Erlent

Skotárás í Wisconsin - einn látinn og börn í gíslingu

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Talið er að einn, hið minnsta, sé látnn eftir skotárás á trúarsöfnuð í bænum Oak Creek í Wisconsin í Bandaríkjunum nú fyrir stundu. Samkvæmt fréttastofunni CNN eru árásarmennirnir nokkrir og haldi nú hluta af söfnuðinum í gíslingu, þar á meðal nokkrum börnum. Málsatvik eru óljós en talið er að fjölmargir hafi verið skotnir. Fréttir benda til þess að árásarmennirnir hafi farið með börnin í kjallara trúarsafnaðirns þar sem þau eru í gíslingu. Nánari fréttir þegar þær berast. Um hundrað manns eru inni í húsnæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×