Innlent

Yfirbugaður með piparúða og kylfu

Tveir lögreglumenn voru fluttir á slysadeild eftir að hafa sinnt útkalli á skemmtistað í miðbæ Akureyrar í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fóru lögreglumennirnir á skemmistaðinn til þess að loka honum þar sem hann var opinn umfram það sem skemmtanaleyfið tilgreindi.

Til átaka kom á milli lögreglu og tveggja manna, sem tengjast rekstri staðarins. Yfirbuga þurfti annan þeirra með piparúða og kylfu. Mennirnir gistu fangageymslu í nótt og verða yfirheyrðir síðar í dag.

Þrjú minniháttar fíkniefnamál á Akureyri í nótt þar sem um var að ræða neysluskammta af kannabis. Þá var einn einstaklingur fluttur á sjúkrahús vegna ofneyslu á kókaíni eða amfetamíni.

Yfir 140 mál hafa verið skráð hjá lögreglu frá því klukkan sex á föstudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×