Innlent

Hótuðu ökumanninum með hnífi

Þrír einstaklingar voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gær eftir að þeir höfðu í hótunum við ökumann bifreiðar sem þeir voru farþegar í, meðal annars ógnuðu þeir honum með hnífi. Ekki kom til átaka og enginn slasaðist en allir gistu fangageymslur. Málið er í rannsókn hjá lögreglu. Þá komu upp fjögur minniháttar fíkniefnamál í borginni í nótt, sjö ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og tveir ökumenn vegna gruns um fíkniefnaakstur. Tíu gistu fangageymslur fyrir hinar ýmsu sakir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×