadal í Þórsmörk í dag. Konan handleggs- og axlarbrotnaði að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Konan var með hóp í hestaferð þegar óhappi átti sér stað. Konan er nú komin undir læknishendur á Landspítalanum í Fossvogi. 10.8.2012 23:49 Mun ódýrara að leyfa fötluðum að velja aðstoðarfólk Notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir fatlaða á ekki aðeins eftir að breyta lífi margra þeirra sem koma til með njóta þeirrar þjónustu, en hún gæti einnig sparað sveitarfélögum stórfé ef marka má reynslu nágrannaþjóða. Andri Ólafsson kannaði málið. 10.8.2012 22:41 Akureyringar þurfa að spara vatnið Akureyringar glíma nú við vatnsskort, mitt í veðurblíðu. Forstjóri Norðurorku segir að íbúar hafi tekið tilmælum fyrirtækisins vel um að fara sparlega með vatn, en sér fram á að staðan batni strax um helgina. 10.8.2012 21:28 Óverjandi að börnum skuldugra sé vísað af frístundaheimilum Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri Grænna, skrifar á bloggi sínu um fréttir síðustu daga þess efnis að börn eigi á hættu að vera vísað af frístundaheimilum sveitarfélaga eða af leikskólum ef foreldrar þeirra greiða ekki skuldir sínar við sveitarfélagið. Hún segir slíkt með öllu óverjandi. 10.8.2012 21:09 Sumarhúsaeigendur í hár við Orkuveituna Sumarbústaðaeigendur við Elliðavatn og Helluvatn hafa myndað félag og ætla að verjast Orkuveitu Reykjavíkur sem vill þá af landi sínu og hefur rift samningum. 10.8.2012 20:46 Björk styður Pussy Riot Söngkonan Björk birti yfirlýsingu til varnar stúlknapönksveitinni Pussy Riot á heimasíðu sinni í dag. 10.8.2012 20:35 Noregur minnir Pétur á Ísland 2007 Staðan í Noregi nú um mundir er farin að minna þingmanninn Pétur H. Blöndal ískyggilega á Ísland árið 2007. Um þetta skrifar hann á facebook síðu sinni í dag. 10.8.2012 20:18 Til stendur að leita að þeim sem kveiktu eldana Sveitarstjórnin í Súðavík í samstarfi við lögreglu mun hefja leit að þeim sem ollu sinueldunum sem brunnið hafa í Laugadal í Ísafjarðardjúpi að undanförnu. Að sögn sveitarstjóra er markmiðið frekar að varpa ljósi á það sem gerðist heldur en að gera þá bótaábyrga. Sveitarfélagið mun þó kanna réttarstöðu þess gagnvart aðilunum. 10.8.2012 19:21 Íslenskir lögregluþjónar eru auðkenndir Íslenskir lögreglumenn hafa frá upphafi borið númer til að fólk eigi möguleika á að greina einstaka lögreglumenn úr þessu einkennisklædda mannhafi. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögregluþjóna, þekkir persónulega dæmi um að kerfið hafi borið árangur og fólk hafi komist í samband við einstaka lögreglumenn og borði þeim þakkir eða kvartað yfir þeim. 10.8.2012 18:31 Down-hill nýtur sívaxandi vinsælda Töluverð ásókn er í svokallað Down-hill í Skálafelli. Brautin þar var opnuð fyrir tveimur árum en um er að ræða þriggja kílómetra langa fjallahjólabraut með stökkpalli og tilheyrandi. Hjólreiðamenn nota lyftur í Skálafelli til að komast upp á fjallið og hjóla svo aftur niður. Down-hill er nýlegt sport sem nýtur sívaxandi vinsælda. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór á stúfana á þriðjudag til að kynna sér um hvað málið snýst. Smelltu hér til að skoða myndir hans úr ferðinni. 10.8.2012 16:50 Heilir hafrar innkallaðir eftir að skordýr fundust í pokunum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, í samráði við Heilsu ehf., hefur ákveðið að innkalla af markaði Heila hafra í 500 gramma plaspokum þar sem skordýr, nánar tiltekið bjöllur, hafa fundist í vörunni. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsu hefur þegar verið brugðist við og varan fjarlægð úr hillum verslana. Þeir sem hafa keypt vöruna geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt og fengið hana bætta. Verslanirnar sem hafrarnir voru seldir í eru Verslanir Heilsuhússins, Lifandi Markaður, Nettó Njarðvík, Samkaup Úrval Ísafirði, Vöruval Hf Vestmannaeyjum og Heilsuver Suðurlandsbraut. 10.8.2012 15:58 Benedikt leitar að grárri hryssu Benedikt Erlingsson leikstjóri leitar í dag með logandi ljósi að grárri hryssu sem gæti tekið þátt í mynd sem hann leikstýrir. Tökur á myndinni hefjast á mánudag. Stefnt er á að myndin verði frumsýnd á næsta ári. 10.8.2012 15:38 Raðnauðgara leitað Frönsku lögregluna grunar að raðnauðgari gangi laus í Mið-Frakklandi eftir að ellefu ára gamallari stúlku var nauðgað á tjaldsvæði á Ardeche-svæðinu á miðvikudag. Rannsókn er hafin á brotinu og hafa umsjónarmenn tjaldsvæða verið beðnir um auka öryggi á svæðum sínum. Lögreglan telur að árásin á miðvikudag tengist kynferðisbrotamálum sem hafa átt sér stað í nágrannabæjum undanfarnar vikur en ráðist hefur verið á sjö stúlkur á aldrinum sjö til tólf ára frá því lok júní. Teikningu hefur verið dreift til lögreglunnar sem byggð er á framburði vitna. Maðurinn er talinn vera um fertugt. 10.8.2012 15:17 Segja lögreglu og fangelsismálayfirvöld lofa ólögmætum ívilnunum Verjendur þeirra Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar segjast hafa rökstuddan grun um að lögreglan og fangelsismálayfirvöld séu að bjóða föngum ólögmætar ívilnanir fyrir vitnisburð í máli gegn þeim. Annþór og Börkur eru grunaðir um að hafa orðið samfanga sínum á Litla Hrauni að bana fyrr á árinu. 10.8.2012 14:40 Bandaríska sendiráðið skreytt í tilefni Gay Pride Bandaríska sendiráðið við Laufásveg skartar nú tveimur stórum fánum samkynhneigðra í tilefni gleðigöngunnar sem fer fram í miðborg Reykjavíkur á morgun. Starfsmenn sendiráðsins settu myndina hér til hliðar inn á Facebook-síðu sína í morgun. 10.8.2012 14:24 Þrjár neyðarlendingar vegna flugdólga Þrisvar sinnum kom til þess að grípa þurfti til neyðarlendingar flugvéla á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári vegna óláta farþega um borð. Í einu tilvikanna þurfti að yfirbuga farþega í vélinni. Þá voru átján neyðarlendingar á vellinum á árinu vegna veikinda farþega um borð. Þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglustjórans á Suðurnesjum fyrir árið 2011 sem kom út í dag. 10.8.2012 13:32 Skeit í garð nágranna síns Alltof mikið er um það að lögreglunni á Suðurnesjum berist kvartanir vegna lausagöngu hunda í umdæminu. Í gær barst til að mynda kvörtun frá íbúa í Njarðvík um að hundur nágranna hans gengi ítrekað laus og valsaði um þar sem honum sýndist. Sá sem kvartaði sagði að nú væri mælirinn fullur því hundurinn hefði skitið í garðinn hjá sér og væri það til á upptöku. Málið var tilkynnt til heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Lögregla vill minna á að lausaganga hunda er bönnuð. 10.8.2012 13:27 Sjá næstu 50 fréttir
Enn loga eldar Enn loga eldar í Laugardal í Súðavíkurhreppi en átta dagar eru síðan þar var fyrst varts elds í jarðvegi. Slökkviliðið á Ísafirði vann að slökkvistarfi í gær og í nótt en vaktaskipti voru í morgun við Slökkviliðið á Súðavík. 11.8.2012 09:52
Harmleikur í Indlandi Hátt í fjörutíu fórust í rútuslysi í norður Indlandi í nótt. Atvikið átti sér stað á fjallvegi í Himachal Pradash-héraðinu. 11.8.2012 09:49
Sleginn með billjardkjuða Maður á fimmtugsaldri varð fyrir líkamsárás í austurborginni á tíunda tímanum í gærkvöld. Árásin átti sér tað á billjardstofu og hafði hann verið sleginn í andlitið með billjardkjuða. 11.8.2012 09:45
Harður jarðskjálfti í Íran Snarpur jarðskjálfti reið yfir norðvesturhluta Íran í dag. Skjálftinn var að stærðinni 6.2 en upptök hans voru í 60 kílómetra fjarlægð frá borginni Tabriz. 11.8.2012 15:16
Gagnrýnir skipulag Hörpu Taka hefði átt upp skipulag Hörpu miklu fyrr að mati Þórunnar Sigurðardóttur sem skipuð var stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu, af menntamálaráðherra vorið 2009. Þórunn segir að breyta hefði þurft öllu uppleggi Hörpu, ekki síst hvað fjölda félaga varðar. 11.8.2012 07:00
Stjórnarformaður útilokar ekki afsögn „Ég hef haft miklar efasemdir um að þetta mundi ganga svona áfram. Hins vegar má segja að við sem erum hér í stjórnum berum auðvitað ábyrgð. Á meðan maður segir ekki af sér, þá ber maður náttúrulega ábyrgð.“ Þetta segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu. Áætlað er að tap Hörpu í ár nemi 407 milljónum króna. En hyggur Þórunn á afsögn? 11.8.2012 06:30
Búast við 500 þúsund gestum á tíu árum Gert er ráð fyrir að tæplega hálf milljón gesta geti heimsótt Þríhnúkagíg á næsta áratug. Ljóst er að byggja þarf upp aðstöðu fyrir þennan fjölda. Frummatsskýrsla VSÓ gerir ráð fyrir útsýnispöllum og þjónustubyggingu í hellinum og betra aðgengi fyrir ferðamenn. 11.8.2012 06:15
60 látnir eftir flóð í Maníla Talið er að sextíu manns hið minnsta hafi týnt lífinu í flóðunum í Maníla, höfuðborg Filippseyja, í vikunni. Öllum þeim rúmlega 360 þúsund manns sem höfðu leitað í neyðarskýli var leyft að snúa til síns heima í gær. 11.8.2012 06:00
Dreginn tvisvar á stuttum tíma Þorlákur ÍS var dreginn til hafnar í Bolungarvík á fimmtudag af togaranum Páli Pálssyni, en Þorlákur hafði fengið veiðarfærin í skrúfuna þegar báturinn var að makrílveiðum, samkvæmt frétt á vikari.is. 11.8.2012 05:45
Tekið tillit til vanda framhaldsskólanna Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sérstakt tillit verði tekið til framhaldsskólanna í fjárlagavinnu næsta árs. Eigi það bæði við um skólana í heild, en einnig einstaka skóla sem standa illa. Niðurskurður í rekstri skólanna hafi verið mikill og ýmsir framhaldsskólar eigi mjög erfitt. 11.8.2012 05:30
Töskugámur rakst í flugvél Töskugámur rakst í flugvél við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær og var lögreglan kölluð út í kjölfarið. 11.8.2012 05:30
Taka upp netin vegna laxleysis Hópur netaveiðirétthafa í Ölfusá og Hvítá mælast til þess að netaveiðibændur dragi úr veiðisókn eða taki upp netin á vatnasvæðinu það sem eftir lifir veiðitíma í sumar. Þetta er gert vegna lítillar laxveiði á svæðinu það sem af er veiðitímans. 11.8.2012 05:30
Einn vinsælasti ætisveppurinn Kóngssveppur, eða ætilubbi (Boletus edulis), er algengastur á Vesturlandi og Vestfjörðum, en er einnig að finna í Borgarfirðinum og víðar. Hann er líkur kúalubba í útliti (Leccinum scabrum) en getur orðið mun stærri. Kóngssveppurinn sem Raimundas fann er með þeim stærstu sem fundist hafa hér á landi. Sveppurinn er kenndur við Karl Jóhann Svíakonung og er einn af vinsælustu ætisveppum hér á landi. 11.8.2012 04:45
Missti aðgang að Facebook-síðu Schjetne Lögreglan í Noregi komst inn á Facebook-aðgang Sigrid Giskegjerde Schjetne, sem hefur verið saknað síðan á aðfaranótt sunnudagsins. 11.8.2012 04:15
Röng dánarorsök oft gefin Læknar á Bretlandi gefa ófullnægjandi upplýsingar um dánarorsök í fjórðungi tilfella. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var innan breska heilbrigðiskerfisins. Þar kemur einnig fram að í tíu prósentum tilfella sé röng dánarorsök skráð. Guardian segir frá þessu. 11.8.2012 04:00
Óvinur Gaddafi kjörinn forseti Hið nýstofnaða líbíska þing kaus bráðabirgðaforseta landsins í gærmorgun. Nýr forseti heitir Mohammed el-Megarif en hann var leiðtogi stærsta og rótgrónasta stjórnarandstöðuflokksins í Líbíu á meðan Moammar Gaddafi var enn einræðisherra í Líbíu. El-Megarif hefur verið í útlegð í Bandaríkjunum síðan á níunda áratugnum. Hann mun sitja þar til ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt á næsta ári. 11.8.2012 04:00
Risavaxinn sveppur fannst í Borgarfirði „Ég held að þetta hljóti að vera stærsti sveppur á Íslandi,“ segir Raimundas Valasinavicius, reyndur sveppatínslumaður, um risavaxinn kóngssvepp sem hann fann í Borgarfirðinum í gær. Raimundas hefur tínt sveppi í meira en þrjátíu ár, bæði í föðurlandi sínu Litháen og hér á landi, hvar hann hefur nú verið búsettur í tólf ár. 11.8.2012 03:15
Nefna gíg í geimnum eftir Nínu Örnefnanefnd Alþjóðasambands stjarnvísindamanna (IAU) hefur samþykkt tillögur vísindahóps Messenger-geimfars NASA um nafngiftir á níu gígum við norðurpól Merkúríusar (Merkúr), innstu reikistjörnu sólkerfisins. Einn þessara gíga var nefndur eftir íslensku myndlistarkonunni Nínu Tryggvadóttur. 11.8.2012 03:15
Vildi sprengja ráðhús í Esbjerg Ungur Dani hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í níu mánuði eftir að hafa skipulagt að sprengja upp ráðhúsið í Esbjerg. 11.8.2012 03:00
Grand Hótel umhverfisvænt Grand Hótel hefur nú bæði fengið Svansvottun og vottun frá Túni. Svansvottuninni fylgja afar strangar reglur um notkun á vatni, orku og hreinlætisvörum. Nú notar hótelið til dæmis aðeins vottuð þvottaefni, en áður rann um eitt tonn af klóri í gegnum þvottahús hótelsins á ári. 11.8.2012 02:45
Þrír létust við brotlendingu Þrír létust þegar flugvél af gerðinni Cessna 172 brotlenti í fjallshlíð við Søvatnet í Noregi. 11.8.2012 02:30
Skoða saltfisk með segulómun Matís og Íslenskir saltfiskframleiðendur (ÍSF) standa að nýju verkefni þar sem dreifing salts og vatns um vöðva í saltfiski verður rannsökuð og hvernig mismunandi meðhöndlun hefur áhrif á gæði lokaafurðarinnar. Til verkefnisins fékkst styrkur frá AVS-rannsóknasjóði. Meðal markmiða verkefnisins er að finna ástæðu þess að gallar finnast í fiskinum og að koma í veg fyrir myndun þeirra með bættum verkunaraðferðum. Lokamarkmiðið er að bæta vöru sem flutt er á hefðbundna markaði og vinna nýja. 11.8.2012 02:15
Vopnabirgðir uppreisnarmanna þverra Sýrlenskir uppreisnarmenn eiga við vanda að etja því skotfæri þeirra eru nú af skornum skammti. Stjórnarher Bashars al-Assad gerir enn þungar árásir á virkisborgina Aleppo í norðurhluta landsins. 11.8.2012 02:00
Metþátttaka í Gleðigöngunni á morgun Það verður metþátttaka í Gleðigöngunni á morgun þegar 40 atriði af öllum stærðum og gerðum aka niður Laugaveginn. Formaður Hinsegin daga gerir sér vonir um að 80 þúsund manns leggi leið sína í miðbæinn. 10.8.2012 22:58
Ómögulegt að lifa á námslánum - 1.300 kall í mat á dag Það er gömul saga og ný að það er ómögulegt að lifa einungis á námslánum frá Lánasjóði Íslenskra námsmanna. Þetta segir Sara Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs, en í dag birtist frétt á mbl.is um að einstaklingum á námslánum séu ætlaðar 1.321 króna á dag til matar- og drykkjarkaupa. 10.8.2012 22:22
"Frekar epískt að selja Emmu Watson bíómiða“ "Það var frekar epískt að selja Emmu Watson bíómiða," segir Hildur Ólafsdóttir afgreiðslustúlka í Háskólabíó sem afgreiddi stórstjörnuna þegar hún kom að horfa á kvikmyndina To Rome with love klukkan hálf sex í dag. 10.8.2012 22:03
Myndband frá kertafleytingunni Hin árlega kertafleyting til minningar um fórnarlömb kjarnorkusprengjanna í Hírósíma og Nagasakí í ágúst 1945 var haldin við Tjörnina í Reykjavík í gækvöldi. Inosúke Hayasakí átta tíu og eins árs gamall Japani sem lifði af kjarnorkusprenginguna í Nakasakí flutti ávarp en hann var staddur í um eins kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem sprengjan féll. Fjöldi fólks fleytti síðan kertum til minningar um fórnarlömbin eins og myndbandið sem sjá má hér að ofan ber með sér. Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður tók myndirnar í gærkvöldi. 10.8.2012 23:53
Þyrla sótti eina og sjúkrabíll aðra Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu sem féll af hestbaki í Húsadal í Þórsmörk í dag. Konan handleggs- og axlarbrotnaði að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Konan var með hóp í hestaferð þegar óhappi átti sér stað. Konan er nú komin undir læknishendur á Landspítalanum í Fossvogi. 10.8.2012 23:49
Mun ódýrara að leyfa fötluðum að velja aðstoðarfólk Notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir fatlaða á ekki aðeins eftir að breyta lífi margra þeirra sem koma til með njóta þeirrar þjónustu, en hún gæti einnig sparað sveitarfélögum stórfé ef marka má reynslu nágrannaþjóða. Andri Ólafsson kannaði málið. 10.8.2012 22:41
Akureyringar þurfa að spara vatnið Akureyringar glíma nú við vatnsskort, mitt í veðurblíðu. Forstjóri Norðurorku segir að íbúar hafi tekið tilmælum fyrirtækisins vel um að fara sparlega með vatn, en sér fram á að staðan batni strax um helgina. 10.8.2012 21:28
Óverjandi að börnum skuldugra sé vísað af frístundaheimilum Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri Grænna, skrifar á bloggi sínu um fréttir síðustu daga þess efnis að börn eigi á hættu að vera vísað af frístundaheimilum sveitarfélaga eða af leikskólum ef foreldrar þeirra greiða ekki skuldir sínar við sveitarfélagið. Hún segir slíkt með öllu óverjandi. 10.8.2012 21:09
Sumarhúsaeigendur í hár við Orkuveituna Sumarbústaðaeigendur við Elliðavatn og Helluvatn hafa myndað félag og ætla að verjast Orkuveitu Reykjavíkur sem vill þá af landi sínu og hefur rift samningum. 10.8.2012 20:46
Björk styður Pussy Riot Söngkonan Björk birti yfirlýsingu til varnar stúlknapönksveitinni Pussy Riot á heimasíðu sinni í dag. 10.8.2012 20:35
Noregur minnir Pétur á Ísland 2007 Staðan í Noregi nú um mundir er farin að minna þingmanninn Pétur H. Blöndal ískyggilega á Ísland árið 2007. Um þetta skrifar hann á facebook síðu sinni í dag. 10.8.2012 20:18
Til stendur að leita að þeim sem kveiktu eldana Sveitarstjórnin í Súðavík í samstarfi við lögreglu mun hefja leit að þeim sem ollu sinueldunum sem brunnið hafa í Laugadal í Ísafjarðardjúpi að undanförnu. Að sögn sveitarstjóra er markmiðið frekar að varpa ljósi á það sem gerðist heldur en að gera þá bótaábyrga. Sveitarfélagið mun þó kanna réttarstöðu þess gagnvart aðilunum. 10.8.2012 19:21
Íslenskir lögregluþjónar eru auðkenndir Íslenskir lögreglumenn hafa frá upphafi borið númer til að fólk eigi möguleika á að greina einstaka lögreglumenn úr þessu einkennisklædda mannhafi. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögregluþjóna, þekkir persónulega dæmi um að kerfið hafi borið árangur og fólk hafi komist í samband við einstaka lögreglumenn og borði þeim þakkir eða kvartað yfir þeim. 10.8.2012 18:31
Down-hill nýtur sívaxandi vinsælda Töluverð ásókn er í svokallað Down-hill í Skálafelli. Brautin þar var opnuð fyrir tveimur árum en um er að ræða þriggja kílómetra langa fjallahjólabraut með stökkpalli og tilheyrandi. Hjólreiðamenn nota lyftur í Skálafelli til að komast upp á fjallið og hjóla svo aftur niður. Down-hill er nýlegt sport sem nýtur sívaxandi vinsælda. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór á stúfana á þriðjudag til að kynna sér um hvað málið snýst. Smelltu hér til að skoða myndir hans úr ferðinni. 10.8.2012 16:50
Heilir hafrar innkallaðir eftir að skordýr fundust í pokunum Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, í samráði við Heilsu ehf., hefur ákveðið að innkalla af markaði Heila hafra í 500 gramma plaspokum þar sem skordýr, nánar tiltekið bjöllur, hafa fundist í vörunni. Samkvæmt upplýsingum frá Heilsu hefur þegar verið brugðist við og varan fjarlægð úr hillum verslana. Þeir sem hafa keypt vöruna geta skilað henni í verslunina þar sem hún var keypt og fengið hana bætta. Verslanirnar sem hafrarnir voru seldir í eru Verslanir Heilsuhússins, Lifandi Markaður, Nettó Njarðvík, Samkaup Úrval Ísafirði, Vöruval Hf Vestmannaeyjum og Heilsuver Suðurlandsbraut. 10.8.2012 15:58
Benedikt leitar að grárri hryssu Benedikt Erlingsson leikstjóri leitar í dag með logandi ljósi að grárri hryssu sem gæti tekið þátt í mynd sem hann leikstýrir. Tökur á myndinni hefjast á mánudag. Stefnt er á að myndin verði frumsýnd á næsta ári. 10.8.2012 15:38
Raðnauðgara leitað Frönsku lögregluna grunar að raðnauðgari gangi laus í Mið-Frakklandi eftir að ellefu ára gamallari stúlku var nauðgað á tjaldsvæði á Ardeche-svæðinu á miðvikudag. Rannsókn er hafin á brotinu og hafa umsjónarmenn tjaldsvæða verið beðnir um auka öryggi á svæðum sínum. Lögreglan telur að árásin á miðvikudag tengist kynferðisbrotamálum sem hafa átt sér stað í nágrannabæjum undanfarnar vikur en ráðist hefur verið á sjö stúlkur á aldrinum sjö til tólf ára frá því lok júní. Teikningu hefur verið dreift til lögreglunnar sem byggð er á framburði vitna. Maðurinn er talinn vera um fertugt. 10.8.2012 15:17
Segja lögreglu og fangelsismálayfirvöld lofa ólögmætum ívilnunum Verjendur þeirra Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar segjast hafa rökstuddan grun um að lögreglan og fangelsismálayfirvöld séu að bjóða föngum ólögmætar ívilnanir fyrir vitnisburð í máli gegn þeim. Annþór og Börkur eru grunaðir um að hafa orðið samfanga sínum á Litla Hrauni að bana fyrr á árinu. 10.8.2012 14:40
Bandaríska sendiráðið skreytt í tilefni Gay Pride Bandaríska sendiráðið við Laufásveg skartar nú tveimur stórum fánum samkynhneigðra í tilefni gleðigöngunnar sem fer fram í miðborg Reykjavíkur á morgun. Starfsmenn sendiráðsins settu myndina hér til hliðar inn á Facebook-síðu sína í morgun. 10.8.2012 14:24
Þrjár neyðarlendingar vegna flugdólga Þrisvar sinnum kom til þess að grípa þurfti til neyðarlendingar flugvéla á Keflavíkurflugvelli á síðasta ári vegna óláta farþega um borð. Í einu tilvikanna þurfti að yfirbuga farþega í vélinni. Þá voru átján neyðarlendingar á vellinum á árinu vegna veikinda farþega um borð. Þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglustjórans á Suðurnesjum fyrir árið 2011 sem kom út í dag. 10.8.2012 13:32
Skeit í garð nágranna síns Alltof mikið er um það að lögreglunni á Suðurnesjum berist kvartanir vegna lausagöngu hunda í umdæminu. Í gær barst til að mynda kvörtun frá íbúa í Njarðvík um að hundur nágranna hans gengi ítrekað laus og valsaði um þar sem honum sýndist. Sá sem kvartaði sagði að nú væri mælirinn fullur því hundurinn hefði skitið í garðinn hjá sér og væri það til á upptöku. Málið var tilkynnt til heilbrigðiseftirlits Suðurnesja. Lögregla vill minna á að lausaganga hunda er bönnuð. 10.8.2012 13:27