Erlent

Þrír létust við brotlendingu

Þyrla ferjaði björgunarfólk á slysstað.Nordicphotos/AFP
Þyrla ferjaði björgunarfólk á slysstað.Nordicphotos/AFP
Þrír létust þegar flugvél af gerðinni Cessna 172 brotlenti í fjallshlíð við Søvatnet í Noregi.

Tvær flugvélar flugu samferða þegar slysið varð, en aðeins önnur brotlenti. Fólk í nærliggjandi bæ heyrði háværan hvell þegar flugvélin lenti á fjallinu, og er vélin gjörónýt.

Sterk bensínlykt var á slysstað þegar björgunarlið mætti á svæðið, sem gerði allar aðgerðir mun erfiðari. Slæmt veður, rigning og lélegt skyggni var björgunarfólki einnig til trafala.

Lögreglan vinnur nú að því að bera kennsl á líkin en vélin var skráð í Þýskalandi.- ktg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×