Erlent

Fifty Shades of Grey vinsælasta skáldsaga Bretlands

mynd/AFP
Svo virðist sem að Bretar fái ekki nóg af erótísku skáldsögunni Fifty Shades of Grey. Bókin hefur selst í bílförmum víða um heim en hvergi annars staðar en í Bretlandi hafa vinsældir hennar náð slíkum hæðum.

Útgáfufyrirtækið Random House tilkynnti í dag að Fifty Shades of Grey væri nú vinsælasta bók allra tíma í Bretlandi.

Alls hafa Bretar keypt 5.3 milljón eintök af bókinni. Á heimsvísu hefur bókin og önnur bindi hennar selst í tugmilljónum eintaka. Þetta þykir mikið afrek. Ekki síst fyrir þær sakir að um erótíska skáldsögu er að ræða sem og að hún höfðar nær eingöngu til kvenna.

Í sögunni er stormasömu ástarsambandi þeirra Anastasiu Steele og Christian Grey lýst af mikilli nákvæmni. Tvennum sögum fer af gæðum textans. Það er þó augljóst að höfundurinn nær að höfða til markhópsins með kynlífslýsingunum en skáldsagan þykir afar opinská.

Íslenskum lestrarhestum er bent á að Fifty Shades of Grey er væntanleg í íslenskri þýðingu seinna í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×