Erlent

Óvinur Gaddafi kjörinn forseti

Mynd/REuters
Hið nýstofnaða líbíska þing kaus bráðabirgðaforseta landsins í gærmorgun. Nýr forseti heitir Mohammed el-Megarif en hann var leiðtogi stærsta og rótgrónasta stjórnarandstöðuflokksins í Líbíu á meðan Moammar Gaddafi var enn einræðisherra í Líbíu.

El-Megarif hefur verið í útlegð í Bandaríkjunum síðan á níunda áratugnum. Hann mun sitja þar til ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt á næsta ári.

Forysta þjóðarinnar til frelsunar Líbíu, flokkur el-Megarif, gerði margar tilraunir til að enda 42 ára langa valdatíð Gaddafi, meðal annars með morðtilraunum á einræðisherranum.- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×