Fleiri fréttir

Yfir tuttugu virkjanakostir í athugun

Landsvirkjun stendur fyrir athugun á fjölda virkjanakosta, bæði hvað varðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir. Formaður Samorku segir eðlilegt að rannsaka virkjanakosti sem settir eru í biðflokk í rammaáætlun. Náttúruverndarsinnar gagnrýna boranir við Þjórsá.

Vefsíur gagnslausar í baráttunni gegn barnaklámi

Félag um stafrænt frelsi á Íslandi er mótfallið upptöku vefsíu til að hamla umferð Íslendinga á vefsíður með efni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt. Síur séu í besta falli gagnslausar og geti í raun gert ógagn.

Stjórnarskrá Íslands ramminn sem hélt

Ólafur Ragnar Grímsson sór embættiseið sem forseti Íslands í fimmta skipti í gær. Sagði fimm kosningar frá hruni sýna kosti stjórnarskrárinnar en minntist ekki á kosningar til stjórnlagaráðs. Vill að kjörnir fulltrúar láti af átökum.

Ofbeldisbrotum og innbrotum fækkaði 2011

Ofbeldisbrotum og innbrotum fækkaði verulega á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Þá fækkaði skemmdarverkum einnig en kynferðisbrotum fjölgaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2011 sem kom út á þriðjudag.

Kapphlaup um bestu tjaldstæðin

VestmannaeyjarÞað var handagangur í öskjunni þegar Eyjamönnum var leyft að stika út svæði fyrir tjöld sín í Herjólfsdal í gær.

Assad forseti hvetur herlið sitt til dáða

Segir örlög Sýrlands ráðast í orrustunni um Aleppo. Amnesty International fordæmir framferði stjórnarhersins og lýsir mannréttindabrotum hans í nýrri skýrslu. Öryggisráð S.Þ. hvatt til að draga Sýrland fyrir stríðsglæpadómstól.

Eilíft líf árið 2045?

Rússneskur vísindamaður vonast til að geta boðið mannkyni eilíft líf innan 33 ára. Hann leitar nú á náðir auðugustu einstaklinga veraldar í þeirri von um að þeir styrki verkefnið. Í staðinn lofar hann þeim eilíft líf sér að kostnaðarlausu.

Þjóðhátíðarbrennan er ekki í hættu

Vísi hefur borist ábendingar um að eldur logi í þjóðhátíðarbrennunni í Vestmannaeyjum. Í samtali við fréttastofu sagði lögreglumaður að svo væri ekki. Um er að ræða lítil bál sem logar við hlið brennunnar.

Hnúfubakur strandaði í sundlaug

Tíu metra langur hnúfubakur strandaði í sundlaug við Newport-ströndina í Ástralíu í gær. Yfirvöld á svæðinu vonast til að dýrið skolist aftur á haf út í næsta háflæði.

He-man snýr aftur á hvíta tjaldið

Kvikmyndaframleiðendur í Hollywood undirbúa framleiðslu nýrrar kvikmyndar um ofurmennið He-man. Ekki er vitað hver muni fara með hlutverk kappans.

Fjallaleiðsögumenn sitja naktir fyrir - ræða nú dagatal

Það er aldrei róleg stund hjá leiðsögumönnum ferðaskrifstofu Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Þegar markaðsfulltrúinn bað um ljósmynd af piltunum ákváðu þeir að sýna honum hvernig atvinnumenn í fjallaferðum gera hlutina.

Flugvelli í Texas lokað í kjölfar sprengjuhótunar

Alþjóðaflugvöllurinn í San Antonio í Texas var rýmdur í kvöld eftir að sprengjuhótun barst. Allir starfsmenn og flugfarþegar hafa verið fluttur úr byggingunni. Þá hefur öllum flugum verið frestað.

Fátt um svör eftir að rúta var stöðvuð á Egilsstöðum

Lögreglan á Egilsstöðum kyrrsetti í dag rútu frá fyrirtækinu Bílar og fólk ehf. Framkvæmdastjóri félagsins hafði í kjölfarið samband við lögregluna á Egilsstöðum og á Höfn en hvorugt embættið kannaðist við málið.

Nítugasta kóngulóategundin gerir sig heimakomna

Nýjasti landnemi Íslands er langleggjuð, vel hærð, fim og afskaplega falleg að sögn meindýraeyðis. Hann telur að með þessum landnema megi gera ráð fyrir því að finna megi 90 kóngulótegundir á landinu.

Refsiheimildir laga um gjaldeyrisviðskipti ófullnægjandi

Refsiheimildir í lögum um gjaldeyrisviðskipti eru ekki fullnægjandi og því er ekki hægt að ákæra einstaklinga þrátt fyrir að Seðlabankinn gruni þá um brot. Þetta kemur fram í áliti Ríkissaksóknara sem fréttastofa hefur undir höndum. Fundur sem Seðlabankinn vildi með Ríkissaksóknara um málið fyrir tveimur mánuðum hefur enn ekki verið haldinn.

Alvarlegum vanskilum heldur áfram að fjölga

Tæplega tuttugu og sjö þúsund einstaklingar eru í alvarlegum vanskilum og hafa þeir aldrei verið fleiri. Helmingi fleiri fasteignir voru seldar á nauðungarsölu í Reykjavík á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tíma fyrra.

"Botninum í niðurskurði virðist ekki náð"

"Fyrsta skrefið í átt að bættu ástandi fæst með því að ræða stöðuna." Þetta segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri landssambands lögreglumanna. Hann gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann ræddi við þáttastjórnendur um ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem kom út í gær.

Forsetinn sór embættiseið

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sór embættiseið í fimmta sinn í þinghúsinu um klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur í dag. Það var Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, sem setti Ólaf Ragnar Grímsson í embætti. Hann gekk að því loknu á svalir Alþingishúsinu ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú þar sem hann bað menn að minnast fósturjarðarinnar.

Forsetahjónin komin til kirkju

Forsetahjónin eru komin til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Þau mættu í Alþingishúsið klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú í dag, en um tíu mínútum seinna hófst guðsþjónustan og ráðgert er að Ólafur Ragnar Grímsson verði settur í embætti forseta klukkan fjögur. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Markús Sigurbjörnsson gengu fyrstir í átt að Dómkirkjunni, því næst Dorrit Moussaieff forsetafrú og Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, en því næst Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis.

Árásarmaðurinn í Mjóddinni handtekinn

Búið er að handtaka mann sem grunaður er um að hafa stungið mann í lærið í Mjódd rétt fyrir klukkan eitt í dag. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn handtekinn skammt frá staðnum þar sem atvikið varð. Maðurinn sem var stunginn var fluttur á slysadeild með áverka, en ekki er vitað meira um líðan hans. Sjónarvottur sagði í samtali við Vísi að sá sem varð fyrir árásinni hafi gefið upp nafn árásarmannsins. Ekki er vitað um tildrög árásarinnar.

Stunginn um hábjartan dag í Mjódd

Karlmaður var stunginn í Mjódd rétt fyrir klukkan eitt í dag. Hann fékk aðstoð viðstaddra við að stöðva blæðingu sem hlaust af, en sjúkralið kom svo á staðinn og var maðurinn fluttur á slysadeild. Nokkur hópur fólks varð vitni að atburðinum. Samkvæmt frásögn eins sjónvarvottar sem dreif að eftir atburðinn gat sá sem stunginn var gefið upp nafnið á árásarmanninum.

Aldrei eins fá innbrot

Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði verulega á síðasta ári og hafa aldrei verið eins fá. Að jafnaði voru framin fjögur innbrot í umdæminu á hverjum degi, en til samanburðar voru þau sex árið á undan.

Sjö þúsund þyrstir Íslendingar á klukkustund

Forsvarsmenn Vínbúðarinnar búast við annasamri viku nú þegar Verslunarmannahelgin nálgast. Í fyrra komu tæplega 117 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar vikuna fyrir þessa stærstu ferðamannahelgi ársins. Til samanburðar komu að meðaltali 98 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í viku í júlí.

Fjölskylda Ólafs Ragnars viðstödd embættistökuna

Öll fjölskylda Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður viðstödd embættistöku hans í Alþingishúsinu síðdegis. Vísir náði tali af Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur, dóttur forsetans núna í hádeginu. Þá var hún að greiða dætrum sínum fyrir athöfnina, en einnig að sinna yngstu börnum sínum sem ekki hafa nægan aldur til að vera viðstödd.

Lögreglumenn ættu að vera 700 en ekki 300

Alltof langt hefur verið gengið í niðurskurði á löggæslu á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglustjóri. Á svæðinu ættu að vera vel yfir sjö hundruð lögreglumenn en ekki þrjú hundruð, ef við berum okkur saman við frændur okkar Norðmenn.

Óvenju mörg manndrápsmál í fyrra

Óvenjumörg manndrápsmál, eða alls þrjú, voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglunnar sem birt var í gærkvöld. Tímabilið 2007-2010 voru framin samtals fjögur morð í umdæminu og árið í fyrra var því óvenjulegt að þessu leyti. Lögreglan segir þó að varast beri að horfa á sérstaka þróun í þessum efnum og rétt að hafa hugfast að í fyrra fækkaði ofbeldisbrotum á höfuðborgarsvæðinu.

Eftirlitsmyndavélar í Herjólfsdal

Öryggisgæsla á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið efld til muna frá því á síðasta ári, segir Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóðhátíðarnefndar. Ellefu öryggismyndavélar verða í Herjólfsdal og um 120 manns sinna gæslu á svæðinu.

Lést í slysi á sunnudag

Ökumaður sem lést í slysi nærri Steingrímsfjarðarheiði á sunnudagskvöld hér Halldór Jónsson. Halldór var fæddur 8. febrúar 1932 á Ísafirði, en starfaði sem ökukennari í Reykjavík. Hann lætur eftir sig eiginkonu. Hann eignaðist fimm börn, en eitt þeirra er látið. Líðan kanadísks pars sem var farþegar í bíl Halldórs var að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu óbreytt í gærkvöldi. Karlmaðurinn var enn í lífshættu og var haldið sofandi og í öndunarvél, en konan er ekki lengur í lífshættu.

Mamma Brynjars fagnar sýknudómi

Brynjar Mettinisson hefur verið sýknaður af ákæru um fíkniefnasmygl. Þetta fullyrðir móðir hans í samtali við DV í dag. Móðir hans segir þó að hann sé ekki laus heldur þurfi Brynjar að bíða í mánuði þar til saksóknarar hafa ákveðið hvort málinu verði áfrýjað eða ekki. Þetta er mikill léttir og þó að það sé smá skuggi framundan þá er það samt léttir að hann hafi verið sýknaður," segir hún.

Slökkvitæki björguðu miklu í tveimur eldsvoðum

Greiður aðgangur að slökkvitækjum í sameignum tveggja fjölbýlishúsa á höfuðborgarsvæðinu kom í veg fyrir að eldur færi úr böndunum í báðum tilvikum í gærkvöldi og í nótt.

Engin samstaða meðal strandveiðisjómanna

Ekkert varð úr samstöðu strandveiðisjómanna um að hefja ekki veiðar úr ágúst kvótanum fyrr en eftir verslunarmannahelgi , til að koma í veg fyrir verðfall á mörkuðum.

Þúsundir flýja borgina daglega

Þúsundir manna eru sagðir flýja frá Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands, á hverjum einasta degi. Harðar árásir stjórnarhersins á borgina síðustu daga virðast ekki hafa brotið uppreisnarmenn á bak aftur.

Forsetahjónanna beðið

Nú er allt orðið klappað og klárt fyrir embættistöku Ólafs Ragnars Grímssonar sem fram fer í þinghúsinu í dag. Forsetinn mætir klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú með Dorrit Moussaieff, eiginkonu sinni. Um hálffjögur verður gengið til guðþjónustu í Dómkirkjunni og um fjögur hefst athöfnin sjálf í þinghúsinu. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur leikið lög frá því klukkan þrjú.

Vitni fá nafnleynd í manndrápsmáli

Dómari féllst í gær á að leyfa vitnum í manndrápsmáli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar að njóta nafnleyndar. Sakborningarnir og verjendur þeirra munu ekki fá að vita hver vitnin eru. Afar sjaldgæft er að úrræðinu sé beitt.

Slasaðist þegar fjórhjól valt

Ökumaður fjórhjóls slasaðist þegar hann fór út af vegslóða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og hjólið valt. Hann meiddist meðal annars á fótum og rifbeinsbrotnaði.

Fleiri dauðsföll vegna ebolasmits í Úganda

Enn berast fréttir af fleiri dauðsföllum vegna ebolasmits í Úganda. Í gærdag létust tveir einstaklingar, þar af einn fimm ára gamall drengur, og því hafa 16 látist af þessum sjúkdómi undanfarna daga.

Sjá næstu 50 fréttir