Erlent

Tvær milljónir flýja Haikui

Bóndi í Zhejiang-héraðinu í örvæntingarfullri baráttu við náttúruöflin.
Bóndi í Zhejiang-héraðinu í örvæntingarfullri baráttu við náttúruöflin.
Hitabeltisstormurinn Haikui náði landi austur af Kína í dag. Talið er að vindhraðinn hafi náð rúmlega 110 kílómetra hraða.

Hátt í tvær milljónir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna fellibylsins. Þá hafa samgöngur víða farið úr skorðum og nær öll flugumferð hefur verið stöðvuð.

Úrhellisrigning hefur fylgt storminum og berast nú fregnir af miklum flóðum. Skipaumferð hefur einnig orðið fyrir truflunum í Sjanghæ en höfnin þar á bæ er ein sú fjölsóttasta í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×