Fleiri fréttir Blackwater semur um sekt vegna vopnasölu Dómsátt hefur náðst í máli öryggisfyrirtækisins Academi LLC, áður þekkt sem Blackwater, gegn ákæruvaldinu í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var ákært fyrir að hafa selt hergögn til erlendra ríkisstjórna ásamt því að hafa þjálfað hersveitir þeirra án heimildar yfirvalda í Bandaríkjunum. 8.8.2012 10:11 Þéttholda piltur vekur aðdáun eftir auglýsingu Nýjasta auglýsing Nike hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Þar má sjá þéttholda ungan pilt sem skokkar niður afskekktan vegarkafla. 8.8.2012 09:38 Russell Crowe hjólaði í Bláa lónið Leikarar myndarinnar Noah eru enn staddir hér á landi. Ekki ber á öðru en að aðalleikarinn, Russell Crowe, nýti frítíma sinn vel í að halda sér í góðu líkamlegu formi. Hann greinir ítarlega frá æfingum sínum á Twittersíðu sinni. Í gær sagði hann til dæmis frá því að hann hefði hjólað 50 kílómetra þegar hann fór úr Fossvoginum í Bláa lónið. Í gær hélt hann svo æfingum áfram með lyftingum. Leikstjóri myndarinnar Darren Aronofsky er aftur á móti meira með hugann við myndina en hann hefur þegar birt nokkrar myndir úr fjörunni í Vík, þar sem tökur fóru fram í gær og í fyrradag og víðar. 8.8.2012 09:32 Notkun þungavopna eykst í Sýrlandi Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að notkun þungavopna í borginni Aleppo í Sýrlandi færist nú í aukana. 8.8.2012 09:30 Tvær milljónir flýja Haikui Hitabeltisstormurinn Haikui náði landi austur af Kína í dag. Talið er að vindhraðinn hafi náð rúmlega 110 kílómetra hraða. 8.8.2012 08:50 Átök á Sínaískaga Að minnsta kosti 20 létust í árás öryggissveita Egyptalands á múslímska vígamenn á Sínaískaga í nótt. 8.8.2012 08:05 Fifty Shades of Grey vinsælasta skáldsaga Bretlands Svo virðist sem að Bretar fái ekki nóg af erótísku skáldsögunni Fifty Shades of Grey. Bókin hefur selst í bílförmum víða um heim en hvergi annars staðar en í Bretlandi hafa vinsældir hennar náð slíkum hæðum. 8.8.2012 08:00 Geimstolt Rússa bíður hnekki Geimferðastofnun Rússlands tilkynnti í gær að eldflaugaskot stofnunarinnar í Kasakstan hefði farið úrskeiðis. Stuttu eftir að eldflaugin hóf sig á loft aðfaranótt þriðjudags varð bilun í tölvukerfi. 8.8.2012 07:30 Setja saman viðbragðsáætlanir vegna sólgosa Búist er við að Sólin muni ná næsta sólblettahámarki í maí 2013. Innan tveggja ára mun síðan tíu ára skeiði sólvirkni ljúka. Sólblettir eru virk svæði á Sólinni þar sem segulsviðið er afar sterkt. Mikil orka hleðst upp við blettina, þegar hún losnar úr læðingi verður sólgos til. Þá þeytast hlaðnar agnir út í alheiminn og skella öðru hverju á Jörðinni. 8.8.2012 06:58 Læsa ruslatunnum matvöruverslana Yfirvöld í borginni Geroa tilkynntu í gær að lásar yrði nú settir á ruslatunnur við matvöruverslanir. Margir hafa verið staðnir að því að róta í ruslinu undanfarið. Engar vísbendingar eru um að efnahagsástandið á Spáni muni skána á næstunni. 8.8.2012 06:56 Iceland Express flýgur ekki til Berlínar í vetur Iceland Express er hætt við að fljúga reglulega til Berlínar í vetur, eins og stefnt var að. Flugið er fellt niður þar sem eftirspurn stóðst ekki væntingar. 8.8.2012 06:48 Þyrla mögulega kölluð til vegna jarðelda Verið er að kanna möguleika á að senda þyrlu Landhelgisæslunnar til að taka þátt í slökkvistarfi vegna jarðelda í Laugardal í Súðavíkurhreppi við Ísafjarðardjúp. 8.8.2012 06:46 Þó nokkur skjálftavirkni í nótt Fjölmargir jarðskjálftar urðu í gær og í nótt víða um land, en engin mældist þó yfir þremur á Richter. Þó nokkrir urðu á Hengilssvæðinu á Suðurlandi, nokkrir í Mýrdalsjökli og aðrir í norðanverðum Vatnajökli. 8.8.2012 06:42 Skipverji fékk hjartaáfall Skipverji á skemmtiferðaskipinu Saga Sapphire fékk hjartaáfall þegar skipið var statt út af Langanesi í gærkvöldi á leið sinni frá Seyðisfirði til Akureyr 8.8.2012 06:40 Loughner játar Hinn 23 ára Jared Loughner hefur játað að hafa myrt sex manns í skotárás í Tuscon á síðasta ári. Þrettán særðust í árásinni, margir lífshættulega en á meðal þeirra var bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords. 8.8.2012 06:37 Sjö Ólympíufarar frá Kamerún horfnir Svo virðist sem að sjö Ólympíufarar frá Kamerún hafi hlaupist á brott. Íþróttamennina er nú hvergi að finna en grunur leikur á að þeir hafi ákveðið að verða eftir í Bretlandi enda er efnahagsástandið í heimalandinu ekki upp á marga fiska. 8.8.2012 06:35 Hvað er tilapía? Tilapía, sem einnig hefur verið nefndur beitifiskur eða Hekluborri, er hlýsjávarfiskur upprunninn í Afríku. Hefur hann stundum verið kallaður "kjúklingur hafsins“ þar sem kjötið minnir frekar á kjúkling en fisk. Hann er fjórði vinsælasti fiskurinn hjá neytendum í Bandaríkjunum og verður sífellt vinsælli í Evrópu. Íslensk matorka undirbýr nú umfangsmikið eldi á þessum fiski á Suðurnesjum. 8.8.2012 05:15 Kaupfélagið sem má ekki heita Kaupfélag „Það var bara hálfgerð sveitaballastemning við opnunina,“ segir Andrea Vigfúsdóttir en hún opnaði ásamt eiginmanni sínum, Jóni Eysteini Bjarnasyni, verslun á Óspakseyri við Bitrufjörð í síðustu viku. 8.8.2012 03:15 Ferðalag í anda Indiana Jones Hópurinn sem stefnir á að leggja land undir fót og ferðast frá Reykjavík til Höfðaborgar í Suður-Afríku kallar sig Vikings Across Africa. 8.8.2012 20:30 Gistinóttum fjölgar mikið Gistinóttum á hótelum í júní fjölgaði um 13 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Alls voru þær 202.500 í ár, en 178.800 í fyrra, að því er kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands. Með gistinóttum er átt við útleigu á herbergjum í eina nótt. Erlendir gestir eru 86 prósent þeirra sem gista á hótelum, en innlendum sem erlendum gestum fjölgaði um þrettán prósent. 8.8.2012 07:00 Eftirlifandi flytur ávarp Árleg kertafleyting íslenskra friðarsinna í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírosíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst 1945 fer fram annað kvöld í Reykjavík og á Akureyri. 8.8.2012 06:45 Rannsakar áfram þrjár nauðganir í Eyjum Rannsókn stendur enn yfir á þremur nauðgunum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um liðna verslunarmannahelgi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Eyjum voru brotin öll framin í Herjólfsdal. Einn var handtekinn í tengslum við eina nauðgunina en honum var sleppt að yfirheyrslum loknum. 8.8.2012 06:30 Gönguljósin færð austar Gangbraut yfir Hringbraut við Þjóðminjasafn Íslands verður færð nokkrum metrum austar svo hún tengist aðliggjandi gönguleiðum betur. Framkvæmdir hefjast klukkan átta í kvöld og standa fram eftir nóttu þar sem gönguljós og merkingar verða færð til. 8.8.2012 06:15 Ferðamenn prjóna þríhyrnur Norræn prjónaráðstefna er nú haldin í Hjálmakletti í Borgarnesi en eigendur blaðsins Lopa og bands standa að viðburðinum. 8.8.2012 05:45 Sjö Kamerúnar á Ólympíuleikunum horfnir Sjö íþróttamenn frá Kamerún hafa horfið úr Ólympíuþorpinu í London. Leikur grunur á að íþróttamennirnir hafi ákveðið að hlaupast á brott með það fyrir augum að dvelja ólöglega í Bretlandi til langframa. 8.8.2012 05:30 Átök í Sýrlandi magnast áfram Ríflega 1.300 Sýrlendingar flúðu frá landinu til Tyrklands í skjóli nætur aðfaranótt þriðjudags. Stöðugur straumur flóttamanna hefur verið frá Sýrlandi síðustu mánuði eftir því sem borgarastríðið þar í landi hefur færst í aukana. 8.8.2012 05:00 Fossinn Hverfandi birtist á ný Hálslón hefur náð yfirfallshæð og er nú 625 metrum yfir sjávarmáli. Vatn úr lóninu mun því á næstunni renna á yfirfalli niður í farveg Jökulsár á Dal. Við það myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu niður að gljúfurbarminum og steypist þar hátt í 100 metra niður í Hafrahvammagljúfur. 8.8.2012 04:45 Iceland Express ekki til Berlínar Iceland Express mun ekki fljúga til Berlínar allan ársins hring eins og auglýst hefur verið. Flugfélagið hefur verið í markaðsátaki í Þýskalandi í sumar en mun þó ekki fljúga til Berlínar í vetur. Flogið verður fram í október en ekkert þar til næsta vor. 8.8.2012 04:15 Níu látnir í flóðum í Maníla Helmingur Maníla, höfuðborgar Filippseyja, er umflotinn vatni vegna vægðarlausra rigninga undanfarna daga. Níu manns létust í aurskriðu vegna flóðanna og björgunarlið á erfitt með að ná til tugþúsunda íbúa sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 8.8.2012 04:00 Fluttu og skildu hundinn eftir Íbúar í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði fluttu þaðan út um verslunarmannahelgina án þess að taka hundinn sinn með. Ábendingar um þetta bárust lögreglu höfuðborgarsvæðisins í fyrrakvöld. 8.8.2012 03:45 Romney ræðst á velferðarkerfi Baracks Obama Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana í kjöri um forsetaembætti Bandaríkjanna í vetur, sakar Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um að velferðarkerfi hans geri þegna ríkisins háða kerfinu. Romney freistar þess að gera velferðarkerfisáform Obama að stóru kosningamáli í komandi kosningum. 8.8.2012 03:00 Grunur um íkveikju í báti Lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar bruna sem varð í dragnótabátnum Arnari ÁR-55 í Þorlákshöfn á mánudagsmorgun. 8.8.2012 02:45 Vill ræða kynlífsvélmenni í barnastærðum Formaður dönsku siðanefndarinnar, Jakob Birkler, segir mikilvægt að ræða hvort veita eigi barnaníðingum aðgang að vélmennum sem líkjast börnum. Hann bendir á að nú þegar sé hægt að fá vélmenni í fullorðinsstærð og að í Bandaríkjunum sé hægt að kaupa barnslegar kynlífsdúkkur. 8.8.2012 02:30 Norska stúlkan enn ófundin Norska stúlkan, Sigrid Giskegjerde Schjetne, sem leitað hefur verið að í Ósló síðan á aðfaranótt sunnudags er enn ófundin. 8.8.2012 02:15 Brynjar er búinn undir fjaðrafok vegna umsóknarinnar Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, er undir það búinn að umræða blossi upp í samfélaginu um mögulega skipun hans í embætti Hæstaréttardómara. Menn muni kalla hann umdeildan og hafa áhyggjur af að með skipun hans verði traust dómstóla fyrir borð borið. 7.8.2012 23:00 Þyrla sækir mann út í skip Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld vegna veikinda um borð í erlendu farþegaskipi. Skipið er staðsett út fyrir Langanesi. Samkvæmt frétt mbl.is var fékk áhafnarmeðlimur á skipinu hjartaáfall. Þyrla gæslunnar mun að öllum líkindum koma að skipinu laust fyrir miðnætti í kvöld. 7.8.2012 23:15 Áttu flottustu innkomuna á Þjóðhátíð í fallhlíf Menn eru misjafnlega töff á Þjóðhátíð. Flestir eru reyndar ekki sérlega töff, í asnalegum búningum eða klæddir í pollagalla. Tveir einstaklingar áttu þó óumdeilanlega vinninginn í töffarakeppni hátíðarinnar því þeir mættu á Þjóðhátíð í fallhlíf, svifu tígulega inn í Herjólfsdal. 7.8.2012 21:47 Ætla að enda í Vík í kvöld Hjólatúr Róberts Þórhallssonar hringinn í kringum landið fer vel af stað, sagði Baldvin Sigurðsson félagi hans í kvöld. Hjólreiðatúrinn er farinn til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þeir Róbert og Baldvin voru búnir að vera á ferðinni í fjóra klukkutíma þegar Vísir náði tali af Baldvin og voru komnir að Markarfljóti. “Þetta gengur bara mjög vel,” sagði Baldvin 7.8.2012 22:12 Samráðshópur ráðherra fundaði í fyrsta sinn Fyrsti fundur samráðshóps ráðherra og ráðuneyta til að fara yfir álitamál tengd erlendri fjárfestingu á Grímsstöðum á Fjöllum fór fram í dag. Enn liggur ekki fyrir hve lengi hópurinn mun starfa. 7.8.2012 21:34 Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hófust Framkvæmdir hófust við Vaðlaheiðargöng í morgun. Undirbúningsvinnan er farin af stað en talið er að byrjað verði að sprengja um áramótin. 7.8.2012 20:49 Lyfjanotkun getur orsakað minnistap Aukaverkanir lyfja eru ein algengasta orsökin fyrir minnistapi. Þetta segir Dr. Sigmundur Guðbjarnason hjá Saga Medica í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 7.8.2012 20:30 Kynna bókmenntir sem tengjast samkynhneigð Hinsegin bókmenntaganga mun fara fram föstudaginn næstkomandi. Þar munu bókmenntafræðingurinn Úlfhildur Dagsdóttir og leikarinn Darren Foreman kynna fyrir gestum og gangandi íslenskar bókmenntir sem fléttast á einhvern hátt um samkynhneigð. 7.8.2012 19:46 Sárt að framlög til menningarmála fari í að halda uppi steinsteypu Það er sárt að horfa upp á að framlög hins opinbera til menningarmála fari í "að halda uppi steinsteypu". Þetta segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og er sannfærður um að dýr rekstur Hörpunnar bitni einna helst á menningarstarfsemi í landinu. 7.8.2012 19:44 Sundgestir tóku ekki eftir drukknandi dreng í um þrjár mínútur Tveir tólf ára drengir björguðu sex ára dreng naumlega frá drukknun á föstudag. Þeir eru sannfærðir um að atburðinum muni þeir aldrei gleyma. Forstöðumaður sundlaugarinnar segir að drengurinn hafi barist við að ná andanum í um þrjár mínútur með fólk allt í kringum sig sem tók ekki eftir því að eitthvað hvað amaði að. 7.8.2012 18:42 Lögregla hafði aðrar áherslur við eftirlitið Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði aðrar áherslur en áður við eftirlitsstarf sitt á Þjóðhátíð yfir helgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Eyjum, segir að það sé alla vega ein af ástæðum þess að fleiri fíkniefnamál komu upp í ár en nokkurntíma áður á hátíðinni. 7.8.2012 18:00 Sjá næstu 50 fréttir
Blackwater semur um sekt vegna vopnasölu Dómsátt hefur náðst í máli öryggisfyrirtækisins Academi LLC, áður þekkt sem Blackwater, gegn ákæruvaldinu í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var ákært fyrir að hafa selt hergögn til erlendra ríkisstjórna ásamt því að hafa þjálfað hersveitir þeirra án heimildar yfirvalda í Bandaríkjunum. 8.8.2012 10:11
Þéttholda piltur vekur aðdáun eftir auglýsingu Nýjasta auglýsing Nike hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Þar má sjá þéttholda ungan pilt sem skokkar niður afskekktan vegarkafla. 8.8.2012 09:38
Russell Crowe hjólaði í Bláa lónið Leikarar myndarinnar Noah eru enn staddir hér á landi. Ekki ber á öðru en að aðalleikarinn, Russell Crowe, nýti frítíma sinn vel í að halda sér í góðu líkamlegu formi. Hann greinir ítarlega frá æfingum sínum á Twittersíðu sinni. Í gær sagði hann til dæmis frá því að hann hefði hjólað 50 kílómetra þegar hann fór úr Fossvoginum í Bláa lónið. Í gær hélt hann svo æfingum áfram með lyftingum. Leikstjóri myndarinnar Darren Aronofsky er aftur á móti meira með hugann við myndina en hann hefur þegar birt nokkrar myndir úr fjörunni í Vík, þar sem tökur fóru fram í gær og í fyrradag og víðar. 8.8.2012 09:32
Notkun þungavopna eykst í Sýrlandi Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að notkun þungavopna í borginni Aleppo í Sýrlandi færist nú í aukana. 8.8.2012 09:30
Tvær milljónir flýja Haikui Hitabeltisstormurinn Haikui náði landi austur af Kína í dag. Talið er að vindhraðinn hafi náð rúmlega 110 kílómetra hraða. 8.8.2012 08:50
Átök á Sínaískaga Að minnsta kosti 20 létust í árás öryggissveita Egyptalands á múslímska vígamenn á Sínaískaga í nótt. 8.8.2012 08:05
Fifty Shades of Grey vinsælasta skáldsaga Bretlands Svo virðist sem að Bretar fái ekki nóg af erótísku skáldsögunni Fifty Shades of Grey. Bókin hefur selst í bílförmum víða um heim en hvergi annars staðar en í Bretlandi hafa vinsældir hennar náð slíkum hæðum. 8.8.2012 08:00
Geimstolt Rússa bíður hnekki Geimferðastofnun Rússlands tilkynnti í gær að eldflaugaskot stofnunarinnar í Kasakstan hefði farið úrskeiðis. Stuttu eftir að eldflaugin hóf sig á loft aðfaranótt þriðjudags varð bilun í tölvukerfi. 8.8.2012 07:30
Setja saman viðbragðsáætlanir vegna sólgosa Búist er við að Sólin muni ná næsta sólblettahámarki í maí 2013. Innan tveggja ára mun síðan tíu ára skeiði sólvirkni ljúka. Sólblettir eru virk svæði á Sólinni þar sem segulsviðið er afar sterkt. Mikil orka hleðst upp við blettina, þegar hún losnar úr læðingi verður sólgos til. Þá þeytast hlaðnar agnir út í alheiminn og skella öðru hverju á Jörðinni. 8.8.2012 06:58
Læsa ruslatunnum matvöruverslana Yfirvöld í borginni Geroa tilkynntu í gær að lásar yrði nú settir á ruslatunnur við matvöruverslanir. Margir hafa verið staðnir að því að róta í ruslinu undanfarið. Engar vísbendingar eru um að efnahagsástandið á Spáni muni skána á næstunni. 8.8.2012 06:56
Iceland Express flýgur ekki til Berlínar í vetur Iceland Express er hætt við að fljúga reglulega til Berlínar í vetur, eins og stefnt var að. Flugið er fellt niður þar sem eftirspurn stóðst ekki væntingar. 8.8.2012 06:48
Þyrla mögulega kölluð til vegna jarðelda Verið er að kanna möguleika á að senda þyrlu Landhelgisæslunnar til að taka þátt í slökkvistarfi vegna jarðelda í Laugardal í Súðavíkurhreppi við Ísafjarðardjúp. 8.8.2012 06:46
Þó nokkur skjálftavirkni í nótt Fjölmargir jarðskjálftar urðu í gær og í nótt víða um land, en engin mældist þó yfir þremur á Richter. Þó nokkrir urðu á Hengilssvæðinu á Suðurlandi, nokkrir í Mýrdalsjökli og aðrir í norðanverðum Vatnajökli. 8.8.2012 06:42
Skipverji fékk hjartaáfall Skipverji á skemmtiferðaskipinu Saga Sapphire fékk hjartaáfall þegar skipið var statt út af Langanesi í gærkvöldi á leið sinni frá Seyðisfirði til Akureyr 8.8.2012 06:40
Loughner játar Hinn 23 ára Jared Loughner hefur játað að hafa myrt sex manns í skotárás í Tuscon á síðasta ári. Þrettán særðust í árásinni, margir lífshættulega en á meðal þeirra var bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords. 8.8.2012 06:37
Sjö Ólympíufarar frá Kamerún horfnir Svo virðist sem að sjö Ólympíufarar frá Kamerún hafi hlaupist á brott. Íþróttamennina er nú hvergi að finna en grunur leikur á að þeir hafi ákveðið að verða eftir í Bretlandi enda er efnahagsástandið í heimalandinu ekki upp á marga fiska. 8.8.2012 06:35
Hvað er tilapía? Tilapía, sem einnig hefur verið nefndur beitifiskur eða Hekluborri, er hlýsjávarfiskur upprunninn í Afríku. Hefur hann stundum verið kallaður "kjúklingur hafsins“ þar sem kjötið minnir frekar á kjúkling en fisk. Hann er fjórði vinsælasti fiskurinn hjá neytendum í Bandaríkjunum og verður sífellt vinsælli í Evrópu. Íslensk matorka undirbýr nú umfangsmikið eldi á þessum fiski á Suðurnesjum. 8.8.2012 05:15
Kaupfélagið sem má ekki heita Kaupfélag „Það var bara hálfgerð sveitaballastemning við opnunina,“ segir Andrea Vigfúsdóttir en hún opnaði ásamt eiginmanni sínum, Jóni Eysteini Bjarnasyni, verslun á Óspakseyri við Bitrufjörð í síðustu viku. 8.8.2012 03:15
Ferðalag í anda Indiana Jones Hópurinn sem stefnir á að leggja land undir fót og ferðast frá Reykjavík til Höfðaborgar í Suður-Afríku kallar sig Vikings Across Africa. 8.8.2012 20:30
Gistinóttum fjölgar mikið Gistinóttum á hótelum í júní fjölgaði um 13 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Alls voru þær 202.500 í ár, en 178.800 í fyrra, að því er kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands. Með gistinóttum er átt við útleigu á herbergjum í eina nótt. Erlendir gestir eru 86 prósent þeirra sem gista á hótelum, en innlendum sem erlendum gestum fjölgaði um þrettán prósent. 8.8.2012 07:00
Eftirlifandi flytur ávarp Árleg kertafleyting íslenskra friðarsinna í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírosíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst 1945 fer fram annað kvöld í Reykjavík og á Akureyri. 8.8.2012 06:45
Rannsakar áfram þrjár nauðganir í Eyjum Rannsókn stendur enn yfir á þremur nauðgunum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um liðna verslunarmannahelgi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Eyjum voru brotin öll framin í Herjólfsdal. Einn var handtekinn í tengslum við eina nauðgunina en honum var sleppt að yfirheyrslum loknum. 8.8.2012 06:30
Gönguljósin færð austar Gangbraut yfir Hringbraut við Þjóðminjasafn Íslands verður færð nokkrum metrum austar svo hún tengist aðliggjandi gönguleiðum betur. Framkvæmdir hefjast klukkan átta í kvöld og standa fram eftir nóttu þar sem gönguljós og merkingar verða færð til. 8.8.2012 06:15
Ferðamenn prjóna þríhyrnur Norræn prjónaráðstefna er nú haldin í Hjálmakletti í Borgarnesi en eigendur blaðsins Lopa og bands standa að viðburðinum. 8.8.2012 05:45
Sjö Kamerúnar á Ólympíuleikunum horfnir Sjö íþróttamenn frá Kamerún hafa horfið úr Ólympíuþorpinu í London. Leikur grunur á að íþróttamennirnir hafi ákveðið að hlaupast á brott með það fyrir augum að dvelja ólöglega í Bretlandi til langframa. 8.8.2012 05:30
Átök í Sýrlandi magnast áfram Ríflega 1.300 Sýrlendingar flúðu frá landinu til Tyrklands í skjóli nætur aðfaranótt þriðjudags. Stöðugur straumur flóttamanna hefur verið frá Sýrlandi síðustu mánuði eftir því sem borgarastríðið þar í landi hefur færst í aukana. 8.8.2012 05:00
Fossinn Hverfandi birtist á ný Hálslón hefur náð yfirfallshæð og er nú 625 metrum yfir sjávarmáli. Vatn úr lóninu mun því á næstunni renna á yfirfalli niður í farveg Jökulsár á Dal. Við það myndast fossinn Hverfandi við vestari enda Kárahnjúkastíflu niður að gljúfurbarminum og steypist þar hátt í 100 metra niður í Hafrahvammagljúfur. 8.8.2012 04:45
Iceland Express ekki til Berlínar Iceland Express mun ekki fljúga til Berlínar allan ársins hring eins og auglýst hefur verið. Flugfélagið hefur verið í markaðsátaki í Þýskalandi í sumar en mun þó ekki fljúga til Berlínar í vetur. Flogið verður fram í október en ekkert þar til næsta vor. 8.8.2012 04:15
Níu látnir í flóðum í Maníla Helmingur Maníla, höfuðborgar Filippseyja, er umflotinn vatni vegna vægðarlausra rigninga undanfarna daga. Níu manns létust í aurskriðu vegna flóðanna og björgunarlið á erfitt með að ná til tugþúsunda íbúa sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. 8.8.2012 04:00
Fluttu og skildu hundinn eftir Íbúar í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði fluttu þaðan út um verslunarmannahelgina án þess að taka hundinn sinn með. Ábendingar um þetta bárust lögreglu höfuðborgarsvæðisins í fyrrakvöld. 8.8.2012 03:45
Romney ræðst á velferðarkerfi Baracks Obama Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana í kjöri um forsetaembætti Bandaríkjanna í vetur, sakar Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um að velferðarkerfi hans geri þegna ríkisins háða kerfinu. Romney freistar þess að gera velferðarkerfisáform Obama að stóru kosningamáli í komandi kosningum. 8.8.2012 03:00
Grunur um íkveikju í báti Lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar bruna sem varð í dragnótabátnum Arnari ÁR-55 í Þorlákshöfn á mánudagsmorgun. 8.8.2012 02:45
Vill ræða kynlífsvélmenni í barnastærðum Formaður dönsku siðanefndarinnar, Jakob Birkler, segir mikilvægt að ræða hvort veita eigi barnaníðingum aðgang að vélmennum sem líkjast börnum. Hann bendir á að nú þegar sé hægt að fá vélmenni í fullorðinsstærð og að í Bandaríkjunum sé hægt að kaupa barnslegar kynlífsdúkkur. 8.8.2012 02:30
Norska stúlkan enn ófundin Norska stúlkan, Sigrid Giskegjerde Schjetne, sem leitað hefur verið að í Ósló síðan á aðfaranótt sunnudags er enn ófundin. 8.8.2012 02:15
Brynjar er búinn undir fjaðrafok vegna umsóknarinnar Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, er undir það búinn að umræða blossi upp í samfélaginu um mögulega skipun hans í embætti Hæstaréttardómara. Menn muni kalla hann umdeildan og hafa áhyggjur af að með skipun hans verði traust dómstóla fyrir borð borið. 7.8.2012 23:00
Þyrla sækir mann út í skip Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld vegna veikinda um borð í erlendu farþegaskipi. Skipið er staðsett út fyrir Langanesi. Samkvæmt frétt mbl.is var fékk áhafnarmeðlimur á skipinu hjartaáfall. Þyrla gæslunnar mun að öllum líkindum koma að skipinu laust fyrir miðnætti í kvöld. 7.8.2012 23:15
Áttu flottustu innkomuna á Þjóðhátíð í fallhlíf Menn eru misjafnlega töff á Þjóðhátíð. Flestir eru reyndar ekki sérlega töff, í asnalegum búningum eða klæddir í pollagalla. Tveir einstaklingar áttu þó óumdeilanlega vinninginn í töffarakeppni hátíðarinnar því þeir mættu á Þjóðhátíð í fallhlíf, svifu tígulega inn í Herjólfsdal. 7.8.2012 21:47
Ætla að enda í Vík í kvöld Hjólatúr Róberts Þórhallssonar hringinn í kringum landið fer vel af stað, sagði Baldvin Sigurðsson félagi hans í kvöld. Hjólreiðatúrinn er farinn til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þeir Róbert og Baldvin voru búnir að vera á ferðinni í fjóra klukkutíma þegar Vísir náði tali af Baldvin og voru komnir að Markarfljóti. “Þetta gengur bara mjög vel,” sagði Baldvin 7.8.2012 22:12
Samráðshópur ráðherra fundaði í fyrsta sinn Fyrsti fundur samráðshóps ráðherra og ráðuneyta til að fara yfir álitamál tengd erlendri fjárfestingu á Grímsstöðum á Fjöllum fór fram í dag. Enn liggur ekki fyrir hve lengi hópurinn mun starfa. 7.8.2012 21:34
Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hófust Framkvæmdir hófust við Vaðlaheiðargöng í morgun. Undirbúningsvinnan er farin af stað en talið er að byrjað verði að sprengja um áramótin. 7.8.2012 20:49
Lyfjanotkun getur orsakað minnistap Aukaverkanir lyfja eru ein algengasta orsökin fyrir minnistapi. Þetta segir Dr. Sigmundur Guðbjarnason hjá Saga Medica í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 7.8.2012 20:30
Kynna bókmenntir sem tengjast samkynhneigð Hinsegin bókmenntaganga mun fara fram föstudaginn næstkomandi. Þar munu bókmenntafræðingurinn Úlfhildur Dagsdóttir og leikarinn Darren Foreman kynna fyrir gestum og gangandi íslenskar bókmenntir sem fléttast á einhvern hátt um samkynhneigð. 7.8.2012 19:46
Sárt að framlög til menningarmála fari í að halda uppi steinsteypu Það er sárt að horfa upp á að framlög hins opinbera til menningarmála fari í "að halda uppi steinsteypu". Þetta segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, og er sannfærður um að dýr rekstur Hörpunnar bitni einna helst á menningarstarfsemi í landinu. 7.8.2012 19:44
Sundgestir tóku ekki eftir drukknandi dreng í um þrjár mínútur Tveir tólf ára drengir björguðu sex ára dreng naumlega frá drukknun á föstudag. Þeir eru sannfærðir um að atburðinum muni þeir aldrei gleyma. Forstöðumaður sundlaugarinnar segir að drengurinn hafi barist við að ná andanum í um þrjár mínútur með fólk allt í kringum sig sem tók ekki eftir því að eitthvað hvað amaði að. 7.8.2012 18:42
Lögregla hafði aðrar áherslur við eftirlitið Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði aðrar áherslur en áður við eftirlitsstarf sitt á Þjóðhátíð yfir helgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Eyjum, segir að það sé alla vega ein af ástæðum þess að fleiri fíkniefnamál komu upp í ár en nokkurntíma áður á hátíðinni. 7.8.2012 18:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent