Erlent

Sendiherra Svíþjóðar rekinn

Sendiherra Svíþjóðar í Hvíta-Rússlandi hefur verið rekinn úr landi. Að sögn Carl Bildts, utanríkisráðherra Svíþjóðar, er ástæðan sú að sendiherrann hafi sýnt mannréttindamálum of mikinn áhuga.

„Þetta sýnir hið rétta eðli stjórnarinnar," sagði Bildt á Twitter-síðu sinni.

Sænskir fjölmiðlar hafa einnig eftir Bildt að það hafi aldrei verið neitt leyndarmál að sendiherra Svíþjóðar í Hvíta-Rússlandi hafi verið í sambandi við stjórnarandstöðuna. Sænskir sendiherrar séu það almennt.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×