Innlent

Sjö þúsund þyrstir Íslendingar á klukkustund

Forsvarsmenn Vínbúðarinnar búast við annasamri viku nú þegar Verslunarmannahelgin nálgast. Í fyrra komu tæplega 117 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar vikuna fyrir þessa stærstu ferðamannahelgi ársins. Til samanburðar komu að meðaltali 98 þúsund viðskiptavinir í Vínbúðirnar í viku í júlí.

Í fyrra seldust 662 þúsund lítrar af áfengi í vikunni fyrir Verslunarmannahelgina en meðal salan í viku í júlí var um 449 þúsund lítrar.

Samkvæmt upplýsingum frá Vínbúðunum sýnir reynslan að flestir viðskiptavinir koma föstudaginn fyrir verslunarmannahelgina. Nánar til tekið á milli klukkan fjögur og sex eða allt að sjö þúsund viðskiptavinir á klukkustund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×