Erlent

Vildi sprengja ráðhús í Esbjerg

Ungur Dani hefur nú setið í gæsluvarðhaldi í níu mánuði eftir að hafa skipulagt að sprengja upp ráðhúsið í Esbjerg.

Fyrrverandi eiginkona mannsins sagði til hans en lögreglan fann birgðir af áburði heima hjá manninum. Einnig fannst mikið magn af efninu nitróglyseríni en aðeins hálfur líter hefði nægt til að jafna ráðhúsið við jörðu.

Sakamálið er fyrst að komast í fréttirnar núna, eftir að Esbjergnetavis.dk komst á snoðir um málið í gær.

Maðurinn á langan brotaferil að baki.- ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×