Erlent

60 látnir eftir flóð í Maníla

Tekið til Þessi húsráðandi kom að heimili sínu í rúst eftir flóðin sem sökktu hátt í 80 prósent höfuðborgarinnar.
nordicphotos/afp
Tekið til Þessi húsráðandi kom að heimili sínu í rúst eftir flóðin sem sökktu hátt í 80 prósent höfuðborgarinnar. nordicphotos/afp
Talið er að sextíu manns hið minnsta hafi týnt lífinu í flóðunum í Maníla, höfuðborg Filippseyja, í vikunni. Öllum þeim rúmlega 360 þúsund manns sem höfðu leitað í neyðarskýli var leyft að snúa til síns heima í gær.

Flóðin hafa lagt heimili margra í rúst. „Sumir eiga ekkert heimili lengur, engan mat og engin föt nema þau sem þau eru í,“ segir Benito Ramos, yfirmaður almannavarna í borginni. Það fólk sem ekki getur snúið aftur heim bíður enn ráðalaust í skýlunum.

Flóðin hafa skilið heilleg heimili eftir full af eðju og eyðilagt innastokksmuni. „Það var erfitt að horfa upp á þetta þegar við flugum yfir,“ segir Ramos „Nú björgum við ekki fleirum heldur ráðumst í tiltekt.“- bþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×