Erlent

Loughner játar

Frá dómsalnum í Arizona í gær.
Frá dómsalnum í Arizona í gær. mynd/AP
Hinn 23 ára Jared Loughner hefur játað að hafa myrt sex manns í skotárás í Tuscon á síðasta ári. Þrettán særðust í árásinni, margir lífshættulega en á meðal þeirra var bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords.

Það þótti með ólíkindum að Giffords skuli hafa lifað af en hún var skotin í höfuðið af stuttu færi.

Með því játa á sig glæpina mun Loughner forðast dauðarefsingu. Þá hefur dómari í Arizona úrskurðað að Loughner sé heill á geði en grunur lék á að hann væri haldinn geðklofa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×