Eftirlitsmyndavélar í Herjólfsdal Boði Logason skrifar 1. ágúst 2012 10:42 Búist er við 14 til 15 þúsund manns í Herjólfsdal um helgina. Öryggisgæsla á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið efld til muna frá því á síðasta ári, segir Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóðhátíðarnefndar. Ellefu öryggismyndavélar verða í Herjólfsdal og um 120 manns sinna gæslu á svæðinu. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefst formlega á föstudaginn en talið er að hátíðin í ár verði sú næststærsta í sögunni eða 14 til 15 þúsund gestir. „Við höfum eflt öryggisþáttinn hjá okkur og erum búnir að setja upp eftirlitsmyndavélakerfi. Það verða ellefu vélar í dalnum og hægt verður að fylgjast með gestum í rauntíma. Það verður hægt að stækka myndina þannig að hægt er að greina andlit og það verða menn við skjái sem fylgjast með þessu. Þá verða einnig 120 manns í gæslu," segir Páll í samtali við Vísi. Nú þegar eru gestir byrjaðir að streyma til Eyja. „Það byrjaði fólk að koma hingað í gær en það eru þá gestir sem verða í húsum. Ég býst við að fleira fólk komi í dag. Og í dag klukkan sex þá fara heimamenn og velja sér stæði fyrir stóru hvítu tjöldin. Það er stór stund og eiginlega mín uppáhalds. Mönnum getur hitnað í hamsi, margir þrútna og blása hressilega," segir hann.Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar.Veðurspáin er með besta móti og segir Páll það vissulega gleðiefni. „Þegar óvissuþættirnir, eins og veðrið, fara að standa með okkur er gaman að þessu. Það stefnir í að það verði bara bongóblíða í Eyjum um helgina." Og síðustu daga og vikur hafa verslunarmenn bætt í hillurnar á lagerinn hjá sér. „Menn eru ekki að kaupa inn eins og fyrir venjulega helgi. Yfir þessa helgi erum við að fjórfalda íbúafjöldann í Vestmannaeyjum. Þetta væri eins og að halda 400 þúsund manna festival í Reykjavík, þá þyrftu veitingamenn að fylla vel á lagerinn sinn," segir Páll og bendir á að veitingamenn í Eyjum taki inn 6 mánaða veltu bara yfir Þjóðhátíðina. „Þetta skiptir þá vissulega máli," segir hann. Á Vísi í mars kom fram að boðið verði upp á nýja gistimöguleika yfir Þjóðhátíðina. Hægt verður að tjalda inn í nýja knattspyrnuhúsinu og leigja þar gistingu undir þaki. Þá verður boðið upp á kynjaskipta gistingu í íþróttasölum bæjarins, þar sem stelpur verða sér og strákar sér í svefnpokaplássum. Bæði svæðin verða vöktuð af gæslumönnum. Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Öryggisgæsla á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið efld til muna frá því á síðasta ári, segir Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóðhátíðarnefndar. Ellefu öryggismyndavélar verða í Herjólfsdal og um 120 manns sinna gæslu á svæðinu. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefst formlega á föstudaginn en talið er að hátíðin í ár verði sú næststærsta í sögunni eða 14 til 15 þúsund gestir. „Við höfum eflt öryggisþáttinn hjá okkur og erum búnir að setja upp eftirlitsmyndavélakerfi. Það verða ellefu vélar í dalnum og hægt verður að fylgjast með gestum í rauntíma. Það verður hægt að stækka myndina þannig að hægt er að greina andlit og það verða menn við skjái sem fylgjast með þessu. Þá verða einnig 120 manns í gæslu," segir Páll í samtali við Vísi. Nú þegar eru gestir byrjaðir að streyma til Eyja. „Það byrjaði fólk að koma hingað í gær en það eru þá gestir sem verða í húsum. Ég býst við að fleira fólk komi í dag. Og í dag klukkan sex þá fara heimamenn og velja sér stæði fyrir stóru hvítu tjöldin. Það er stór stund og eiginlega mín uppáhalds. Mönnum getur hitnað í hamsi, margir þrútna og blása hressilega," segir hann.Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar.Veðurspáin er með besta móti og segir Páll það vissulega gleðiefni. „Þegar óvissuþættirnir, eins og veðrið, fara að standa með okkur er gaman að þessu. Það stefnir í að það verði bara bongóblíða í Eyjum um helgina." Og síðustu daga og vikur hafa verslunarmenn bætt í hillurnar á lagerinn hjá sér. „Menn eru ekki að kaupa inn eins og fyrir venjulega helgi. Yfir þessa helgi erum við að fjórfalda íbúafjöldann í Vestmannaeyjum. Þetta væri eins og að halda 400 þúsund manna festival í Reykjavík, þá þyrftu veitingamenn að fylla vel á lagerinn sinn," segir Páll og bendir á að veitingamenn í Eyjum taki inn 6 mánaða veltu bara yfir Þjóðhátíðina. „Þetta skiptir þá vissulega máli," segir hann. Á Vísi í mars kom fram að boðið verði upp á nýja gistimöguleika yfir Þjóðhátíðina. Hægt verður að tjalda inn í nýja knattspyrnuhúsinu og leigja þar gistingu undir þaki. Þá verður boðið upp á kynjaskipta gistingu í íþróttasölum bæjarins, þar sem stelpur verða sér og strákar sér í svefnpokaplássum. Bæði svæðin verða vöktuð af gæslumönnum.
Mest lesið Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira