Erlent

Sjö Ólympíufarar frá Kamerún horfnir

Svo virðist sem að sjö Ólympíufarar frá Kamerún hafi hlaupist á brott. Íþróttamennina er nú hvergi að finna en grunur leikur á að þeir hafi ákveðið að verða eftir í Bretlandi enda er efnahagsástandið í heimalandinu ekki upp á marga fiska.

Forsvarsmenn Ólympíusambands Kamerún harma atvikið.

Af þeim sjö Kamerúnum sem dvelja nú ólöglega í Bretlandi eru fimm boxarar, einn markmaður fótboltalandsliðs kvenna og einn sundmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×