Erlent

Röng dánarorsök oft gefin

lík Gera á átak í því að tilgreina rétta dánarorsök í bresku heilbrigðiskerfi.
lík Gera á átak í því að tilgreina rétta dánarorsök í bresku heilbrigðiskerfi.
Læknar á Bretlandi gefa ófullnægjandi upplýsingar um dánarorsök í fjórðungi tilfella. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerð var innan breska heilbrigðiskerfisins. Þar kemur einnig fram að í tíu prósentum tilfella sé röng dánarorsök skráð. Guardian segir frá þessu.

Auk óþæginda fyrir ættingja þýðir þetta að skráningu er ábótavant og röng mynd fæst af heilsufarsmálum þjóðarinnar. Algengt er að læknar kynni sér bakgrunn sjúklinga ekki nægilega vel. Sem dæmi er nefnt að hjá krabbameinssjúklingi sem deyr úr lungnabólgu er krabbameinið í raun dánarorsökin.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×