Innlent

Meðvitundarlaus eftir bílveltu - fluttur með þyrlu til Reykjavíkur

Ökumaður bifreiðar var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu landhelgisgæslunnar eftir bifreiðin valt á Skeiða- og Hrunamannavegi við afleggjarann að Auðsholti á fjórða tímanum í nótt. Þrír aðrir sem voru í bílnum voru fluttir með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurlands með minniháttar áverka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ökumaðurinn meðvitundarlaus þegar komið var að en rankaði við sér síðar. Þyrlan lenti um klukkan fimm með manninn. Ekki er vitað um líðan hans að svo stöddu. Að sögn lögreglu voru allir einstaklingarnir í bílnum um tvítugt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×