Fleiri fréttir Ronan Keating söng fyrir þjóðhátíðargesti Ronan Keating steig á svið í Vestmannaeyjum á ellefta tímanum í kvöld. Hátt í fimmtán þúsund manns buðu írska söngvarann velkominn. 5.8.2012 23:17 "Ég er hrædd um börnin mín" Fjöldi kom saman í belgíska smábænum Malonne í morgun til að mótmæla væntanlegri komu Michelle Martin þangað, en hún er fyrrverandi eiginkona hins alræmda Marc Dutroux sem fékk lífstíðardóm árið 2004 fyrir misnotkun og morð á ungum stúlkum. Martin var fundin samsek og hlaut 30 ára fangelsisdóm en á þriðjudag, var ákveðið að láta hana lausa eftir 16 ára afplánun og voru það nunnur í nágrenni við þennan litla bæ sem samþykktu að taka við henni. "Ég er hrædd um börnin mín, sem eru átta mánaða og þriggja ára. Þegar ég sá að henni yrði sleppt varð ég hrædd um að hún gerði þetta aftur. Hún sat ekki allan dóminn í fangelsi og mér finnst skrýtið að henni skuli vera sleppt núna,“ segir Sophie Vigneron, íbúi í Malonne. 5.8.2012 22:30 Ekkert sem toppar Hvíta húsið Fjölmiðlamaðurinn og stjórnsýslufræðingurinn Gunnar Sigurðsson lítur á söngkonuna Helgu Möller sem súperstjörnu. Hvorugt þeirra er fyrir útihátíðir en þeim mun hrifnari af golfíþróttinni göfugu. Kjartan Guðmundsson hitti rökstólapar vikunnar. 5.8.2012 21:00 Ronan Keating: Frábært partí í kvöld Írska poppstjarnan Ronan Keating mætti til Eyja síðdegis en hann segist hlakka til að spila þar í kvöld þrátt fyrir lítinn svefn. Við hittum á hann á Reykjavíkurflugvelli í dag. 5.8.2012 19:23 Sjö látnir - þar á meðal árásarmaður Að minnsta kosti sjö eru látnir, þar á meðal einn árásarmaður, í bænahúsi trúarsafnaðar í bænum Oak Creek í Wisconsin í Bandaríkjunum nú síðdegis. Tugir eru særðir eftir að maðurinn réðist þangað inn. Þetta staðfestir lögreglustjórinn í bænum. Sumar fréttir benda til þess að börn séu í gíslingu í kjallara trúarsafnaðarins en það hefur ekki fengið staðfest. Þá eru einhverjir fjölmiðlar sem halda því fram að aðeins einn árásarmaður hafi ráðist inn í bænahúsið en aðrir segja árásarmennina vera nokkra. Fregnir af málinu eru enn óljósar en fylgst verður með gangi mála hér á Vísi í kvöld. 5.8.2012 19:11 Laus úr haldi og neitar sök Tuttugu og tveggja ára karlmaður, sem kærður var fyrir nauðgun í Herjólfsdal aðfaranótt laugardags, hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Hann var yfirheyrður síðdegis í dag og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu neitar hann sök. 5.8.2012 17:52 Enn í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls Rannsókn lögreglu á smygli á kókaíni hingað til lands í lok maí síðastliðnum er lokið og samkvæmt upplýsingum fréttastofu er búist við að málið verði sent til ríkissaksóknara á næstu vikum. Maður á fertugsaldri, og kona á þrítugsaldri, sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 5.8.2012 16:52 Hitabeltisstormur við Jamaíka Hitabeltisstormurinn Ernesto gekk nærri landi við eyjuna Jamaíku í morgun en vindhraði stormsins er um hundrað kílómetra hraði á klukkustund. Mikil rigning fylgdi storminum á eyjunni í morgun og flyktust íbúar út í verslanir og keyptu vatn, brauð og niðursoðinn mat ef vera skildi að rafmagn færi af eyjunni. Veðurathugunarstöð bandaríkjanna fylgist grannt með gangi mál. Samkvæmt veðurspám er talið að stormurinn verði flokkaður sem fellibylur annað kvöld haldi hann áfram að stækka og eflast. Búist er við að stormurinn gangi yfir Cayman-eyjar á morgun, norðurhluta Hondúras á þriðjudag og Mexíkó á miðvikudag. 5.8.2012 15:11 Bráðkvaddur í Herjólfsdal Rétt fyrir miðnætti barst lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynning um mann sem misst hafði meðvitund í brekkunni í Herjólfsdal. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru læknir, hjúkrunarfræðingur, bráðatæknir og lögreglumenn nærstaddir og hófust lífgunartilraunir þegar í stað og var þeim haldið áfram á sjúkrahúsi en báru ekki árangur. Um er að ræða heimamann og í tilkynningu frá lögreglu segir að hugur allra bæjarbúa sé hjá aðstandendum hans. 5.8.2012 14:36 Fyrsta Gay-Pride í Víetnam Yfir hundrað reiðhjólamenn tóku þátt í fyrstu gay-pride hátíð Víetnama í dag og fóru þeir um höfuðborgina til að vekja athygli á réttindum samkynhneigðra. 5.8.2012 21:45 Útskrifaður í hádeginu Maðurinn sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi í nótt var útskrifaður af slysadeild á hádegi í dag en hann reyndist minna slasaður en talið var í fyrstu. Maðurinn var ökumaður bifreiðar sem hafnaði utan vegar og fór bílveltu á Skeiða- og Hrunamannavegi til móts við bæinn Auðsholt. Hann var meðvitundarlaus þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang og því var ákveðið að kalla til þyrlu. Þrír aðrir voru í bílnum en meiðsli þeirra voru minniháttar. 5.8.2012 19:56 Myndasyrpa frá Þjóðhátíð Mikið stuð var í Vestmannaeyjum í gær enda var flugeldasýning í Herjólfsdal og fjölmargir tónlistarmenn tóku lagið. Okkar maður Óskar P. Friðriksson var að sjálfsögðu með myndavélina á lofti allan daginn og kvöldið og tók myndir af því sem fyrir augu bar. Í myndaalbúminu má sjá enga aðra en Björgvin Halldórsson og Helga Björns taka lagið. Það gerist ekki mikið svalara. 5.8.2012 15:06 Brekkusöngurinn í beinni á Bylgjunni "Þetta verður í fyrsta skiptið í sögu Bylgjunnar sem við sendum beint úr frá brekkusöngnum,“ segir útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson sem kom til Vestmannaeyja í morgun. Brekkusöngurinn hefst á slaginu 23:20 og verður hægt að hlusta á allt í beinni á Bylgjunni. 5.8.2012 13:37 Lognið kom í veg fyrir að varðeldurinn breiddi úr sér Tilkynnt var um eld í skógi, rétt ofan við tjaldsvæði í Tungudal á Ísafirði í morgun. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var töluverður eldur í trjám á um 25 fermetra svæði og eftir að þeir höfðu barist við eldinn með slökkvitækjum var ákveðið að kalla út slökkvilið sem náði tökum á eldinum fljótt. 5.8.2012 11:10 Fékk gat á hausinn og tennur brotnuðu eftir hnefahögg Karlmaður var sleginn hnefahöggi í andlitið fyrir utan skemmtistað á Ísafirði í morgun með þeim afleiðingum að hann fékk gat á höfuðið og tennur brotnuðu í honum. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni var árásin kærð en vitað er hver árásarmaðurinn er og verður tekinn skýrsla af honum síðar í dag. 5.8.2012 11:01 Ölvuð grýtti hús á Fiskislóð Ölvuð kona var handtekin við Fiskislóð í Reykjavík um klukkan hálf tíu í morgun þar sem hún stóð fyrir utan hús og var að grýta það. Að sögn lögreglu braut konan rúðu í því. Rætt verður við hana þegar runnið verður af henni. 5.8.2012 10:51 Reykti jónu á Amtmannstíg Um klukkan fimm í morgun sást til gangandi manns á Amtmannsstíg í miðborg Reykjavíkur þar sem hann var að reykja jónu. Að sögn lögreglu var hann stöðvaður, vímuefnið tekið af honum og málið afgreitt með vettvangsskýrslu. 5.8.2012 10:47 Tugir fórust í sprengjuárás Minnst 35 eru látnir eftir sprengjuárás í borginni Jaar í Jemen, og hafa þar með tíu látist á sjúkrahúsi síðasta sólarhringinn af sárum sínum. 5.8.2012 10:45 50 ár frá dauða Monroe Hálf öld er í dag liðin frá því að bandaríska leikkonan Marilyn Monroe lést og er fjöldi dyggra aðdáenda þokkagyðjunnar nú samankominn í heimabæ hennar. 5.8.2012 10:36 Handtekinn grunaður um nauðgun Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum grunaður um að hafa nauðgað stúlku aðfaranótt laugardags í Herjólfsdal. 5.8.2012 09:39 Sprengjum rigndi í Aleppo í nótt Sprengjum stjórnarhersins í Sýrlandi hefur ringt yfir borgina Aleppo í nótt og í morgun. Fjöldi uppreisnarmanna hefur hörfað úr borginni en þeir sem eftir eru búa sig undir stórbardaga. 5.8.2012 09:30 Hótuðu ökumanninum með hnífi Þrír einstaklingar voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gær eftir að þeir höfðu í hótunum við ökumann bifreiðar sem þeir voru farþegar í, meðal annars ógnuðu þeir honum með hnífi. Ekki kom til átaka og enginn slasaðist en allir gistu fangageymslur. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Þá komu upp fjögur minniháttar fíkniefnamál í borginni í nótt, sjö ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og tveir ökumenn vegna gruns um fíkniefnaakstur. Tíu gistu fangageymslur fyrir hinar ýmsu sakir. 5.8.2012 09:29 Meðvitundarlaus eftir bílveltu - fluttur með þyrlu til Reykjavíkur Ökumaður bifreiðar var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu landhelgisgæslunnar eftir bifreiðin valt á Skeiða- og Hrunamannavegi við afleggjarann að Auðsholti á fjórða tímanum í nótt. Þrír aðrir sem voru í bílnum voru fluttir með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurlands með minniháttar áverka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ökumaðurinn meðvitundarlaus þegar komið var að en rankaði við sér síðar. Þyrlan lenti um klukkan fimm með manninn. Ekki er vitað um líðan hans að svo stöddu. Að sögn lögreglu voru allir einstaklingarnir í bílnum um tvítugt. 5.8.2012 09:26 Yfirbugaður með piparúða og kylfu Tveir lögreglumenn voru fluttir á slysadeild eftir að hafa sinnt útkalli á skemmtistað í miðbæ Akureyrar í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fóru lögreglumennirnir á skemmistaðinn til þess að loka honum þar sem hann var opinn umfram það sem skemmtanaleyfið tilgreindi. 5.8.2012 09:09 Heimshorn 5.8.2012 18:56 Skotárás í Wisconsin - einn látinn og börn í gíslingu Talið er að einn, hið minnsta, sé látnn eftir skotárás á trúarsöfnuð í bænum Oak Creek í Wisconsin í Bandaríkjunum nú fyrir stundu. Samkvæmt fréttastofunni CNN eru árásarmennirnir nokkrir og haldi nú hluta af söfnuðinum í gíslingu, þar á meðal nokkrum börnum. Málsatvik eru óljós en talið er að fjölmargir hafi verið skotnir. Fréttir benda til þess að árásarmennirnir hafi farið með börnin í kjallara trúarsafnaðirns þar sem þau eru í gíslingu. Nánari fréttir þegar þær berast. Um hundrað manns eru inni í húsnæðinu. 5.8.2012 17:42 Hollenskt Gay-Pride Hundruð þúsúndir manna komu saman við árbakka Amsterdam í dag. En þar var haldið upp á aðalhátíð Gay-pride vikunnar í borginni sem hefur það að markmiði að vekja athygli á réttindabaráttu samkynhneigðra. 4.8.2012 21:30 Íslendingar í skýjunum á Facebook og Twitter Íslendingar hafa heldur betur látið gleði sína í ljós á samskiptamiðlunum Facebook og Twitter eftir að Íslendingar unnu Frakka í hörkuspennandi leik á Ólympíuleikunum í kvöld. Ísland marði sigur 30 - 29 en með sigrinum er ljóst að Íslendingar unnu A-riðil á leikunum. Glæsileg frammistaða. 4.8.2012 20:30 Sendiherra Svíþjóðar rekinn Sendiherra Svíþjóðar í Hvíta-Rússlandi hefur verið rekinn úr landi. Að sögn Carl Bildts, utanríkisráðherra Svíþjóðar, er ástæðan sú að sendiherrann hafi sýnt mannréttindamálum of mikinn áhuga. 4.8.2012 22:30 Fær 5,5 milljónir Heppinn spilari var með allar fimm tölurnar réttar í lottóinu í kvöld og fær hann um 5,5 milljónir í sinn hlut. Einn var með fjórar tölur réttar og fær hann um hálfa milljón í sinn hlut. Tölur kvöldsins: 3 - 8 - 10 - 15 - 21 Bónustala: 34 Jókertölur: 4 - 0 - 3 - 0 - 9 4.8.2012 19:57 Mikið um að vera á Unglingalandsmóti Veðrið hefur leikið við gesti og landsmótsgesti á Unglingalandsmótinu í dag. Keppt var í fjölmörgum greinum í dag og auk þess var ýmiss afþreying í boð. Um 50 krakkar tóku þátt í sundleikunum á unglingalandsmótinu sem var að ljúka í Sundhöll Selfoss. Krökkum 10 ára og yngri var boðið að taka þátt í tveimur greinum, annars vegar 25 metra sundi með frjálsri aðferð og annars vegar 50 metrum með frjálsri aðferð með blöðkum. 4.8.2012 19:50 Játar hrottalega líkamsárás í Herjólfsdal Þekktur ofbeldismaður hefur játað að hafa ráðist á mann á Þjóðhátíð í nótt og sýna upptökur úr eftirlitsmyndavél hve hrottaleg líkamsárásin var. Ein nauðgun hefur verið kærð á hátíðinni og fjöldi fíkniefnamála komið inn á borð lögreglu. 4.8.2012 18:30 Ekið á sjö ára dreng Ekið var á sjö ára dreng þar sem hann var á gangi á Flúðum um fjögurleytið í dag. Læknir og björgunarsveitarmenn komu strax á vettvang og veittu honum aðhlynningu. Betur fór en á horfðist að sögn lögreglunnar á Selfossi, drengurinn reyndist örlítið hruflaður á fæti og þurfti ekki nánari aðhlynningu á sjúkrahúsi. 4.8.2012 18:28 Ætlar að djamma í Reykjavík í kvöld Söngvarinn Ronan Keating er lentur á Íslandi en eins og kunnugt er syngur hann fyrir þjóðhátíðargesti á sunnudagskvöld í Herjólfsdal. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Keating ásamt yfir tuttugu vinum sínum, sem eru með honum í för, pantað sér borð á skemmistaðnum Austur í kvöld þar sem hann ætlar að tjútta áður en hann leggur af stað til Vestmannaeyja annað kvöld. 4.8.2012 17:21 Sveitafitness á Sæludag: Bændur unnu vinnumenn Aldrei hafa fleiri gestir komið á Sæludag í Hörgársveit. Hátt í 800 manns fylgdust með spennandi keppni í sveitafitness þar sem bændur knúðu fram sigur á vinnumönnum eftir mikla baráttu. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar segir að aldri hafi fleiri keppendur tekið þátt í traktoraspyrnunni en í ár. Dráttarvélarnar voru allar frá því um 1970 eða eldri og ljóst að margir keppendur lögðu meira upp úr útlitinu en árangri í spyrnunni sjálfri. Í dag og í kvöld verða margvíslegir viðburðir um alla sveit og á Hjalteyri, en dagskránni lýkur með gamaldags sveitaballi á Melum í Hörgárdal. 4.8.2012 16:45 Fluttur til Reykjavíkur eftir mótórhjólaslys Karlmaður sem slasaðist eftir að hann féll af mótórhjóli við fjallið Krakatind, austan við Heklu, um klukkan eitt í dag var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Óljóst er hvort maðurinn sé alvarlega slasaður. Varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli sagði að hann væri líklega rifbeinsbrotinn en hann átti erfitt með andardrátt. Lögreglan, ásamt björgunarsveit, fór á slysstað með lækni og var búið um maninn áður en hann var fluttur í sjúkrabíl sem beið. Hann var með meðvitund. Slysið er í rannsókn hjá lögreglu. 4.8.2012 16:30 Stórbruni í Osló Slökkviliðsmenn í Osló hafa náð tökum á eldi sem kom upp í fjölbýlishúsi í miðborginni um klukkan hálf tvö í dag. Samkvæmt frétt Verdens Gang voru einhverjir íbúar blokkarinnar fluttir á brott en yfir tuttugu og fimm sjúkrabílar voru á staðnum og allt tiltækt slökkvilið. Á tímabili leit eldsvoðinn mjög illa út og óttuðust menn að hann næðist að berast um alla blokkina en slökkviliðsmenn náðu að koma í veg fyrir það. 4.8.2012 15:54 Myndasyrpa frá Þjóðhátíð Þjóðhátíð fer nú fram í 138. sinn í Vestmannaeyjum. Hátíðin var sett um klukkan hálf þrjú í gær og flutti Kristinn R. Ólafsson fréttamaður hátíðarræðu. Kvöldvakan hófst svo klukkan 20:30 og við tóku fjölmargir tónlistarmenn, svo sem Mugison, Hjálmar, Jón Jónsson og Friðrik Dór. Kveikt var svo upp í brennunni á Fjósakletti á miðnætti við mikinn fögnuð viðstaddra. Óskar P. Friðriksson, ljósmyndari og okkar maður í Eyjum, var með myndavélina á lofti og myndaði það sem fram fór. Hægt er að sjá myndirnar og stemmingua í meðfylgjandi myndaalbúmi. 4.8.2012 15:08 Flutt á neyðarmóttöku í Reykjavík Ung stúlka sem kærði nauðgun í Herjólfsdal í morgun var flutt á neyðarmóttöku í Reykjavík til skoðunar, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar fást ekki um atvikið hjá lögreglu þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi. Forvarnarhópur ÍBV harmar að slíkt hafi komið fyrir en í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum eftir hádegi í dag segir að hópurinn dáist að hugrekkinu að hafa stigið fram og tilkynnt glæpinn. 4.8.2012 14:51 Stevie Wonder sækir um skilnað Söngvarinn Stevie Wonder hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til ellefu ára, tískuhönnuðinum Kai Morris en saman eiga þau tvo syni, tíu og sjö ára. Breska götublaðið The Sun greinir frá því að hjónin hafi ekki búið saman síðustu þrjú ár og hefur söngvarinn farið fram á fullt forræði yfir sonunum. Wonder er sextíu og tveggja ára gamall en óljóst er hvort að eiginkonan fái hlut auðævum hans þar sem hann þjénaði nær allt sem hann á áður en þau giftu sig. Hann á sjö börn en tískuhönnuðurinn er hans önnur eiginkona. 4.8.2012 14:26 Féll af hjólabretti og missti framtennur Hjólabrettakappi í kringum tvítugt féll af brettinu sínu á hjólabrettavelli á Selfossi í hádeginu í dag með þeim afleiðingum að tvær framtennur brotnuðu. Að sögn varðstjóra hjá lögreglu var hann fluttur á slysadeild og hittir líklega tannlækni síðar í dag. 4.8.2012 13:53 Tveggja ára barn rotaðist Tveggja ára barn féll aftur fyrir sig á Úlfljótsvatni í morgun með þeim afleiðingum að það rotaðist. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var sjúkrabíll sendur á staðinn en barnið mun ekki vera alvarlega slasað. Það var þó flutt á slysadeild til skoðunar. 4.8.2012 13:50 Harma nauðgun í Eyjum "Forvarnahópur ÍBV harmar að "bleikur fíll" hafi skaðað aðra manneskju í Dalnum okkar síðast liðna nótt,“ segir í yfirlýsingu frá hópnum og er þar átt við nauðgun sem hefur verið kærð til lögreglu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og fást ekki frekari upplýsingar um það að svo stöddu þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi. 4.8.2012 13:20 Nígerískur karlmaður tekinn í Leifsstöð Nígerískur karlmaður var handtekinn við komu til landsins á sunnudag. Hann var umsvifalaust úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. ágúst en Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í gær. 4.8.2012 13:11 Þekktur ofbeldismaður í haldi eftir hrottalega líkamsárás á Þjóðhátíð Karlmaður sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt er líklega höfuðkúpubrotinn og verður mögulega fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur í dag til frekari rannsókna. Þekktur ofbeldismaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa veitt honum áverka. 4.8.2012 13:05 Sjá næstu 50 fréttir
Ronan Keating söng fyrir þjóðhátíðargesti Ronan Keating steig á svið í Vestmannaeyjum á ellefta tímanum í kvöld. Hátt í fimmtán þúsund manns buðu írska söngvarann velkominn. 5.8.2012 23:17
"Ég er hrædd um börnin mín" Fjöldi kom saman í belgíska smábænum Malonne í morgun til að mótmæla væntanlegri komu Michelle Martin þangað, en hún er fyrrverandi eiginkona hins alræmda Marc Dutroux sem fékk lífstíðardóm árið 2004 fyrir misnotkun og morð á ungum stúlkum. Martin var fundin samsek og hlaut 30 ára fangelsisdóm en á þriðjudag, var ákveðið að láta hana lausa eftir 16 ára afplánun og voru það nunnur í nágrenni við þennan litla bæ sem samþykktu að taka við henni. "Ég er hrædd um börnin mín, sem eru átta mánaða og þriggja ára. Þegar ég sá að henni yrði sleppt varð ég hrædd um að hún gerði þetta aftur. Hún sat ekki allan dóminn í fangelsi og mér finnst skrýtið að henni skuli vera sleppt núna,“ segir Sophie Vigneron, íbúi í Malonne. 5.8.2012 22:30
Ekkert sem toppar Hvíta húsið Fjölmiðlamaðurinn og stjórnsýslufræðingurinn Gunnar Sigurðsson lítur á söngkonuna Helgu Möller sem súperstjörnu. Hvorugt þeirra er fyrir útihátíðir en þeim mun hrifnari af golfíþróttinni göfugu. Kjartan Guðmundsson hitti rökstólapar vikunnar. 5.8.2012 21:00
Ronan Keating: Frábært partí í kvöld Írska poppstjarnan Ronan Keating mætti til Eyja síðdegis en hann segist hlakka til að spila þar í kvöld þrátt fyrir lítinn svefn. Við hittum á hann á Reykjavíkurflugvelli í dag. 5.8.2012 19:23
Sjö látnir - þar á meðal árásarmaður Að minnsta kosti sjö eru látnir, þar á meðal einn árásarmaður, í bænahúsi trúarsafnaðar í bænum Oak Creek í Wisconsin í Bandaríkjunum nú síðdegis. Tugir eru særðir eftir að maðurinn réðist þangað inn. Þetta staðfestir lögreglustjórinn í bænum. Sumar fréttir benda til þess að börn séu í gíslingu í kjallara trúarsafnaðarins en það hefur ekki fengið staðfest. Þá eru einhverjir fjölmiðlar sem halda því fram að aðeins einn árásarmaður hafi ráðist inn í bænahúsið en aðrir segja árásarmennina vera nokkra. Fregnir af málinu eru enn óljósar en fylgst verður með gangi mála hér á Vísi í kvöld. 5.8.2012 19:11
Laus úr haldi og neitar sök Tuttugu og tveggja ára karlmaður, sem kærður var fyrir nauðgun í Herjólfsdal aðfaranótt laugardags, hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Hann var yfirheyrður síðdegis í dag og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu neitar hann sök. 5.8.2012 17:52
Enn í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygls Rannsókn lögreglu á smygli á kókaíni hingað til lands í lok maí síðastliðnum er lokið og samkvæmt upplýsingum fréttastofu er búist við að málið verði sent til ríkissaksóknara á næstu vikum. Maður á fertugsaldri, og kona á þrítugsaldri, sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 5.8.2012 16:52
Hitabeltisstormur við Jamaíka Hitabeltisstormurinn Ernesto gekk nærri landi við eyjuna Jamaíku í morgun en vindhraði stormsins er um hundrað kílómetra hraði á klukkustund. Mikil rigning fylgdi storminum á eyjunni í morgun og flyktust íbúar út í verslanir og keyptu vatn, brauð og niðursoðinn mat ef vera skildi að rafmagn færi af eyjunni. Veðurathugunarstöð bandaríkjanna fylgist grannt með gangi mál. Samkvæmt veðurspám er talið að stormurinn verði flokkaður sem fellibylur annað kvöld haldi hann áfram að stækka og eflast. Búist er við að stormurinn gangi yfir Cayman-eyjar á morgun, norðurhluta Hondúras á þriðjudag og Mexíkó á miðvikudag. 5.8.2012 15:11
Bráðkvaddur í Herjólfsdal Rétt fyrir miðnætti barst lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynning um mann sem misst hafði meðvitund í brekkunni í Herjólfsdal. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru læknir, hjúkrunarfræðingur, bráðatæknir og lögreglumenn nærstaddir og hófust lífgunartilraunir þegar í stað og var þeim haldið áfram á sjúkrahúsi en báru ekki árangur. Um er að ræða heimamann og í tilkynningu frá lögreglu segir að hugur allra bæjarbúa sé hjá aðstandendum hans. 5.8.2012 14:36
Fyrsta Gay-Pride í Víetnam Yfir hundrað reiðhjólamenn tóku þátt í fyrstu gay-pride hátíð Víetnama í dag og fóru þeir um höfuðborgina til að vekja athygli á réttindum samkynhneigðra. 5.8.2012 21:45
Útskrifaður í hádeginu Maðurinn sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi í nótt var útskrifaður af slysadeild á hádegi í dag en hann reyndist minna slasaður en talið var í fyrstu. Maðurinn var ökumaður bifreiðar sem hafnaði utan vegar og fór bílveltu á Skeiða- og Hrunamannavegi til móts við bæinn Auðsholt. Hann var meðvitundarlaus þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang og því var ákveðið að kalla til þyrlu. Þrír aðrir voru í bílnum en meiðsli þeirra voru minniháttar. 5.8.2012 19:56
Myndasyrpa frá Þjóðhátíð Mikið stuð var í Vestmannaeyjum í gær enda var flugeldasýning í Herjólfsdal og fjölmargir tónlistarmenn tóku lagið. Okkar maður Óskar P. Friðriksson var að sjálfsögðu með myndavélina á lofti allan daginn og kvöldið og tók myndir af því sem fyrir augu bar. Í myndaalbúminu má sjá enga aðra en Björgvin Halldórsson og Helga Björns taka lagið. Það gerist ekki mikið svalara. 5.8.2012 15:06
Brekkusöngurinn í beinni á Bylgjunni "Þetta verður í fyrsta skiptið í sögu Bylgjunnar sem við sendum beint úr frá brekkusöngnum,“ segir útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson sem kom til Vestmannaeyja í morgun. Brekkusöngurinn hefst á slaginu 23:20 og verður hægt að hlusta á allt í beinni á Bylgjunni. 5.8.2012 13:37
Lognið kom í veg fyrir að varðeldurinn breiddi úr sér Tilkynnt var um eld í skógi, rétt ofan við tjaldsvæði í Tungudal á Ísafirði í morgun. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var töluverður eldur í trjám á um 25 fermetra svæði og eftir að þeir höfðu barist við eldinn með slökkvitækjum var ákveðið að kalla út slökkvilið sem náði tökum á eldinum fljótt. 5.8.2012 11:10
Fékk gat á hausinn og tennur brotnuðu eftir hnefahögg Karlmaður var sleginn hnefahöggi í andlitið fyrir utan skemmtistað á Ísafirði í morgun með þeim afleiðingum að hann fékk gat á höfuðið og tennur brotnuðu í honum. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni var árásin kærð en vitað er hver árásarmaðurinn er og verður tekinn skýrsla af honum síðar í dag. 5.8.2012 11:01
Ölvuð grýtti hús á Fiskislóð Ölvuð kona var handtekin við Fiskislóð í Reykjavík um klukkan hálf tíu í morgun þar sem hún stóð fyrir utan hús og var að grýta það. Að sögn lögreglu braut konan rúðu í því. Rætt verður við hana þegar runnið verður af henni. 5.8.2012 10:51
Reykti jónu á Amtmannstíg Um klukkan fimm í morgun sást til gangandi manns á Amtmannsstíg í miðborg Reykjavíkur þar sem hann var að reykja jónu. Að sögn lögreglu var hann stöðvaður, vímuefnið tekið af honum og málið afgreitt með vettvangsskýrslu. 5.8.2012 10:47
Tugir fórust í sprengjuárás Minnst 35 eru látnir eftir sprengjuárás í borginni Jaar í Jemen, og hafa þar með tíu látist á sjúkrahúsi síðasta sólarhringinn af sárum sínum. 5.8.2012 10:45
50 ár frá dauða Monroe Hálf öld er í dag liðin frá því að bandaríska leikkonan Marilyn Monroe lést og er fjöldi dyggra aðdáenda þokkagyðjunnar nú samankominn í heimabæ hennar. 5.8.2012 10:36
Handtekinn grunaður um nauðgun Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður er í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum grunaður um að hafa nauðgað stúlku aðfaranótt laugardags í Herjólfsdal. 5.8.2012 09:39
Sprengjum rigndi í Aleppo í nótt Sprengjum stjórnarhersins í Sýrlandi hefur ringt yfir borgina Aleppo í nótt og í morgun. Fjöldi uppreisnarmanna hefur hörfað úr borginni en þeir sem eftir eru búa sig undir stórbardaga. 5.8.2012 09:30
Hótuðu ökumanninum með hnífi Þrír einstaklingar voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gær eftir að þeir höfðu í hótunum við ökumann bifreiðar sem þeir voru farþegar í, meðal annars ógnuðu þeir honum með hnífi. Ekki kom til átaka og enginn slasaðist en allir gistu fangageymslur. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Þá komu upp fjögur minniháttar fíkniefnamál í borginni í nótt, sjö ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og tveir ökumenn vegna gruns um fíkniefnaakstur. Tíu gistu fangageymslur fyrir hinar ýmsu sakir. 5.8.2012 09:29
Meðvitundarlaus eftir bílveltu - fluttur með þyrlu til Reykjavíkur Ökumaður bifreiðar var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu landhelgisgæslunnar eftir bifreiðin valt á Skeiða- og Hrunamannavegi við afleggjarann að Auðsholti á fjórða tímanum í nótt. Þrír aðrir sem voru í bílnum voru fluttir með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurlands með minniháttar áverka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ökumaðurinn meðvitundarlaus þegar komið var að en rankaði við sér síðar. Þyrlan lenti um klukkan fimm með manninn. Ekki er vitað um líðan hans að svo stöddu. Að sögn lögreglu voru allir einstaklingarnir í bílnum um tvítugt. 5.8.2012 09:26
Yfirbugaður með piparúða og kylfu Tveir lögreglumenn voru fluttir á slysadeild eftir að hafa sinnt útkalli á skemmtistað í miðbæ Akureyrar í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fóru lögreglumennirnir á skemmistaðinn til þess að loka honum þar sem hann var opinn umfram það sem skemmtanaleyfið tilgreindi. 5.8.2012 09:09
Skotárás í Wisconsin - einn látinn og börn í gíslingu Talið er að einn, hið minnsta, sé látnn eftir skotárás á trúarsöfnuð í bænum Oak Creek í Wisconsin í Bandaríkjunum nú fyrir stundu. Samkvæmt fréttastofunni CNN eru árásarmennirnir nokkrir og haldi nú hluta af söfnuðinum í gíslingu, þar á meðal nokkrum börnum. Málsatvik eru óljós en talið er að fjölmargir hafi verið skotnir. Fréttir benda til þess að árásarmennirnir hafi farið með börnin í kjallara trúarsafnaðirns þar sem þau eru í gíslingu. Nánari fréttir þegar þær berast. Um hundrað manns eru inni í húsnæðinu. 5.8.2012 17:42
Hollenskt Gay-Pride Hundruð þúsúndir manna komu saman við árbakka Amsterdam í dag. En þar var haldið upp á aðalhátíð Gay-pride vikunnar í borginni sem hefur það að markmiði að vekja athygli á réttindabaráttu samkynhneigðra. 4.8.2012 21:30
Íslendingar í skýjunum á Facebook og Twitter Íslendingar hafa heldur betur látið gleði sína í ljós á samskiptamiðlunum Facebook og Twitter eftir að Íslendingar unnu Frakka í hörkuspennandi leik á Ólympíuleikunum í kvöld. Ísland marði sigur 30 - 29 en með sigrinum er ljóst að Íslendingar unnu A-riðil á leikunum. Glæsileg frammistaða. 4.8.2012 20:30
Sendiherra Svíþjóðar rekinn Sendiherra Svíþjóðar í Hvíta-Rússlandi hefur verið rekinn úr landi. Að sögn Carl Bildts, utanríkisráðherra Svíþjóðar, er ástæðan sú að sendiherrann hafi sýnt mannréttindamálum of mikinn áhuga. 4.8.2012 22:30
Fær 5,5 milljónir Heppinn spilari var með allar fimm tölurnar réttar í lottóinu í kvöld og fær hann um 5,5 milljónir í sinn hlut. Einn var með fjórar tölur réttar og fær hann um hálfa milljón í sinn hlut. Tölur kvöldsins: 3 - 8 - 10 - 15 - 21 Bónustala: 34 Jókertölur: 4 - 0 - 3 - 0 - 9 4.8.2012 19:57
Mikið um að vera á Unglingalandsmóti Veðrið hefur leikið við gesti og landsmótsgesti á Unglingalandsmótinu í dag. Keppt var í fjölmörgum greinum í dag og auk þess var ýmiss afþreying í boð. Um 50 krakkar tóku þátt í sundleikunum á unglingalandsmótinu sem var að ljúka í Sundhöll Selfoss. Krökkum 10 ára og yngri var boðið að taka þátt í tveimur greinum, annars vegar 25 metra sundi með frjálsri aðferð og annars vegar 50 metrum með frjálsri aðferð með blöðkum. 4.8.2012 19:50
Játar hrottalega líkamsárás í Herjólfsdal Þekktur ofbeldismaður hefur játað að hafa ráðist á mann á Þjóðhátíð í nótt og sýna upptökur úr eftirlitsmyndavél hve hrottaleg líkamsárásin var. Ein nauðgun hefur verið kærð á hátíðinni og fjöldi fíkniefnamála komið inn á borð lögreglu. 4.8.2012 18:30
Ekið á sjö ára dreng Ekið var á sjö ára dreng þar sem hann var á gangi á Flúðum um fjögurleytið í dag. Læknir og björgunarsveitarmenn komu strax á vettvang og veittu honum aðhlynningu. Betur fór en á horfðist að sögn lögreglunnar á Selfossi, drengurinn reyndist örlítið hruflaður á fæti og þurfti ekki nánari aðhlynningu á sjúkrahúsi. 4.8.2012 18:28
Ætlar að djamma í Reykjavík í kvöld Söngvarinn Ronan Keating er lentur á Íslandi en eins og kunnugt er syngur hann fyrir þjóðhátíðargesti á sunnudagskvöld í Herjólfsdal. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Keating ásamt yfir tuttugu vinum sínum, sem eru með honum í för, pantað sér borð á skemmistaðnum Austur í kvöld þar sem hann ætlar að tjútta áður en hann leggur af stað til Vestmannaeyja annað kvöld. 4.8.2012 17:21
Sveitafitness á Sæludag: Bændur unnu vinnumenn Aldrei hafa fleiri gestir komið á Sæludag í Hörgársveit. Hátt í 800 manns fylgdust með spennandi keppni í sveitafitness þar sem bændur knúðu fram sigur á vinnumönnum eftir mikla baráttu. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar segir að aldri hafi fleiri keppendur tekið þátt í traktoraspyrnunni en í ár. Dráttarvélarnar voru allar frá því um 1970 eða eldri og ljóst að margir keppendur lögðu meira upp úr útlitinu en árangri í spyrnunni sjálfri. Í dag og í kvöld verða margvíslegir viðburðir um alla sveit og á Hjalteyri, en dagskránni lýkur með gamaldags sveitaballi á Melum í Hörgárdal. 4.8.2012 16:45
Fluttur til Reykjavíkur eftir mótórhjólaslys Karlmaður sem slasaðist eftir að hann féll af mótórhjóli við fjallið Krakatind, austan við Heklu, um klukkan eitt í dag var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Óljóst er hvort maðurinn sé alvarlega slasaður. Varðstjóri hjá lögreglunni á Hvolsvelli sagði að hann væri líklega rifbeinsbrotinn en hann átti erfitt með andardrátt. Lögreglan, ásamt björgunarsveit, fór á slysstað með lækni og var búið um maninn áður en hann var fluttur í sjúkrabíl sem beið. Hann var með meðvitund. Slysið er í rannsókn hjá lögreglu. 4.8.2012 16:30
Stórbruni í Osló Slökkviliðsmenn í Osló hafa náð tökum á eldi sem kom upp í fjölbýlishúsi í miðborginni um klukkan hálf tvö í dag. Samkvæmt frétt Verdens Gang voru einhverjir íbúar blokkarinnar fluttir á brott en yfir tuttugu og fimm sjúkrabílar voru á staðnum og allt tiltækt slökkvilið. Á tímabili leit eldsvoðinn mjög illa út og óttuðust menn að hann næðist að berast um alla blokkina en slökkviliðsmenn náðu að koma í veg fyrir það. 4.8.2012 15:54
Myndasyrpa frá Þjóðhátíð Þjóðhátíð fer nú fram í 138. sinn í Vestmannaeyjum. Hátíðin var sett um klukkan hálf þrjú í gær og flutti Kristinn R. Ólafsson fréttamaður hátíðarræðu. Kvöldvakan hófst svo klukkan 20:30 og við tóku fjölmargir tónlistarmenn, svo sem Mugison, Hjálmar, Jón Jónsson og Friðrik Dór. Kveikt var svo upp í brennunni á Fjósakletti á miðnætti við mikinn fögnuð viðstaddra. Óskar P. Friðriksson, ljósmyndari og okkar maður í Eyjum, var með myndavélina á lofti og myndaði það sem fram fór. Hægt er að sjá myndirnar og stemmingua í meðfylgjandi myndaalbúmi. 4.8.2012 15:08
Flutt á neyðarmóttöku í Reykjavík Ung stúlka sem kærði nauðgun í Herjólfsdal í morgun var flutt á neyðarmóttöku í Reykjavík til skoðunar, að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar fást ekki um atvikið hjá lögreglu þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi. Forvarnarhópur ÍBV harmar að slíkt hafi komið fyrir en í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum eftir hádegi í dag segir að hópurinn dáist að hugrekkinu að hafa stigið fram og tilkynnt glæpinn. 4.8.2012 14:51
Stevie Wonder sækir um skilnað Söngvarinn Stevie Wonder hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni til ellefu ára, tískuhönnuðinum Kai Morris en saman eiga þau tvo syni, tíu og sjö ára. Breska götublaðið The Sun greinir frá því að hjónin hafi ekki búið saman síðustu þrjú ár og hefur söngvarinn farið fram á fullt forræði yfir sonunum. Wonder er sextíu og tveggja ára gamall en óljóst er hvort að eiginkonan fái hlut auðævum hans þar sem hann þjénaði nær allt sem hann á áður en þau giftu sig. Hann á sjö börn en tískuhönnuðurinn er hans önnur eiginkona. 4.8.2012 14:26
Féll af hjólabretti og missti framtennur Hjólabrettakappi í kringum tvítugt féll af brettinu sínu á hjólabrettavelli á Selfossi í hádeginu í dag með þeim afleiðingum að tvær framtennur brotnuðu. Að sögn varðstjóra hjá lögreglu var hann fluttur á slysadeild og hittir líklega tannlækni síðar í dag. 4.8.2012 13:53
Tveggja ára barn rotaðist Tveggja ára barn féll aftur fyrir sig á Úlfljótsvatni í morgun með þeim afleiðingum að það rotaðist. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var sjúkrabíll sendur á staðinn en barnið mun ekki vera alvarlega slasað. Það var þó flutt á slysadeild til skoðunar. 4.8.2012 13:50
Harma nauðgun í Eyjum "Forvarnahópur ÍBV harmar að "bleikur fíll" hafi skaðað aðra manneskju í Dalnum okkar síðast liðna nótt,“ segir í yfirlýsingu frá hópnum og er þar átt við nauðgun sem hefur verið kærð til lögreglu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og fást ekki frekari upplýsingar um það að svo stöddu þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi. 4.8.2012 13:20
Nígerískur karlmaður tekinn í Leifsstöð Nígerískur karlmaður var handtekinn við komu til landsins á sunnudag. Hann var umsvifalaust úrskurðaður í gæsluvarðhald til 8. ágúst en Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í gær. 4.8.2012 13:11
Þekktur ofbeldismaður í haldi eftir hrottalega líkamsárás á Þjóðhátíð Karlmaður sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt er líklega höfuðkúpubrotinn og verður mögulega fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur í dag til frekari rannsókna. Þekktur ofbeldismaður er í haldi lögreglu grunaður um að hafa veitt honum áverka. 4.8.2012 13:05